Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 16

Ægir - 01.11.1981, Side 16
E K K I A Ð V Jt M T A AFLAAUKN I MGAR FÆKKA VEIOISKIPUM RAUNVERÐ 'A MÖRKUÐUM H Æ K K A R E K K I Það má segja, að meginniðurstöður þessarar skýrslu séu tvær. Hópurinn telur ekki raunhœft að gera ráð fyrir aflaaukningu á neinum af okkar fiskstofnum, sem verulegu máli skiptir. Þáályktun styðja nú ekki einungis fiskifræðileg rök, heldur einnig söguleg, reynsla annarra þjóða og reynsla okkar. í öðru lagi teljum við að ekki sé að vænta hœkkunar á meðaltalsverðlagi eða raunverði á sjávarafurðum. Þetta er einkum byggt á þvi, að samkeppni er harðnandi og framboð vaxandi á þeim mörkuðum, sem eru leiðandi í verðmyndun á okkar fiskafurðum, þ.e. í Bandaríkjunum og V- Evrópu. Við gætum sagt, að við séum að króast af milli endimarka auðlindarinnar annars vegar og þess hámarksverðs, sem beztu viðskiptavinirnir vilja greiða fyrir fiskinn okkar, hins vegar. Milli þessara ,,endimarka vaxtar“ íslenzks sjávarútvegs, verð- um við svo að hreyfa okkur í framtíðinni. Við munum þurfa að hafa það að leiðarljósi við ákvarðanir um framvinduna, að auka framleiðslu- verðmœti úr sérhverjum aflafeng og lœkka til- kostnað við öflun og vinnslu. Á myndinni að ofan eru dregin upp þessi tvö endimörk, sem við teljum að við ráðum litlu um og séu a.rn.k. i sjónmáli ef ekki þegar náð. Milli þeirra eru svo talin upp nokkur atriði, sem öll miða að því að ,,nettó“ afrakstur sjávarútvegs- ins verði sem mestur. Sú upptalning er engan veg- inn tæmandi né kerfisbundin, álitamál er, hvað til- heyrir veiðum (efst), vinnslu (í miðið) eða sölu- starfsemi (neðst) o.s.frv. Á sum þessara atriða má hafa veruleg áhrif með rannsóknum og tilraunum eins og gefið er í skyn á myndinni, en sum eru að meira eða minna leyti háð aðgerðum stjórnvalda. Ég sé ekki ástæðu til að fara yfir þessi atriði lið fyrir lið. Margir liðirnir skýra sig að mestu sjálfú og verður aðeins minnst á þrjá eða fjóra þeirra. Að stœkka fiskstofna er innramrrtað hér alveg sérstaklega. Allir geta verið sammála um, að stærri fiskstofnar, sem þýða arðsamari veiðar og minna sveiflukenndar og umfram allt aukið öryggi, séu æskilegir. En hvernig og hvenær á að ná þv' marki? Um það stendur styrinn. Drjúgur hluti at starfsemi Hafrannsóknastofnunar hefur þetta markmið fyrir augum, þó að varnarbaráttan fyrir því að reyna að hindra minnkun stofnanna hafi óneitanlega verið meira áberandi. Deilurnar um leiðir að þessu markmiði hafa e.t.v. stundum verið harðari en nú, en það vantar þó rnikið á að menn séu á eitt sáttir í þessum efnum. Bak við liðinn að bæta nýtingu vinnslustöðva, felst í rauninni viðleitni til að nýta fjárfestingu og vinnuafl í fiskiðnaði sem bezt og auk þess að jafna aflaframboð þannig að fiskverkendur geti asú^ valið hagkvæmustu vinnsluaðferð fyrir hráefnið- Hér er líka um það að ræða að miða fjárfestingu 1 vinnslustöðvum við heildarsjónarmið, við tak- markaðan afla, sem þegar skiptist á óþarfleg3 margar og stórar vinnslustöðvar. Hver kannas1 ekki við þá röksemd, að skipakaup séu nauðsynleS til að sjá nýju og vel búnu frystihúsi fyrir hráefm- Það má vissulega leiða að því rök, að áhyggjur sveitarstjórna og stjórnmálamanna út af atvinnU' leysi hafi kallað á þá offjárfestingu, sem nú blasn við í sjávarútvegi. Hvort hér ríkir heilbrigð samkeppni í sölumálun1 fiskafurða, hefur oft á tíðum verið heiftarleg1 deilumál, einkum á síðurn dagblaðanna. Óvæg>n samkeppni íslenzkra framleiðenda snemma á þess' ari öld leiddi fyrst til laga um Síldareinkasölu ríkiS' ins árið 1928, skömmu siðar til viðtækrar sani' vinnu saltfiskframleiðenda og upp úr starfi Fisk1' málanefndar þróuðust sölusamtök frystiiðnaðat 592 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.