Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 21

Ægir - 01.11.1981, Side 21
Sela í skefjun. Með vaxandi fjölda sels hefur orma- 'andamálið aukist hröðum skrefum. Og það er ekki hægt að fjalla svo um þróun sjávarútvegs að Þetta vandamál sé ekki rætt. Ef selnum heldur afram að fjölga sýnist mér að þetta vandamál verði óyfirstíganlegt á fáum árum. Hér er varla tími til að fjalla ítarlega um hvaða skaða selormurinn veldur. Þó skal aðeins reynt að gefa hugmynd. Ormurinn er að sjálfsögðu tíndur Ur fiskinum í vinnslu. Það kostar tugi milljóna ný- króna árlega. Svo mikið vinnuafl binst við þetta að verulegt magn af fiski verður að vinna í verðminni Pakkningar en ella. Tafir af völdum selorms valda Því oft að óhæfilega lengi dregst að vinna fiskinn °8 hann verður ekki eins góð vara og nauðsynlegt er- Þar að auki verður hráefnisnýting minni. Það er til marks um hve alvarlegt vandamál sel- 0rrnurinn er orðinn, að það er ekki einasta að hann Se vandamál í frystum fiski. Seinustu tvö árin er hann einnig að verða saltfiskframleiðendum mikið aÞyggjuefni. En hér áður fannst selormur varla í urygningarfiski, sem er uppistaðan í saltfiskfram- 'e'ðslunni. Ormur'í matvöru er mengun, jafnvel þó aó heppnist að hreinsa fiskinn algjörlega af ormi. í Þessu tilfelli er selurinn mengunarvaldurinn. Við uUótum að verða að gera ráðstafanir í samræmi við það. ^r<>un flota og stjórn veiða. Eg hef kosið að taka þá kafla sem fjalla um af- J"akstursgetu íslenskra fiskstofna, fiskveiðar, Þróun flota og stjórn veiða, í einu lagi. í þessum , óflum er að sjálfsögðu margt rétt athugað, enda ua nefndarmenn yfir mikilli þekkingu og reynslu. >ns vegar vantar ennþá, eins og kemur fram í ! ý^slunni, ýmsar grundvallarrannsóknir, ekki síst a Sviði hafrannsókna. Þar ber hæst rannsóknir á á- rifum fiskstofnanna hvers á annan. En af þessum s°kum verður alltof margt í þessum efnum að ^Sgjast á líkum og reiknidæmum, sem síðan falla ekki að raunveruleikanum. En í heild virðist mér a kaflinn um afrakstursgetu fiskstofnanna bygg- 'st á því að verulega vitneskju skorti um veigamikla P^tti. Þess vegna væri rétt að fara með fyllstu gát. ar að auki vænti ég þess, eins og áður er komið ram, að nefndarmenn hafi tekið tillit til aukinnar utdeildar selsins í aflanum þó að það komi hvergi >ram. . Eu þeir útreikningar sem í skýrslunni eru gerðir uugsanlegri sókn og bestu stærð veiðiflotans eru Mynd 8. Að lokinni aðgerð. að mínu viti þess eðlis að þeir verði ekki teknir alltof alvarlega við mótun stefnu. Einstaka þætti er sjálfsagt hægt að reikna á þann hátt sem gert er í skýrslunni og hafa gagn af til samanburðar, en það vantar alltof margt inn í dæmið til þess að verjandi sé að setja þetta fram á þann hátt sem gert er í skýrslunni. Annað mál er það að það er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því af hvaða stærð veiðiflotinn þarf að vera til þess að ná fram öllum þeim meginmarkmiðum sem sett eru hverju sinni um árangur veiðanna og áhrif þeirra á aðra þætti þjóðlífsins. Ég hygg að flestir þeirra sem nálægt sjávarútvegi koma hafa hugleitt þetta meira og minna síðustu árin. Og ég held það kynni að vera gagnlegt að setja fram hugleiðingar eins manns í sjávarútveginum um þetta efni nú á þessari stundu. Ég mun freista þess að gera það. Það er því miður alltof langt má að telja upp allt það sem hafa verður í huga þegar ákveðið er hvernig staðið skulu að fiskveiðum. Þess vegna get ég hér aðeins um þau tvö atriði sem oftast vilja gleymast. Það verður skilyrðislaust að taka tillit til þess að afli verður að berast sæmilega jafnt að landi til þess að hægt sé að halda uppi jafnri og stöðugri atvinnu. Og það verður einnig skilyrðis- laust að vera nægur tími og rými til þess að ganga þannig frá afla að hann komi óskemmdur að landi. Ég tek það sérstaklega fram að hér hefur aðeins verið minnst á tvö atriði af tugum ef ekki hundr- urðum atriða, sem hafa verður í huga þegar meta skal eðlilega stærð fiskveiðiflotans. ÆGIR — 597

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.