Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Síða 22

Ægir - 01.11.1981, Síða 22
Mér virðist að það séu til tvær nothæfar aðferðir til þess að meta hver væri æskilegasta stærð flot- ans í dag. Önnur aðferðin er sú að taka eitthvert ákveðið timabil í fortíðinni, þegar veiðar voru óhindraðar, og færa það fram til dagsins í dag, með þeim breytingum sem orðið hafa. Hin aðferð- in er sú að reyna að meta þær hindranir sem settar eru á flotann í dag. Ég leyfi mér að velja tímabilið í kringum 1970 til viðmiðunar sem tímabil óhindraðra veiða. Á þeim árum var afli mjög misjafn þrátt fyrir lítt breytta stærð veiðflotans og þrátt fyrir það að engar hindranir voru lagðar á veiðarnar. Og þessi nátt- úrulegi mismunur er einmitt eitt af því sem verður að taka tillit til. í árslok 1969 var fiskveiðiflotinn 76 þúsund lestir, en samkvæmt þeim mælingaregl- um sem nú gilda hefur hann sennilega verið.61 — 63 þúsund lestir. Núna er flotinn sennilega nálægt 106 þúsund lestum. Þær breytingar sem orðið hafa síðan í árslok 1969 og taka verður tillit til eru þessar helstar: 1. Stækkun efnahagslögsögunnar, en því hefur fylgt aflaaukning sem leiðir af sér þörf á stærri fiskveiðiflota 2. Vinnuaðstaða skipshafnar hefur aukist og batnað. Það þýðir stækkun flotans án þess að veiðimagn aukist í beinu samhengi 3. Allt aðrar kröfur eru nú gerðar til frágangs á fiski um borð í veiðiskipi, þannig að nú þarf allt að þriðjungi stærra skip, eða jafnvel enn stærra, til þess að rúma sama veiðmagn og áður. 4. Nokkuð hefur verið um það að minni bátar hafi verið endurnýjaðir með stærri bátum út frá öryggissjónarmiðum eingöngu, en ekki afla- sjónarmiðum. 5. Fiskileitartækni hefur fleygt fram og haft í för með sér aukna veiði miðað við stærð flotans. 6. Veiðitækni og gerð veiðarfæra hefur einnig verið í mikilli framför og hefur það einnig haft1 för með sér að minni þörf hefur verið á stærri flota. 7. Fjölmörg þeirra skipa sem bæst hafa í flotann hafa miklu meiri veiðigetu árið um kring, en þau skip sem fyrir voru. Þegar þessar breytingar eru skoðaðar og metnar hver fyrir sig og síðan metnar í heildarsamhengi verður niðurstaðan sú að æskileg stærð fiskveiði- flotans nú og um næstu framtíð sé nálægt 90 þús- und lestum, eða í hæsta lagi 95 þúsund lestir. Flot- inn þurfi því að minnka um 10 — 15%. Sé ntálið skoðað eftir hinni leiðinni þ.e. út frá þeim hindr- unum sem lagðar eru á flotann hygg ég að niður- staðan verði mjög svipuð. En hafa verður þá i huga að héðan í frá munu jafnan verða einhverjar hindranir settar á veiðar. Aðallega verður nauð- synlegt að draga úr afla á þeim tímum þegar mest aflast. Fram til loka þessa áratugs ná veiðiskip, sem samtals eru 18 þúsund lestir, 30 ára aldri. Búast ntá við að eðlileg úrelding sé mjög nálægt þeim mörk- um. Til þess að flotinn hafi náð eðlilegu jafnvægí i lok áratugsins má því ekki fara fram nein umtalS' verð endurnýjun, eða í hæsta lagi u.þ.b. þriðjung' ur af úreldingunni. Þá endurnýjun virðist eðlileg' ast að takmarka eingöngu við þá röskun á hra- efnisöflun sem óhjákvæmilega verður á einstöku stöðum. Æskilegast væri að endurnýjunin verði i innlendum skipasmíðastöðvum. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að endurskipuleggja starfsemi þeirra og veita styrki til skipasmíða 1 svipuðu magni og gert er í nágrannalöndum okkar- í öllu því sem að framan hefur verið sagt og reiknað út er gert ráð fyrir að reglur um nýtingu efnahagslögsögunnar séu endurskoðaðar og réttur skipa til veiða innan hennar sé jafnaður. Það geng' ur ekki til lengdar að gera rekstur þeirra skipa, sern út frá öllum sjónarmiðum er hagkvæmastur, óhag' kvæmari en rekstur skipa sem í raun eru verr til rekstrar fallin. Það er vafalaust hægt að reikna út að okkur dygði 20—30 þúsund lesta veiðifloti ef við þyrftuá1 ekki að hugsa um neitt nema veiðarnar og að landa 598 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.