Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1981, Page 23

Ægir - 01.11.1981, Page 23
aHanum í bræðslu. Við gætum náð upp öllum beim fiski sem við veiðum nú með flota af þeirri stærð og með þeim aðferðum. Og við getum sjálf- sagt fundið út alls konar stærðir af veiðiflota með Því að taka ákveðnar forsendur, allt frá 30 þúsund iestum upp í 90 þúsund lestir. En hér að framan hefur verið leitast við að taka með alla nauðsyn- iega þætti, öll þau markmið sem að er stefnt. Og n'ðurstaðan úr því er verulega önnur en ,,hag- kvæmasta” sóknarstefna þeirrar skýrslu sem við erum hér að fjalla um. Markaðsmál. Það segir í skýrslunni að búast megi við harðn- andi samkeppni á mörkuðum á næstu árum. Þetta er vafalaust rétt. Meira vafamál er hitt hvort nokkru þarf að kvíða þess vegna. Hvort við treyst- Urn okkur ekki til að verða ofan á í þeirri sam- ^eppni eða hvort við þurfum að óttast að verða Undir. Ég held að við þurfum ekki að óttast það að verða undir í samkeppninni ef að vel er að málum staðið. Kanadamenn hafa-síðustu árin mjög verið að Sækja sig í vörugæðum, en þeir eru stærstir keppi- nauta okkar á Bandaríkjamarkaði. Margir hafa 'átið í ljós ótta sinn við þessa samkeppni og víst er Urn það að við verðum að bregðast við henni. Og v>ð verðum að bregðast við henni á þann hátt að fella okkar vörur ennþá betur að markaðnum. Það eru ýmsar blikur á lofti um breytingar á markað- Setningu fisks. Okkar möguleikar eru í því fólgnir að verða á undan öðrum að aðlagast þeim breyt- lngum. En til þess að við höfum í raun möguleika á Því er höfuðnauðsyn að fjárhagsafkoma fiskiðn- aðarins sé slík að hann hafi möguleika á að kfegðast fljótt og markvisst við þeim aðstæðum, Sern upp koma hverju sinni. Ég held að það sé ekkert vafamál að við höfum þá þekkingu á mörk- uðunum og þá tækniþekkingu sem til þarf að ^n^ta vandamálunum. Ef við stöndum okkur ekki stafi það fyrst og fremst af fjárhagslegu voli og víli. Eg vil vekja á því sérstaka athygli að það er nkkur ekki fjötur um fót að Kanadamenn og aðrir æti sína framleiðslu. Það hefur verið fiskiðnaðin- Urn > heiminum til tjóns að of mikið hefur verið framleitt af vondum fiski. Það er ekki áfall fyrir u^kur að fiskgæði batni almennt. Þvert á móti. eim mun minna sem er af lélegum fiski á boðstól- Urn þeim mun meiri líkur eru til þess að unnt sé að Mynd 10. 1 tœkjunum. (Ljósm. Helga Fietz). auka fiskneyslu í heiminum. Og þeim mun meiri möguleikar eru til þess að selja besta fiskinn. Og samfara þessu eru einnig möguleikarnir á því að hægt sé að búast við hærra verði. Þær þjóðir sem nú eru að reyna að auka vörugæðin selja fiskinn ekki til langframa á lágu verði. Það er einfaldlega ekki hægt. Lokaorð. Ég hefði gjarnan viljað minnast á fleiri þætti þessarar yfirgripsmiklu og fróðlegu skýrslu. Ég hefði viljað gagnrýna nokkur atriði til viðbótar, t.d. það sem sagt er um fullvinnslu sjávarafurða, en þau eru að vísu öll minni háttar. Væntanlega kemur gagnrýni á fleiri þætti fram hér á eftir. Ég hefði einnig viljað minnast á það fjölmarga í þess- ari skýrslu sem vel er gert. Skýrslan virðist mér fyrst og fremst vera mikilsverður fróðleikur, en minna virði sem framtíðarspá. ÆGIR — 599

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.