Ægir - 01.11.1981, Side 30
væri út af fyrir sig spursmál hvort samband ætti að
vera hér á milli, því peningunum hefði verið betur
varið til vinnslunnar. í dag væru nýjar forsendur í
fiskiðnaði. Allur skilningur væri jákvæðari og
aukin samkeppni væri við Kanadamenn. Þetta
væri af hinu góða. í fiskiðnaði vantar meira
áhættufjármagn. Varðandi líkanasmíði væru
mörg sjónarmið sem taka þyrfti tillit til, s.s.
atvinnu- og byggðasjónarmið. Snúa mætti umræð-
um um sjávarútvegsmál við og spyrja alltaf hið
gagnstæða, t.d. í staðinn fyrir: er hagkvæmt að
reka of stóran flota? Er það hagkvænu byggðalög-
um úti á landi að reka starfsemi umfram getu? Það
vantar í dag rannsóknarverkefni sem snúa að
gæðaendurbótum og þarfnast líffræðilegrar og
tæknilegrar undirstöðu, sem væri tilefni til sam-
vinnu. Ennfremur rannsóknir á ástandi hráefnis
upp úr sjó sem getur verið mismunandi.
Svavar Ármannsson - bað um skilgreiningu á
hugtakinu framleiðni. Þetta væri nauðsynlegt til
að átta sig á stöðu mála.
Hjalti Einarsson - bað menn að fara varlega með
forsendur skýrslunnar því þær ákvörðuðu niður-
stöðurnar. Ýmislegt hefði hann viljað umorða og
lagfæra í skýrslunni. Hve of stór væri flotinn
þegar tillit væri tekið til vertíðar, árstiðar, gæða og
samræmingar vinnslu? Taldi Hjalti að atvinnu-
tækifæri í fiskiðnaði væru vanmetin. Fram-
kvæmdastofnun áætlaði að 12000 manns yrðu í
fiskiðnaði árið 2000. Þetta gæti orðið hærra, enda
mikið af fiski sem ekki færi í vinnslu vegna skorts
á mannafla. Varhugavert væri að fækka hásetum
til sjós ef gæði aflans ættu að batna.
Við íslendingar trúum að íslenski fiskurinn sé betri
á bragðið en sá kanadíski sem selst undir verði og
er ekki eins góður. Samt væri hann ekki viss um að
karfinn væri betri héðan. Kanadamenn hafa minni
karfa sem fellur betur að þeirra smekk. Ekki gat
Hjalti heldur tekið undir þá skoðun í bókinni að
draga muni úr stækkun fiskvinnslustöðva og
kaupum skipa. Heldur ættu stöðvarnar eftir að
stækka. Vandamál væru ekki i dag að manna skip
með heimamönnum. Þó taldi hann að skipta mætti
milli fiskiskipa, þ.e.a.s. veiðitækni væri ekki
ósamrýmanleg. Að lokum kvaðst Hjalti sammála
um að takmarka yrði úthaldstíma togara og að
ekki ætti að vinna fisk eldri en 9 daga.
Mynd 15. (Ljósm. Helga Fielz).
Björn Dagbjartsson - lagði áherslu á það að þessi
skýrsla væri ekki óskalisti nefndarmanna heldur
skoðun þeirra á liklegri þróun. Skipting afla á skip
væri tiltölulega auðveld. Helmingur þorskaflans
kæmi á togara og 2/3 hlutar af því sem eftir er a
vertíðarbáta. Varðandi samsetningu hópsins þa
væru ekki bara sérfræðingar í honum. Benti hann
á Jón Ármann og Pál Guðmundsson og hafði
nefndin samband við marga aðila til viðbótar.
Vilhjálmur Lúðvíksson — ræddi um hvaða nieð'
höndlun skýrslan fengi. Hún væri þáttur í LTA
Rannsóknaráðs. Vafasamt væri að það þjónaðj
nokkrum sérstökum tilgangi að breyta skýrslunnj
miðað við framkomnar athugasemdir, enda yrði
skýrslan fljótt úrelt í ýmsum tölulegum efnum-
Athugasemdirnar kæmu þó inn í LTÁ og þar yrð>
tekið tillit til sjónarmiða fundarins.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið.
606 — ÆGIR