Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 32

Ægir - 01.11.1981, Side 32
með honum löngu síðar, að hann hafi lesið heim- speki- og trúfræðirit á þessum tungumálum, þegar honum gafst timi til þess um borð, en Þor- steinn var trúmaður mikill. Þessa get ég hér, af því að það er hald kunnugra, að heimspeki- og trú- fræðirit hafi verið heldur fáséð lestrarefni á íslenzka togaraflotanum. Litblinda hamlaði því að Þorsteinn gæti tekið skipstjórapróf. Sjóngalli var afleitur ókostur í þennan tíma, þegar góð sjón var eitt helzta hjálpartækið við stjórn skipsins. Hann Jóhannes litli Narfason hefur áreiðanlega unnið fyrir þessum 35 krónum, sem hann fékk á mánuði. Það var engin sæld að kynda á þessum fyrstu togurum. Að vísu var kyndarinn aðeins á vakt með 1. meistara, 2. meistari varð að kynda sjálfur, en sjálfsagt hefur það komið á kyndarann að lempa kolum úr boxunum og kolalestinni. Boxin voru þröng og ekki manngengt undir dekk- bitana, sjóðheitt var þarna inni, því að boxin lágu fast að katlinum, og svarta myrkur, menn höfðu að vísu með sér olíulugt þarna inn en glerið á henni varð strax svart svo að hún bar litla birtu. Eflaust hefur það verið svo á Coot, sem smíðaður var fyrir aldamót (1892), að það hefur orðið að lempa kolunum úr kolalestinni í gegnum boxin. Það var vist svo á elztu togurunum. Það var þröngt á fírplássinu, menn voru næstum með hausinn inni í firnum, þegar hann var opnaður og því heldur betur heitt á kyndaranum við að moka á eða skara í eldana. Sleipt var náttúrlega á járngólfinu oft gljáandi af sliti og blautt af smurolíu. Lægsta hásetakaupið á mánuði var 40 krónur, þá voru nokkrir með 50 og 60 krónur en flestir með 65 krónur. Ég hef ekki skipshafnarskrána, þegar ég rita þessa grein og ég hef ekki getið þess i Kastað í Flóanum, hvort það var nokkur annar hásetanna en Þorsteinn með 100 krónur. Mig minnir fastlega það væri ekki. Uppbót á kaup var greidd i smáfiski fyrstu vertíðina, en svo lagðist það af og fasta- kaupið hækkaði uppí 75 krónur. Fyrsti vélstjóri hafði 170 krónur á mánuði en 2. vélstjóri 70 krónur og svo kyndarablókin 35 krón- ur, sem fyrr segir. Það hefur ríkt mikill manna- munur í vélarúminu í kaupgreiðslum. Sá var siður- inn á Coot, eins og ensku togurunum, og lengi frameftir á sumum íslenzku togurunum, að neta- mennirnir sáu alfarið um bætingu og aðra vinnu við trollið, en aðgerðarmenn gætu þá farið í koju, ef aðgerð var lokið. Þetta fyrirkomulag gat haft í för með sér miklar vökur fyrir netamennina. í bók minni Kastað í Flóanum, hef ég orðað það svo, að útgerðin hafi gengið heldur illa fyrsta veturinn vegna þess að ólag var á spilinu, en litlir möguleikar til viðgerðar hérlendis. Heimir orðar það fastar í sinni sögu, segir reksturinn hafa gengið erfiðlega allt árið. Það er áreiðanlega ekki rétt. Ársuppgjörið sýnir nær 23% hagnað og þætti það ekki erfitt ár nú í útgerð og hluthöfum var greiddur 10% arður. Coot hætti veiðum í október fyrsta útgerðarárið og sennilega öll árin. Það er hrein della hjá Heimi að halda, að Coot hafi ekki getað stundað veiðar i Fiskiflotinn i Reykjavíknrhöfn I. marz 1906. 608 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.