Ægir - 01.11.1981, Side 33
Faxaflóa að haustinu; hann hafi verið og lítill til
þess. Auðvitað gat Coot stundað veiðar í Flóanum
stærðarinnar vegna, en skipið var gert útá saltfisk
°g þess man ég ekki dæmi að togararnir stunduðu
saltfisksveiðar i Faxaflóa að haustinu. Það var
ekkert að hafa í Flóanum á þeim árstíma af fiski,
sem menn töldu borga sig að veiða í salt á þessum
árum. Ólafur Jónsson frá Laugarlandi var orðinn
vélstjóri áður en veiðunum var hætt þetta haust.
Hann hafði verið kyndari á norskum skipum en
var próflaus og Hannes Hafstein veitti honum
undanþágu 23. september 1905 og er Ólafur okkar
fyrsti vélstjóri á togara og ætli hann sé ekki einnig
fyrstur íslendinga 1. meistari á gufuskipi? Það
varð hann, þegar dönsku vélstjórarnir fóru í lok
sumars. Guðbjartur Guðbjartsson frá Önundar-
firði varð þá annar meistari, Guðbjartur hafði
verið kyndari á hvalveiðibát hjá Ellefsen á Sól-
bakka.
Þá er nú komið að því að ræða um þetta dular-
fulla Fiskveiðahlutavélag Faxaflóa, sem fæddist
°g dó að hausti og endurfæddist að sumri, þegar
hálft ár var liðið frá kaupunum á Coot og sýnt að
útgerðin ætlaði að lánast.
í minni sögu, Kastað í Flóanum, hafði ég heldur
htinn áhuga á þessum dularfulla félagsskap. Mér
fannst einhvern veginn, að þar væru menn að spila
á spil í landi og hvernig þeirri spilamennsku lauk
sýndist mér ekki skipta ýkjamiklu máli. Einar og
Indriði voru áfram aðalmennirnir í útgerð skips-
ins. Ég leitaði þó uppi firmaskrá Hafnarfjarðar,
bví að í fyrstu Landhagsskýrslunni um útgerð
Coots er Einar Þorgilsson (ofl.) talinn fyrir skipinu
en í þeirri næstu Fiskveiðahlutafélag Faxaflóa.
,,Það er í júnílok eftir að Coot kemur heim frá
viðgerðinni i Englandi, að hið raunveruleg Fisk-
veiðahlutafélag Faxaflóa er stofnað.
Samþykktir þess félags eru dagsettar, sam-
kvæmt firmaskrá Hafnarfjarðar, 26. júní 1905, en
félagið er ekki skrásett fyrr en 16. febr. 1906.
Tilgangur félagsins er svo orðaður í firmaskránni:
Fiskveiðar einkum með botnvörpu. Höfuðstóll var
35 þúsund krónur sem skiptist í 35 jafna hluta, er
hljóða á nafn. Allt hlutafé greitt. Ábyrgð
takmörkuð. Heimili og varnarþing í Hafnarfirði.
Stjórn félagsins skipa: Þórður Guðmundsson,
^eykjavík, Arnbjörn Ólafsson, Keflavík og Björn
Kristjánsson, Reykjavík. Rétt til að rita nafn
firmans hafa þessir allir í félagi og Þórður
Cuðmundsson einn.“
1 Morgunblaðsgrein sinni telur Heimir upp alla
þessa sömu menn eftir fundargerðarbók félagsins,
eða þá Þórð í Glasgow, Björn, Guðmund í Gerð-
um, Arnbjörn og Indriða og séu þá ,,allir eigendur
Coots mættir, nema Einar á Óseyri.“ Einar
Þorgilsson mætir sem sé ekki á stofnfundinum og
ekki heldur á aðalfundinum við stjórnarkjör.
Indriði telur upp fleiri hluthafa en Heimir. Hann
segir að í slagtogi við Björn Kristjánsson, sem
hluthafi, hafi verið þýzkur kaupmaður og í félagi
við Arnbjörn hafi verið Einar á Hofi. Ekki býr
Indriði þessa menn til, en af hverju er þeirra ekki
getið í fundargerðarbókinni sem hluthafa?
Hvernig var ,,félagi“ þeirra við Björn og Arnbjörn
háttað? Heimir segir, að það hafi verið greidd 15
atkvæði við stjórnarkjör, en þar af fær Einar ekki
nema 3 atkvæði. Einar á þó 5 þúsund króna hlut
eða sjöunda hlutann af hlutafénu og Indriði, sem
eflaust hefur stutt hann, á annað eins, og saman
eiga þeir því 10 þúsund krónur af 35 þúsund króna
hlutafé. Það er glöggt, að Einar hefur ekki heldur
gefið neinum umboð til að fara með atkvæði sitt.
Það hefur hver þeirra sem á fundinum er þrjú
atkvæði og Einar fær ekki nema atkvæði Indriða.
Það getur varla farið á milli mála, að Einar
hefur ekki verið sáttur við að afhenda Coot Fisk-
veiðahlutafélaginu, sem var ekki með í kaupunum
og hann búinn að baksa við útgerðina alla vertið-
ina og sýnt orðið að skipið myndi bera sig eða þó
fremur verða gróði af útgerðinni, þrátt fyrir ólagið
á spilinu. Það virðist ekki hafa verið stórvægilegur
galli á því, þar sem Cootverjar gátu stundað veiðar
alla vertiðina og náð stöku sinnum ágætum afla,
samanber það sem að framan er sagt um túrinn í
Fláskarðskrikann. Ágóðinn, sem skipið skilar eftir
ári, 23%, hefur fengizt á vertiðinni; hann getur
ekki hafa myndast á sumarskrapinu frá því skipið
kemur upp í júnílok og þar til það hættir i október.
Það er engin leið að álykta annað en baráttan
hefjist um eignaréttinn á skipinu, hálfu ári eftir að
kaupin fara fram, af öðru en það hafi þótt sýnt að
útgerðin yrði arðvænleg og þá er rokið til að
endurvekja Fiskveiðahlutafélagið.
Það var vissulega ekki úr lausu lofti gripið. Það
er ekki efamál að Arnbjörn er úti til togarakaupa á
vegum þeirra manna, sem stóðu að stofnun Fisk-
veiðahlutafélagsins, sem stofnað var um haustið
1904, þó félagið sjálft sé ekki lengur til, þegar Coot
er keyptur. Afsalið fyrir Coot er gefið út á nafn
Arnbjarnar en ekki þessa félags og afsalið er gefið
ÆGIR — 609