Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 55

Ægir - 01.11.1981, Side 55
BÓKAFREGN Ásgeir Jakobsson: Tryggvasaga Ófeigssonar Sk^ggsjá 1979 400 bls. Söguefnið. Flestir íslendingar, sem komn- lr eru til vits og ára, munu kann- ast við nafn Tryggva Ófeigsson- ar- Hann var um árabil í hópi harðsæknustu og aflahæstu skipstjóra í íslenska og enska togaraflotanum, en gerðist síðan útgerðarmaður og rak togaraút- gerð og fiskverkun af myndar- skap um árabil. Mun engin út- gerð í einkaeign hafa komist til Jafns við útgerð Tryggva hvað umsvif snerti á þeim árum. í bókinni Tryggva saga Ofeigssonar er lífshlaup sögu- manns rakið frá þvi hann man fyrst eftir sér og fram á þennan úag. Eins og títt er um ævisögur Serir Tryggvi grein fyrir ætt sinni °g uppruna í upphafi bókar, segir síðan frá uppvexti sínum suður með sjó, sjósókn á áraskipum og togurum og loks tttgerð og öðrum rekstri tengdum fyrirtækinu Júpíter og ^larz. í bókarlok eru kaflar Ulu togaraáhöfn í skipstjóratíð ^ryggva, um fimm skipstjóra, urn laxveiðiskipstjóra og um nánustu lífsförunauta sögu- ntanns: foreldra og eiginkonu. Loks ber að nefna ábúendatal í J-eiru 1906-1910 og Doríusamn- *ng, sem Hellyer Bros. Ltd. gerði v'ð fiskimenn er fóru með b/v Irnperialist til lúðuveiða á Græn- 'andsmið sumarið 1927. Efnistök og heimildagildi. Efni bókarinnar verður ekki rakið frekar hér, en eins og þessi upptalning ber með sér hefur ævi Tryggva Ófeigssonar verið við- burðarík. Hann hefur unnið langan starfsdag, komið víða við og kann frá mörgu að segja. Er þá ekki úr vegi að hyggja að einstökum 1 atriðum frásagnar- innar og heimildagildi bókar- innar. Það liggur i hlutarins eðli að ævisögur hafi mest heimildagildi um þá menn, sem þær eru skráð- ar um og um þann starfsvettvang sem þeir hafa helgað krafta sína. Þannig er því einnig farið um þessa bók. Hún veitir okkur lifandi og skemmtilega mynd af manninum Tryggva Ófeigssyni, ævistarfi hans og skoðunum á mönnum og málefnum. Tryggvi Ófeigsson hefur aldrei fengið orð fyrir að vera jábróðir nokkurs manns. Hann hefur sína skoðun á hlutunum og segir hana tæpitungulaust, og í því er heimildagildi bókarinnar fyrst og fremst fólgið að mínu mati. Hér er ekkert sagt almennum orðum og að lestri bókarinnar loknum hefur lesandinn fengið góða mynd af viðhorfum sögu- hetjunnar til þeirra mála, sem hann hefur haft afskipti af á lifsleiðinni. Gildi bókarinnar er ekki síðra Tryggvi Ófeigsson. þegar rætt er um ævistarf Tryggva. Hann hefur tekið þátt i mesta umbrotaskeiði íslenskrar útgerðarsögu og kann þar frá mörgu að segja. í fyrsta kafla bókarinnar segir frá sjómennsku og útgerð á Suðurnesjum á fyrstu árum þessarar aldar. Sú frásögn er vel sögð og skipulega, en fátt kemur þar nýtt fram. Einna merkast þeirra atriða, sem ber á góma í fyrsta kaflanum, þykir mér frásögn Tryggva af viðhorfi ungra manna á Suðurnesjum til bresku tog- aranna, sem voru að veiðum í Faxaflóa á þeirri tíð. Unglingar hrifust af þessum miklu skipum og létu sig dreyma um að komast á togara, sem hlytu að vera skip framtíðarinnar. Þarna kemur fram annað sjónarmið en almennt verður vart í umfjöllun um þessi mál, þar sem Bretar eru allajafna taldir hafa verið hinir verstu ræningjar og þess sjaldan gætt að þeir kenndu íslendingum sjómennsku á togurum. ÆGIR — 631

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.