Ægir - 01.12.1982, Side 12
ávallt reynzt skammgóður vermir, þar sem þær
geta haft, og hafa haft, þau áhrif í för með sér, að
alþjóðleg verkaskipting og viðskipti dragast enn
frekar saman og þar með eykst atvinnuleysi.
Nú blandast víst engum hugur um, hvílíkt áfall
það yrði íslenzku efnahagslifi, ef slík verndarstefna
næði að gera sig almennt gildandi hvað varðar við-
skipti með sjávarafurðir. Vissulega er farið að bera
á þróun i þessa átt hjá nokkrum af okkar við-
skiptaþjóðum.
Nauðsynlegt er að vinna gegn þessari þróun með
öllum tiltækum ráðum á alþjóðlegum vettvangi.
Jafnframt ber okkur að forðast eftir mætti að
gefa á okkur höggstað í þessu efni m.a. með því að
grípa sjálfir til ráða, sem túlka má sem brot á
samningsbundnum skuldbindingum við viðskipta-
þjóðir okkar.
Versnandi árferði í atvinnumálum nágranna- og
viðskiptaþjóða okkar er þegar farið að valda okk-
ur búsifjum. Staðnað og i mörgum tilfellum lækk-
andi verðlag sjávarafurða á erlendum mörkuðum
er farið að segja til sín í óhagstæðum við-
skiptakjörum og erfiðleikum íslenzkra fyrirtækja
að standa við skuldbindingar sínar.
Að hluta má rekja hið dökka útlit, sem við blasir
til óhagstæðrar þróunar fiskafla. Samkvæmt áætl-
un Fiskifélagsins verður heildarafli á þessu ári ein-
ungis milli 760—770 þúsund lestir, samanborið við
1.440 þús. lestir á s.l. ári. Þetta er vissulega mikið
áfall. Hér gætir að sjálfsögðu mest, að loðnuaflinn
á þessu ári er einungis um 13 þús. lestir, en var lið-
lega 640 þús. lestir á s.l. ári. Að vísu var hlutdeild
loðnu- og loðnuafurða á s.l. ári einungis 12%
heildarverðmætis. Engu að síður munar um
minna.
Þá er þess að gæta, að verðlagsþróun mjöls og
lýsis hefur verið okkur afar óhagstæð á árinu, svo
óhagstæð raunar, og er sárgrætilegt til þess að
vita, að við hefðum vart haft efni á að veiða og
vinna loðnu, þótt ástand loðnustofnsins hefði leyft
svipaðar veiðar og á s.l. ári. Ástæður fyrir þessu
lága verð lýsis og mjöls er einkum að leita í minni
eftirspurn annarsvegar og aukna framboði hins-
vegar.
Um annan fiskafla gildir nokkuð öðru máli, þótt
óvissa sé nú mikil á skreiðarmörkuðum og erfið-
leikar augljósir á að nýta leyfilegan síldarafla til
fulls.
Að mati Fiskifélagsins mun botnfiskafli einungis
minnka um 6—7% á þessu ári borið saman við
metárið í fyrra, og verður því sem næst 670 þús.
lestir á móti um 715 þús. lestum þá. Það er því ekki
hægt að tala um aflabrest á botnfiskveiðum, þegar
á heildina er litið. Samt er aflasamsetningin óhag-
stæðari en á s.l. ári. Ætla má, að þorskafli dragist
saman um 19% frá í fyrra og verði um 375 þús.
lestir samanborði við 460 þús. lestir á s.l. ári.
Þannig vega ódýrari og að mörgu leyti verr seljan-
legri fisktegundir á móti, þegar á heildaraflann er
litið.
Nokkur aukning verður á ýsu- og ufsaafla, svo
og á karfa, sem er kapituli útaf fyrir sig, þegar litið
er á ástand karfastofnsins. Mun láta nærri, að
karfaafli íslendinga fari í 100 þús. lestir á þessu
ári.
Þá er mikil hlutfallsleg aukning á grálúðuafla.
Til allrar óhamingju veiddist mest af grálúðu á
620 — ÆGIR