Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 16

Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 16
menn leyfi til veiða og vinnslu, ef brot er ítrekað. Ykkur kann sumum að þykja slíkt harðar aðgerð- ir. Það er áreiðanlega heldur ekki tilhlökkunarefni fyrir neinn sjávarútvegsráðherra að hafa slíka heimild. Á hitt vil ég leggja áherslu, að tjón eins og orðið hafa, mega ekki endurtaka sig. Ég vil ekki neinum sjávarútvegsráðherra það að fá inni á borðið hjá sér skýrslur um framleiðslu, eins og ég hef séð upp á síðkastið. Það má aldrei koma fyrir. Ef nauðsynlegt er að svipta einstaka framleiðendur og útgerð leyfi, til þess að koma í veg fyrir slíkt, þá verður að gera það. Ég vona sannarlega að aldrei komi til slíks. Ég vona að breytingar á framleiðslu- eftirlitslögunum og á reglugerðum, með stórbættri framkvæmd á mati og með kynningu, nægi til þess að við íslendingar náum aftur því sem kann að hafa tapast, því ágæta áliti, sem íslenskar sjávaraf- urðir hafa notið í gegnum árin. Ég hef farið fleiri orðum um gæðamálin en um önnur stórmál sem fyrir þessu þingi liggja. Ég hef gert það vegna þess að ég tel það langsamlega stærsta málið. Ég álít að einhverjar breytingar á fiskveiðistefnunni, nema til að tryggja betri gæði, séu smámunir hjá gæðamálinu sem slíku. Ég tel einnig breytingar á fiskveiðilögunum, þó mikil- vægar séu, smámuni hjá gæðamálinu. Ég hvet þau samtök, sem hafa fundi nú á haustmánuðum til að ræða ítarlega um gæði og bætta framleiðslu ís- lenskra sjávarafurða. Við þurfum að skera upp herör og mér þykir það ekki síst viðeigandi á fundi sem þessum, þar sem samtök allra í sjávarútvegi eiga fulltrúa. Á þessu þingi verður fjallað um fleiri mál, t.d. selveiðar. Ég læt nægja að nefna í því sambandi að nefnd, sem ég skipaði fyrir nokkru, er að ganga frá frumvarpi um selveiðar. Ég er þeirrar skoðunar að sel þurfi að fækka, en hins vegar þurfi að gera það á, eigum við að segja viðkunnanlegri hátt, en gert var í sumar, og um það gildi a.m.k. lög, reglu- gerðir og heimildir. Ég er einnig sammála því að ræða þarf um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, sem alls ekki hefur gengt því hlutverki, sem honum var í upphafi ætl- að. Að verulegu leyti stafar það af þeim erfiðleik- um, sem sjávarútvegurinn hefur átt í. Þær eignir, sem Verðjöfnunarsjóður átti, eru að stórum hluta uppurnar, sérstaklega einstakra deilda. Ekki hefur skapast svigrúm til þess að eignast nýja sjóði. í raun og veru hygg ég að taka þurfi Verðjöfnunar- sjóðinn miklu meira til meðferðar í sambandi við almenna ákvörðun í íslenskum efnahagsmálum. Ég get tekið undir það, sem fiskimálastjóri sagði, að vel kann að vera að atvinnuleysi og verð- bólga séu ekki tveir kostir a.m.k. ekki lengur. Ég tek a.m.k. undir það með honum, að ef svo heldur áfram sem verið hefur, getum við því miður átt von á atvinnuleysi. Áreiðanlegt er að enginn at- vinnuvegur, reyndar hvorki sjávarútvegur né aðrar atvinnugreinar í þessu landi, geta þolað verðbólgu af því stigi, sem hún er nú, í kringum 60 af hundr- aði, að minnsta kosti ekki til lengdar. Ég held að okkur íslendingum eigi að vera orðið það fyllilega ljóst, að slik verðbólga nagar að rótum heilbrigðs atvinnulífs og hlýtur að leiða til stöðvunar fyrr en varir. Ég verð að segja það eins og er, að ef kostn- aðarhækkanir eins og þær hafa verið, m.a. mjög aukinn fjármagnskostnaður vegna hækkunar á vöxtum og lánskjaravísitölu og ekki síst greiðslu- fjárskortur halda áfram, óttast ég að á næstu vik- um kunni að blasa við stöðvun fjölmargra fyrir- tækja, og ekki síst í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Stöðvun sem e.t.v. verður ekki rakin til þess að reikningsleg staða þessara fyrirtækja er ekki sæmi- leg, heldur fyrst og fremst til þess að greiðslustaða þeirra er ákaflega erfið. Ég þori engu að spá um það hér og nú, hvort okkur tekst að komast yfir þennan mjög erfiða hjalla, sem framundan er á næstu vikum og mán- uðum, og sem stafar af því sem hér hefur verið rakið, bæði í ræðu fiskimálastjóra og er hér laus- lega drepið á. En ég leyfi mér að fullyrða að greiðsluhallinn eykst ef fiskvinnsla og útgerð stöðvast, þó ekki verði nema skamman tíma. Það er áreiðanlega ekki skynsamleg leið til að draga úr viðskiptahalla, að skerða útflutningsframleiðsl- una. Ég er þvi mjög eindregið þeirrar skoðunar, að slíkt megi ekki koma fyrir. Ég m.ö.o. er þeirrar skoðunar, að alls ekki komi til greina að koma á atvinnuleysi til þess að ná niður verðbólgu. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, og ég trúi því að þjóð- in, og ekki síst þeir, sem í útgerð og fiskvinnslu eru, geri sér grein fyrir því að slíkt má ekki henda. Ég vil svo ljúka þessum orðum með því að þakka fyrir það tækifæri, sem ég hef fengið til þess að ávarpa ykkur. Þessi mál öll eru viðamikil. Lengi mætti um þau ræða. Ég hef aðeins stiklað á stóru. Ég veit að gagnlegt væri fyrir mig að sitja þetta Framhald á bls. 654. 624 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.