Ægir - 01.12.1982, Síða 17
Björn Dagbjartsson:
Um selveiðar 1982
Góðir þingfulltrúar.
Það var sagt við mig
einu sinni í sumar, að
sjaldan hefði nokkur
nefnd verið skömmuð
önnureins ósköp eins og
þessi hringormanefnd.
Ég veit að það hefur ekki
farið framhjá neinum.
Nú, eins og gerist þegar
deilumál verða svona
heit, þá hirða menn oft
lítið um það að afla sér
þeirra staðreynda, sem að prýða hvern málflutning
og það var svo komið að það var gjörsamlega von-
laust orðið að koma á framfæri leiðréttingum á
þessum fréttum öllum saman.
Ég veit, að það þarf ekki að skýra út fyrir ykkur
hversvegna ráðist var í það að reyna að auka veiði
á sel í sumar, né heldur samhengið milli sela og
hringorma.
Þessi stóri hringormur, hann heitir raunar sel-
ormur, og það er raunar galli að við skulum ekki
hafa tekið upp þá nafngift áður. Hann heitir á
latínu Phocanema decipions — selormur, hinn
ósjáanlegi selormur — og það er engin ástæða til
annars en að kalla kvikindið selorm. Það eru til
fleiri hringormar. Það er til hringormur, sem er
mun smærri og ljósari, stundum kallaður síldar-
ormur. Hann getur notað sér hvali, jafnvel sjó-
fugla, sem lokahýsla, en það er alveg ljóst að sel-
ormur verður hvergi kynþroska nema í maga sels.
Það hefur aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit, kyn-
þroska selormur í nokkurri ajtnarri skepnu. Hring-
ormur er alltaf dauður eftir rjokkrar klukkustundir
í frosti, hann deyr í saltfiski mjög fljótt og hann
þolir ekki einu sinni hálfþurrkun.
Hringormanefndin var sett á stofn haustið 1979
sem framhald af annarri nefnd, sem að Fiskifé-
lagið átti frumkvæði að á árinu 1976. í þessari
nefnd sitja auk mín þeir Hjalti Einarsson, Árni
Benediktsson, Þorsteinn Gíslason, Guðjón B.
Ólafsson og Friðrik Pálsson. Nú er einum nefndar-
funda nýlokið. Ég get aðeins sagt ykkur frá því, að
þar var lagt til að leitað yrði eftir samþykki sam-
takanna um að haldið yrði áfram greiðslu veiði-
verðlauna. Þá var samþykkt að veita þó nokkuð
miklu fé í það að reyna nú enn einu sinni að hvetja
til rannsókna á því að finna orm og fjarlægja úr
fiskflökum. Þetta starf mun verða unnið bæði hér
heima og eins vestan hafs. Þá get ég sagt ykkur frá
því að það er i gangi, eins og sjávarútvegsráðherra
kom reyndar inn á í gær, vinna við að semja frum-
varp til laga um selveiðar, þar sem hugmyndin er
að selveiðar og öll þau mál heyri undir sjávarút-
vegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra hefur áhuga á
því sem sjávarútveginum er fyrir bestu og ber hans
hag fyrst og fremst fyrir brjósti. Hinsvegar mun
þrýstingurinn utan frá hafa sitt að segja, ef sjávar-
útvegsráðherra hefði vald til að stöðva selveiðar.
í þessu lagafrumvarpi verður að taka tillit til
ýmislegs, og það er eitt sem við verðum að muna,
að þetta eru fyrst og fremst hlunnindi og þetta
verður ekki gert nema með fullri virðingu fyrir
eignarétti á landi. það verður væntanlega ein grein
i þessu frumvarpi að hefjast á þessa leið: ,,Land-
eiganda er einum heimilt að veiða sel í sínu landi og
115 metra frá stórstraumsfjöruborði“. Þetta eru
landslög, sem ekki verður breytt.
Við höfum tekið á móti töluvert á fjórða þúsund
sýnum og verða þau sennilega upp undir 4 þúsund,
fyrst og fremst vegna þess að útselskópaveiði geng-
ur mjög rösklega um þessar mundir. Ég get vel
Nýfœddur útselskópiir
ÆGIR —625