Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1982, Side 20

Ægir - 01.12.1982, Side 20
aukinni tækni og verkmenningu í landinu. Allt frá því farið var að krefjast teikninga til viðurkenn- ingar, áður en smíði skipa er hafin, og þá einkan- lega eftir að íslenskar reglur um smíði tréskipa voru settar árið 1936, hefur tækniþróunin orðið ör. Margt það, sem áður var aðeins skoðað um borð í skipunum við árlega skoðun, er nú fyrst skoðað, leiðrétt og síðan viðurkennt á teikningum, áður en smíði hefst, en síðan skoðað meðan á smiði stendur og fullsmíðað og þá borið saman við viðurkenndar teikningar. Ýmsar prófanir og rann- sóknir fara nú fram á vegum Siglingamálastofn- unar ríkisins, t.d. á stöðugleika skipa, þolprófun á losunarbómum, rannsókn á fúaskemmdum tré- skipa og rannsókn á göllum stáls og rafsuðu í stál- skipum, m.a. með röntgenmyndun. í lögum um Siglingamálastofnun ríkisins er skil- greint hlutverk stofnunarinnar. Þar segir fyrst, að Siglingamálastofnun ríkisins skuli vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um siglingamál og skipasmíðar, eftir því sem hún telur þörf á. Þá skal stofnunin annast eftirlit með nýsmíði skipa, búnaði, breytingum og innflutningi og annað almennt eftirlit skipa samkvæmt lögum um eftirlit með skipum og reglugerðum, settum sam- kvæmt þeim. Smíðateikningar skipa eru háðar viðurkenningu Siglingamálastofnunarinnar í sam- ræmi við ákvæði laga og reglugerða. Eftirlit með nýsmíði skipa hefst í rauninni jafn- an löngu áður en smíði skipsins er hafin. Skipa- smíðastöðin sendir þá til athugunar teikningar af fyrirkomulagi skips og lýsingu. Síðan berast smíðateikningar til stofnunarinnar smátt og smátt af einstökum hlutum skipsins. Leiðrétting teikninga er gerð til samræmis við íslenskar reglur um smiði og búnað skipa. Til eru sérreglur um smíði stálfiskiskipa, súðbyrtra tré- skipa, skarsúðaðra tréskipa og glertrefja/plast- skipa. Um smíði fiskiskipa úr stáli eru til íslenskar reglur fyrir stálfiskiskip allt að 50 m lengd. Þegar um er að ræða stærri stálskip, skoðar Siglinga- málastofnun ríkisins teikningarnar með hliðsjón af reglum viðurkenndra flokkunarfélaga, en þar er um að ræða lágmarkskröfur um styrkleika bols stálskipa. íslensku stálskipasmíðareglurnar gera, í nokkrum atriðum, lítillega meiri kröfur en þessar lágmarkskröfur flokkunarfélaganna, vegna sér- stakra íslenskra aðstæðna. Til dæmis er styrking fyrir siglingu i ís innifalin í íslensku reglunum, og Siglingamálastofnunin mælir með því, að isstyrk- ing sé tekin með, ef skip eru smíðuð á grundvelli reglna flokkunarfélaga. Þá er líka um að ræða nokkra styrkingu kjalar og á miðsíðu í íslensku stálskipareglunum, einkanlega vegna misjafnra hafnarskilyrða í íslenskum höfnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar fylgjast með smíði skipa, með vélaniðursetningu, röralögnum, raf- magnskerfi, innréttingum á vistarverum, sem og öllum búnaði skips, og að lokum er skipið halla- prófað til að grundvalla endanlega stöðugleikaút- reikninga, og í reynsluferð er skipið allt og bún- aður þess prófaður endanlega, áður en það fær íslenskt haffærisskírteini og er skráð í skipaskrá. Þegar fyrirhugaðar eru verulegar breytingar á skipi, skal líka senda til Siglingamálastofnunar ríkisins teikningar af breytingum til athugunar og leiðréttingar, ef með þarf. Síðan skal tilkynnt, hvar og hvenær breytingin verður gerð, þannig að stofnunin geti haft eftirlit með breytingunum. Til breytinga á skipi telst líka, t.d. skipti á aðalvél skips, og þá er bolur undir vél oftast skoðaður sér- staklega, um leið. Við vélaskipti er einnig athugað, hvort þyngdar- breyting verður, sem haft getur áhrif á stöðug- leika. Sé einhver slík breyting gerð á skipi, þá er krafist endurskoðunar á stöðugleikaútreikningum skipsins, og endurbóta krafist, ef þörf reynist á því. Ef um er að ræða innflutning á notuðu skipi, þá skulu þau fullnægja íslenskum lögum og reglum um styrkleika, búnað og haffæri, og skal siglinga- málastjóri láta fram fara skoðun á skipi, áður en það er keypt til landsins. Siglingamálastjóri kveður síðan á um, hvort hann vilji mæla með innflutningi skips eða ekki. Hann má því aðeins mæla með inn- flutningi þess, ef styrkleiki þess og búnaður jafnast í aðalatriðum við það, sem krafist er í íslenskum lögum, og að það sé eigi eldra en 12 ára. íslensk skip eru, samkvæmt lögum, háð árlegu eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Sú skoðun skiptist í þrjá meginþætti: Bolskoðun, Vélskoðun og Búnaðarskoðun. Hvert þessara atriða skiptist svo í ýmsa sérþætti. Nefna má botnskoðun, öxul- skoðun, almenna vélskoðun, skoðun austurbún- aðar og brunavarna, rafmagnsskoðun, skoðun björgunartækja, þar með talin gúmmíbátaskoðun, skoðun fjarskiptibúnaðar, sem að mestu er fram- kvæmd af starfsmönnum Pósts- og síma, sem gefa 628 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.