Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 31
4. Yfirstjórn matsmála verði þannig, að það sé
ekki á hendi eins manns að meta það, hvort
breytingar á reglum um mat séu nauðsynleg-
ar eða skynsamlegar.
Um afurðamat.
Þegar ákveða þarf flokkunarreglur fyrir afurðir, er
það augljóst mál, að þau atriði verður að taka upp
við samningaborð eða með beinum tengslum við
markaði. Mjög óeðlilegt er, að opinber stofnun
annist slíkt. Skynsamlegast er, að samtök fram-
leiðanda standi að gerð matsreglna fyrir afurðir
eins og í reynd tíðkast í frystiiðnaði, en opinbert
mat komi inn í dæmið varðandi kröfur um hrein-
læti og hollustu svo og varðandi erlendar reglur. í
Danmörku t.d. eru matsreglur fyrir afurðir samdar
af nefnd, sem í eiga sæti sex fulltrúar atvinnulífsins
og tveir frá hinu opinbera.
íslenskt afurðamat stendur á tímamótum. Um
áratugi hafa verið í notkun aðferðir og reglur, sem
hafa þróast mann fram af manni, og enginn veit
nákvæmlega hvernig þær urðu til í upphafi. Það
má segja, að séríslensk flokkun hafi þýðingu með-
an henni er haldið óbreyttri frá ári til árs, og við-
skiptavinir ganga út frá þeim í viðskiptum. Nú
hafa aðstæður til sjós og í landi breyst svo mikið,
að gamla kerfið stenst nýjum tímum ekki snúning.
Þess vegna ber að endurskoða þessi mál með þátt-
töku hagsmunaaðilanna sjálfra.
BÓKAFREGN
Breskir togarar á íslandsmiðum
1889—1916
Komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, bók-
in: Breskir togarar á íslandsmiðum 1889—1916 eftir Jón
Þ. Þór, sagnfræðing. Þar sem Ægi barst þessi bók rétt
sem blaðið var að fara í prentun, gefst ekki tækifæri nú
til að fjalla um bókina, sem lesendum Ægis mun eflaust
þykja fróðleg lesning um sögulegt efni, sem allir er við
sjávarútveg fást hafa efalítið áhuga á.
Þótt ekki sé nema flett bókinni, þá er sjáanlegt, að
þarna er saman kominn mikill fróðleikur um upphaf
bresku togveiðanna hér við land, en höfundur telur þær
hafa hafizt 1889 en ekki 1891 eins og sagnfræðingar hafa
hingað til haft fyrir satt.
Þá eru sjónarmið Jóns Þ. Þór nokkuð önnur um Fisk-
veiðideilurnar 1896—97 en almennt gerist og þá ekki síð-
ur um dansk-brezka samninginn 1901 og mun áreiðan-
lega mörgum þykja forvitnilegt að kynnast sjónarmiðum
Jóns, sem hann rökstyður mjög rækilega.
Þá eru í bókinni kaflar um veiðisvæði brezku togar-
anna á árunum fram að 1894 og siðan frá 1894—1916 og
úthaldið og aflabrögðin og fylgja þessum köflum kort og
töflur yfir heildaraflabrögð brezku togaranna á tímabil-
inu 1904—1916.
Þá fjallar Jón um dönsku landhelgisgæzluna og einnig
þar fer hann aðrar götur en menn hafa almennt farið í
skrifum um dönsku gæzluna. Það má kannski segja svo,
að það sé athyglisvert og Jón ríði þar á vaðið, að nú eru
að vaxa upp sagnfræðingar, sem ekki eru þungt haldnir
af Danahatri heldur reyna að gera sér grein fyrir málum
með tilliti til tímans, sem um er að ræða og allra að-
stæðna. Það er vissulega ánægjulegt að kynnast bók um
þessi hjartans mál okkar íslendinga, fiskveiðideilur
og framkomu Dana og þó einkum Breta í þeim efnum,
þar sem höfundur heldur rósemi sinni og reynir að ræða
málin hlutlaust og stjórnast ekki af blindu hatri á þess-
um þjóðum, og heldur þó vel á málstað okkar íslend-
inga. Þá er kaflinn um samskipti brezku togaramann-
anna við landsmenn athyglisverður.
Bók Jóns Þ. Þór skiptist í sjö meginkafla og margar
undirgreinar eða sem hér segir:
Aðfararorð. Viðfangsefni og markmið. Heimildir. Fyrri
rannsóknir.
I. kafli
Aðdragandi og fyrstu tilraunir brezkra skipa til
botnvörpuveiða við ísland. Brezk gufuskip hefja veiðar
á íslandsmiðum. Veiddu brezk gufuskip með botnvörpu
á íslandsmiðum sumarið 1889? Landhelgi íslands árið
1889 og fyrstu lög um bann við botnvörpuveiðum....
Framhald á bls. 654.
ÆGIR —639