Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Síða 35

Ægir - 01.12.1982, Síða 35
Bolli Héðinsson hagfræðingur: HAFRANNSÓKNASTOFNUN — vísindastofnun á villigötum? Hvers er það að taka ákvörðun um hámarks- afla á íslandsmiðum ár hvert? Ákvörðun sem er í hæsta máta pólitísk, enda varðar hún efnahag þjóðarinnar stórkostlega það árið. Er vísinda- stofnun á náttúrufræði- sviði þess umkomin að meta efnahagslegar af- leiðingar tillagna sinna? Spurningar þessar urðu áleitnar eftir ágætan fund rannsóknarmanna Hafrannsóknastofnunar- innar með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi, sem haldinn var hinn 1. desember s.l. í boði sjávarút- vegsráðherra. Ef við veltum fyrst fyrir okkur spurningunni um hvers það sé að taka ákvörðun um hversu mikið skuli veiða þá munu flestir sammála um að valdið til þess eigi að vera í höndum sjávarútvegsráð- herra. Sá sem ákvörðunina tekur, getur að sjálfsögðu leitað til sérfræðinga, sem þar gegna mikilsverðu hlutverki til leiðbeiningar, svo hann þekki hverjar afleiðingar einstakar ákvarðanir hans geta haft. En ráðherrann verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgðina af ákvörðunum sín- um, þeirri ábyrgð á hann ekki að geta komið yfir á aðra. Ákvörðunin sem ráðherrann stendur frammi fyrir er tvíþætt. Annarsvegar ákvörðun um vöxt og viðgang fiskstofnanna og hinsvegar um efnahags- legar afleiðingar ákvörðunar um afla er hann legg- ur til að veiddur skuli. Það er ráðherrans að ákveða hér hvaða blanda sé heppilegust miðað við þau pólitisku markmið sem hann keppir að. Ráðgjafarstofnunin Hafrannsóknastofnun get- ur upplýst ráðherrann um afleiðingar einstakra ákvarðana hvað náttúrufræðina snertir og sett upp fyrir hann valkosti þar sem tilgreindar eru nokkrar ákvarðanir og hvaða afleiðingar þær hefðu í för með sér fyrir fiskstofnana. Síðan gæti ráðherrann kallað til sérfræðinga i efnahagsmálum t.d. frá Þjóðhagsstofnun og beðið þá um að segja sér fyrir um efnahagslegar afleiðingar einstakra valkosta. Að fengnum þessum upplýsingum á ráðherrann að vera í stakk búinn til að taka ákvörðun um hvaða veiðimagni hann helst mælir með og er það eins og fyrr sagði að sjálfsögðu einungis í anda þeirra póli- tísku markmiða er hann telur sjálfan sig vera að berjast fyrir. Það sem ég hér hef lýst er e.t.v. fyrst og fremst fræðileg útlistun á þvi hvernig gangur mála ætti að vera við ákvörðun hámarksafla hvert ár. Sú niður- staða sem komist væri að eftir ferli sem þessum væri þá að öllu leyti rökrétt í ljósi þekktra for- sendna. Svo virðist hinsvegar sem Hafrannsókna- stofnunin hafi verið á þeirri braut í allmörg ár, að jafnframt því sem að segja fyrir um og skilja nátt- úrufræði sjávarins og þess lífs er þar þrífst, þá hafi stofnunin einnig tekið að sér hlutverk efnahagsráð- gjafans, Hafrannsóknastofnuninni til verulegs tjóns. Því slikt býður uppá að ráðmenn hengi sig í tölur Hafrannsóknastofnunarinnar, þær er hún hefur lagt til, og koma sök yfir á stofnunina ef illa tekst, eins og Hafrannsóknastofnunin sé ákvarð- anatakandi í þessu máli. Hafrannsóknastofnunin hefur þar með gert sjálfa sig að þeim blóraböggli er stjórnmálamenn gjarnan vilja hafa til að firra sig ábyrgð. Slikt getur aldrei orðið vísindastofnun til framdráttar. Við mat á hinum efnahagslegu valkostum á rannsóknarstofnun á sviði náttúrufræði hvergi að koma nærri, vilji ráðamenn slíkt mat, ber þeim að leita eftir því annarsstaðar. Hafrannsóknastofnunin hefur allt of mikils- verðu hlutverki að gegna sem hagnýt visindastofn- un til að hún geti flækt sér í dægurmál á sviði stjórnmálanna, enda hlýtur slíkt að rýra álit henn- ar sem vísindastofnunnar. Þetta þýðir ekki að Haf- rannsóknastofnun geti ekki látið frá sér heyra á opinberum vettvangi til að kynna hvaða valkosti þeir í raun ,,bjóða“ ráðamönnum uppá, þó ekki væri nema fyrir þá sem fylgjast vilja með efna- hagslegum og náttúrufræðilegum möguleikum þjóðarinnar í nútíð og framtíð ÆGIR — 643

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.