Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1982, Page 50

Ægir - 01.12.1982, Page 50
gerð OM 355, sex strokka fjórgengisvélar, sem skila 147 hö við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr beintengdan Stamford riðstraumsrafal af gerð MC 40 B, 96 KW (120 KVA), 3x380 V, 50 Hz. í skipinu er olíukyntur miðstöðvarketill frá KTK af gerð OT WS, afköst 50000 kcal/klst. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord af gerð H-440-160 EGS, snúningsvægi 3600 kpm. Skipið er búið tveimur vökvadrifnum hliðar- skrúfum frá Ulstein af gerð 24 T, 150 ha að framan og 200 ha að aftan. Hliðarskrúfur eru 4ra blaða með fastri stigningu, þvermál 1000 mm, og knúnar háþrýstivökvamótorum frá Brueninghaus af gerð 732 DX-8000. í skipinu eru tvær olíuskilvindur frá Alfa Laval, önnur af gerð MAB 103 B-24 fyrir brennsluolíu og hin af gerð MAB 104 B-24 fyrir smurolíu. Ræsiloft- þjöppur eru tvær frá Espholin af gerð H 2, afköst 10 m3/klst við 30 kp/cm2 þrýsting hvor þjappa. Fyrir vélarúm og loftræstingu véla eru tveir raf- drifnir blásarar frá Semco. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir raf- mótora og stærri notendur, en 220 V riðstraumur til ljósa og almennra nota í ibúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir 23 KVA spennar 380/220 V. Rafal- ar tengjast samkeyrslubúnaði. í skipinu er land- tenging. Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk af gerð Soundfast, aflestur í vélarúmi. í skipinu er fersk- vatnsframleiðslutæki frá Atlas af gerð AFGU 1, af- köst 2.5 tonn á sólarhring. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. íbúðir eru hitaðar upp með vatnsmiðstöð (mið- stöðvarofnum) sem fær varma frá kælivatni aðal- vélar og/eða olíukyntum katli. íbúðir eru loft- ræstar með rafdrifnum blásurum frá Semco. Tvö vatnsþrýstikerfi frá Grundfoss eru fyrir hreinlætis- kerfi, annað fyrir sjó en hitt fyrir ferskvatn, stærð þrýstigeyma 135 og 85 1. Fyrir hliðarskrúfur er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með geymi og tveimur áðurnefndum véldrifnum dælum, sem drifnar eru af aðalvél um deiligír. Fyrir vindur, kraftblakkar- og fiskidælubúnað er sjálf- stætt vökvaþrýstikerfi með geymi og áðurnefndum véldrifnum dælum, sem drifnar eru af aðalvél um deiligir. Auk þess eru sex rafdrifnar Vickers vökva- þrýstidælur, sem aðaldælur og til vara fyrir vindur, kraftblakkar- og fiskidælubúnað. Stýrisvél er búin einni rafdrifinni vökvaþrýstidælu. Fyrir RSW-kæligeyma er ein Sabroe kæliþjappa af gerð CMO 18, drifin af 34 KW rafmótor, kæli- miðill Freon 22. íbúðir: í íbúðarými undir neðra þilfari eru þrír 2ja manna klefar. í ibúðarými á neðra þilfari er fremst b.b.-megin borðsalur, en þar aftan við eldhús, vélarreisn, matvælageymsla, einn eins manns klefi og aftast 2ja manna klefi. Fremst s.b.-megin er sjó- klæðageymsla, þá vélarreisn, þrír eins manns klefar og aftast 2ja manna klefi. Fyrir miðju eru fremst tveir salernisklefar, þvottaherbergi með tveimur sturtum, geymsla, þurrkklefi og aftast einn 2ja manna klefi. í þilfarshúsi á efra þilfari er íbúð skipstjóra sem skiptist í setustofu, svefnklefa og snyrtingu, einn eins-manns klefi með snyrtingu, auk þess sturtu- klefi og salernisklefi. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með plasthúðuðum spónaplötum. Fiskilest, milliþilfarsrými: Lestarými undir neðra þilfari skiptist á eftirfar- andi hátt: Fremsta lest, sem er kassalest; miðlest og aftasta lest sem eru búnar sem RSW-geymar. Tveimur aftari lestum er hvorri skipt með lang- skipsþilum úr stáli i þrjá geyma, sem búnir eru sjó- kælingu. Kæligeymar eru einangraðir með plasti og klæddir með stálplötum, en kassalest er óein- angruð. Kælileiðslur eru í lofti og botni geyma. Aftari hluta milliþilfarsrýmis er unnt að nota sem lest og er mögulegt að skipta rýminu i hólf með ál- uppstillingu. Umrætt milliþilfarsrými er jafnframt útbúið fyrir netaveiðar svo og fiskaðgerð og meðhöndlun á fiski. Framarlega í milliþilfarsrými, s.b.-megin, er síðulúga fyrir netadrátt, en aftarlega, s.b.- og b.b.- megin, eru síðulúgur fyrir netalagningu. í milliþil- farsrými hefur verið komið fyrir fi^kmóttöku með hallandi botni, aðgerðarborði, þvottakeri og færi- bandi sem flytur síðan að einstökum geymum. í fremri hluta milliþilfarsrýmis er ísgeymsla b.b.- megin, en s.b.-megin er klefi fyrir raf-/vökva- þrýstikerfi vindna. Á kassalest er eitt lestarop (2000 x 2000 mm) með stállúguhlera. Á hverjum kæligeymi er eitt lestarop (2500 x 1600 mm) búið stállúguhlera með fiskilúgu. Á efra þilfari, upp af lestarlúgum á neðra þilfari, eru þrjár losunarlúgur, ein fyrir hverja lest, með lúguhlerum úr áli sem búnir eru fiskilúgum. 658 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.