Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Síða 24

Ægir - 01.04.1984, Síða 24
frjálsar eða inni í bandvefshylkjum, sem hýsillinn (fiskurinn) myndar utan um þær. Virðist vera mun meira af slíkum lirfum í hylkjum í eldri fiskum, en þeim yngri. Lirfurnar eru nokkurs konar fangar fisks- ins í hylkjunum og losna ekki úr þeim fyrr en þau veikjast við meltingu eða rotnun (Scott & Black 1960; Odense 1979). í þorski eru lirfurnar yfirleitt mjög mismunandi að lengd og eftir því sem fiskurinn verður stærri, finnast stærri lirfur í honum. Bendir þetta sterklega til þess að þær séu misgamlar og þorskurinn fái þær stærstu í sig við að éta annan sýktan fisk. En þær smærri fái þorskurinn yið að éta krabbadýrin. Tilraunir með endursýkingu á þorski hafa einnig sýnt að stór hluti lirfanna gat losað sig úr fyrri hýsli og komið sér fyrir í holdi nýja hýsilsins (Scott 1954; Templeman et. al. 1957). Ahrif hitastigs á selorma í ræktunarvökva eða í fiskholdi hafa verið könnuð af K. Ronalds (1960), kanadískum vísindamanni. Kom þá í ljós að kjörhita- stig fyrir selormslirfur eru á bilinu -2.5°C til 35°C og við 0°C lifðu lirfurnar í allt að 152 daga. Petta var þó háð stærð lirfanna að nokkru, minnstu lirfur þoldu erfiðustu hitaskilyrðin best, en þær stærstu voru við- kvæmari. Selormslirfur boruðu sig hvað örast inn í fiskvöðva í ræktunarvökvanum við 15°C. Þær sækja í hita allt að 35.5°C en forðast staði með hærri hita en það. Hreyfing þeirra eykst einnig í takt við hita- aukningu upp að þessu marki. í maga sela er að finna lirfur og kynþroska orma P. decipiens. Sýkingartilraunir á selum hafa sýnt fram á að í maga selanna, þroskast 3. stigs lirfurnar, sem ber- ast í selinn úr fiski, í 4. stigs lirfur og síðan í kynþroska orma. Tvenn hamskipti þarf til, svo kynþroska sé náð, en það eru 3. og 4. hamskipti ormsins. Þriðju hamskipti fara fram á 2.-5. degi og þau fjórðu á 5.-15. degi eftir sýkingu selsins. Kynþroska einstaklingar koma fram á 15.-25. degi eftir sýkingu selsins. Eggjaframleiðsla kvenorma hefst svo á 21. degi og varir í 15-45 daga. Þetta er þó mismunandi eftir selategundum, en ofangreindar tölur eiga við landsel. Hjá útselum eru hliðstæðar tölur um upphaf og framvindu eggjaframleiðslu 19 og 20-60 dagar. Meðalfrjósemi kvenorms í landsel er 156 þús. egg og í útsel 356 þús. egg. Tilraunir með endursýkingu sela leiddu í ljós að dánartala hring- orma er að jafnaði hærri í landsel en útsel. Ævi kyn- þroska orma reyndist vera 75-80 dagar. Auk þess kom fram að stærð kynþroska orma varð meiri í útsel en í landsel. Meðallengd þeirra er sem hér segir: Kvenkyn Karlkyn íútsel 82.1 mm 64.4 mm ílandsel 60.8 mm 54.3 mm (McClelland 1980 a og b). Talið er að lirfurnar taki ekki til sín fæðu á virkan hátt í millihýslunum. Þegar þær eru komnar í sels- maga eða við tilsvarandi skilyrði, virðast þær taka til sín næringu rétt á undan hamskiptum og eru þá mun hreyfanlegri en venjulega (Davey 1969 & 1971). Davey og Kan (1967) hafa lýst gerð kútikúla (hams) ormsins vefjafræðilega og sýnt fram á að hormónar sem verka á taugakerfi ormsins setja af stað hamskiptin. Auk þess er hægt að koma af stað hamskiptum með hormóni er nefnist „juvenile insed hormone" og hliðstæðu nýmynduðu efni (Davey & Sommerville 1974). Við könnun á því hvað þarf til að vekja lirfurnar af dvalanum í fiskholdinu og fá þær til að hafa hamskipt* og þroskast í kynþroska orma, kom í ljós að til þess þurfti að setja fiskinn, ásamt lirfum, í stuðpúðalausf með pH 2.2 við 37°C hita. Ef meltingarhvatanum pepsín er bætt við, ganga losunin og hamskiptin mun fljótar fyrir sig. Tókst á þennan hátt að fá lirfur til að þroskast og verða kynþroska á svipuðum tíma og ger' ist í selsmaga, enda tilraunaskilyrðin ekki ólík umhverfi hans (Grainger 1959; Townsley et. al- 1963). Lítið er vitað um „náttúrleg" dauðsföll selormsins- Ef að líkum lætur, fer mikið af eggjum og 2. stigs lirfum forgörðum í sjónum. Einnig er dánartala lirfa í millihýslum óþekkt. Ævi selormslirfanna í fiskinufU kann að vera löng, hugsanlega svo skiptir árum. Til' raunir haf sýnt það, að við 0°C í sjó, þá lifa lirfurnar nýklaktar úr eggi í 90-120 daga, við 5°C í 140 daga- við 17°C í 6 daga og við 20°C í 24-48 klst. (McClelland 1982). Dánatala orma í meltingarvegi sela hefur verið nokkuð könnuð og kom í ljós að 9% orma náðu 35-4 daga aldri í landsel, en 48% selorma náðu 35-50 dag'1 aldri í útsel. Einnig barst talsverður fjöldi selorma úl úr selnum með saur og hreinsuðust selirnir smátt og, smátt af ormi á þennan hátt, þ.e.a.s. selormarnú drápust og bárust út dauðir og lifandi. Endursýkingu þurfti því til, ef halda átti stöðugri selormarækt íse unum, sem tóku þátt í tilrauninni. Eftir mikla og lang varandi sýkingu af selormi, virtust selirnir fá nokkuf^ konar ónæmi gegn ormunum, sem lýsti sér þanmg 3 192-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.