Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1984, Page 34

Ægir - 01.04.1984, Page 34
Sævar Ólafsson, nemandi í Stýrímannaskólanum: Hámeraveiðar Fólk hváir við þegar þær eru nefndar. „Hvað er nú það“?, er spurt, enda ekki nema von því þessar veiðar eru ekki stundaðar hér við land í dag. Sama var uppi á teningnum hér áður fyrr. Menn voru að róa út á firðina til fiskjar á smábátum, og lentu þá oft í því að hámerin hékk á fiskinum hjá þeim og klippti síðan við borðstokkinn. Þá hröðuðu menn sér oft á tíðum til lands, enda á smáum bátum og há- merin þótti kynja-dýr, slægvitur og illkynjuð. Sumir sögðu að hún væri með heitt blóð á öðru fallinu en kalt á hinu og eru lýsingar á dýrinu eftir því. Þetta er nú dregið í efa, en hún er blóðrík og mjög spretthörð. Vísindamenn hafa hingað til ekki haft tækifæri til þess að rannsaka þetta. Það er kannski tímanna tákn. En það er ekki ósennilegt að jafn stór og blóðríkur fiskur sé nokkuð heitari en sjórinn umhverfis, og ætti ekki síst að bera á því í köldum höfum. En síðar fóru menn að fá nánari fregnir af dýrinu, bæði frá Norðmönnum og Færeyingum og hættu að róa til lands þó hámeri væri á svæðinu. Ekki var hún veidd á árum áður, en slæddist við og við á öngla landsmanna, og þá sennilega lúðu og há- karlakróka. Hún þótti hættuleg viðureignar á smá- bátum, því hún lét illa er verið var að aflífa hana og dýrið er mjög öflugt. Ef sigurnaglalaus ífæra var notuð, gat hún snúið henni svo hart, að ífærubandið vafðist um úlnlið manna. Ekki þótti hún neinn sældarmatur en hún var hert og söltuð. Roðið var notað í skó og hryggurinn í göngustafi, og eru það mjög fallegir gripir og eiguleg- ir. Einstaka liðir hans voru notaðir í sparlaka-hringi (rekkjuvoðir). Frekar eru nú heimildir um hámerina af skornum skammti, og eru aðallega um útbreiðslu hennar og lýsingu á dýrinu sjálfu. Flestar heimildir mínar hef ég frá föður mínum, Ólafi Davíðssyni, en hann stundaði hámeraveiðar frá Tunguþorpi við Tálknafjörð um 1960. Við skulum aðeins líta á heimildir um hámerina. 1 hámeraættinni eru stórir úthafs- og uppsjávarfiskat' sem flækjast víða upp að meginlöndum. í NA-At' lantshafi og í Miðjarðarhafi þekkjast þrjár tegundif og finnst ein þeirra, hámerin, á Islandsmiðum. Ha11 er straumlínulaga og rennilegur háffiskur, með keiD' myndaðan haus, stutta trjónu og stór augu. Ekki ólík túnfiski. Hún er undirmynnt, kjaftstór og með þrl' hyrndar oddhvassar tennur, eins í báðum skoltum> þrefalda röð. Bolur er gildur og stirtlan mjög aftuf' mjó og kilir á hliðum hennar. Bakuggar eru tveir og sá fremri mjög stór. Sporðblaðkan er mjög stór og næstum hálfmánalaga. Hámerin er dökk-blágrá eU samt mjög misgrá. Hún er ljós á kvið. Sumar eru aHaf smádílóttar. Þessir dílar eru dökkir, eins og fingur' gómar að stærð. Reglulega fallegar skepnur. Hámerin getur náð 4-6 metra lengd en er oftast utf 2 til 3 metrar. Hún ú lifandi unga, oftast fjóra í einu og eru þeir um 50-60 cm langir. Sennilega gýtur hún a sumrin. Menn töldu að hámerin elti síldina þegar hún kou1 upp að landinu, og fylgdi henni síðan aftur til hafsll veturna og þá suður á bóginn. Veturinn 1890 eða uu1 það leyti rak hana dauða í hópum með öllum fjöruu1 í Landeyjum og undir Eyjafjöllurn. Síðan hefur htl borið á henni við Vestmannaeyjar, en áður var huu þar tíð, jafnvel á vetrarvertíð. Hún hefur lítið verið veidd, og hefur frekar veö talin plága og einkum í veiðarfærum eins og línu netum. ítalir og Frakkar éta hana þó með góðri lyst. Nof menn hafa veitt talsvert af hámeri á reklínu, bæð' heimamiðum og við Kanada. Einnig var hún veid Norðursjó og við Orkneyjar er sagt í fiskabókinm- Faðir minn ræddi við Færeying sem stundaði þessa| veiðar við Færeyjar um 1960. Þar veiddu Færeying1 hana í röstum á laglínu. Þeir lögðu línuna allta botn, og voru með um 100 króka á og fiskuðu nu^' 202-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.