Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1984, Side 36

Ægir - 01.04.1984, Side 36
Hámerina veiddu þeir á 10 faðma dýpi og hún tók aðeins á fallaskiptunum. Bátarnir sem réru frá Patreksfirði, réru nærri ein- göngu að Blakknum, en það voru 8 til 10 bátar af svip- aðri stærð. Einnig höfðu sumir snurvoðabátarnir þann háttinn á, að þeir tóku einn túr á hámerina eftir að snurvoða- veiðunum lauk. Þetta voru um 20 tonna bátar. Þeir réru með flotlínu í Látraröstina og létu reka yfir hana um eina sjómílu frá landi og voru með um 20 til 30 króka á. Þeir reyndu að stilla inn á það að vera í mesta- straumnum, við fallaskiptin, og ef það heppnaðist þá raðaði hámerin sér oft á. Ekki þýddi fyrir þá að inn- byrða línuna fyrr en þeir voru komnir í gegnum röst- ina, því það fór allt saman hjá þeim ef margar há- merar voru á. Einn báturinn lagði eitt sinn 20 króka og fékk á þá alla. Oft voru þeir með mjög góðan afla, en svo komu líka túrar sem ekkert gáfu. Það þótti rnikið ævintýri að taka þátt í hámeraveið- unum og mikið líf var í kringum þær. En vendum nú kvæði okkar í kross. Faðir minn vann sem prentari á Þjóðviljanum, en í byrjun apríl 1961 kaupir hann lítinn súðbyrðing sem var smíðaður í Njarðvík þá um veturinn. Hann var 2,5 tonn og hlaut nafnið Donni KÓ-1. Eins og við vitum þá vinna dagblaðaprentarar á nóttunni, og var hann að skjót- ast með handfæri fram fyrir Gróttu á bátnum dag og dag að lokinni vinnu, en á þessum árum var góð veiði á þessum slóðum. Hann er síðan laus úr prentinu um miðjan maí og siglir þá vestur á Tálknafjörð, en hann er þaðan. Þaðan réri hann síðan með handfæri um sumarið og var góður afli. Því háttaði þannig til eina helgina um miðjan ágúst, að ekki var tekið við fiski. Þá kynntist hann hámera- veiðunum fyrir hreina tilviljun. Þetta var á laugar- degi, blíðskapar veður og ekki hægt að róa fyrr en daginn eftir. Hann fær þá lánaðan einn hámerakrók hjá kunningja sínum og siglir síðan út að Kóp, og uppundir Kópaflöguna, sem er vel djúpt að. Þarkast- aði hann út króknum og beitti heilli síld. Hann hafði IVi faðm af grannri keðju ofan við krókinn og síðan tók færið við. En nú sat allt fast, og taldi hann það botn. En síðan losnaði á því og var greinilegt að hámeri var á. Há- merin lét mjög illa og tók rúma klukkustund að ná henni upp að lunningu. Þá kom í ljós af hverju há- merin lét svona. Hún hafði gleypt krókinn niður í maga, og var aðeins lítill keðjustubbur upp úr henni. Hámerin hefur því ærst af sársauka þegar krókurinn sat í henni. En nú átti eftir að vinna á skepnunni, og tók það um klukkustund og var hún nú bundin vel upp, en enginn útbúnaður til þessara verka var um borð. Meðan á þessu stóð rak hann frá Flögunni, inn Pat- reksflóann og frá landinu og var hann kominn vel á móts við Kópavíkina þegar merin var unnin. Bar þá að trillu er hét Klukkutindur, og voru það 3 sunnanmenn sem stunduðu færaveiðar fyrir vestan á sumrin í sumarfríum sínum. Þeir höfðu séð til hans i langan tíma, þar sem þeir voru að dorga aðeins utar, og undruðust háttarlag mannsins um borð, þar sem hann ataðist í skuti bátsins, og var yfirleitt hálfur yfír lunninguna. Þeir héldu að hann væri með í skrúfunm og datt ekki í hug hámeri, því þeir vissu að þetta var færabátur. Þeir urðu því hálf hissa er þeir sáu skepn- una. Buðust þeir til að hífa hana um borð hjá sér og koma henni í land því enginn útbúnaður til slíks var um borð í Donna. Það var afþakkað og kvaðst karl koma henni sjálfur í land. Það er nú einu sinni þannig að stór hluti veiðanna er augnablikið, þegar lagst er að með fenginn hlut. Buðust þeir þá til að aðstoða hann við að innbyrða dýrið, og var það þegið. Tveir þeirra fóru um borð i Donna og eftir töluvert umstang náðist hámerin inn- byrðis. Þakkaði hann nú þessum heiðursmönnum, sem síðar urðu góðir kunningjar hans, fyrir aðstoðina- Nú hélt hann til Tunguþorps þar sem hann losnaði við hámerina og fékk fyrir hana verð, sem samsvaraði verði á 600 kílóum af þorski. Hámerin var 150 kíló, frekar grönn, en löng. En nú var neistinn kveiktur. Hann varð sér úti um hámera-línu og það sem viðkom henni og útbjó bát- inn sem best hann mátti. Lítuin nú aðeins á veiðarfærin og annað er viðkom þessu. Þeir notuðu flotlínu og var bara dreki á öðrum endanum. Straumurinn sá síðan um að halda línunru réttri. Sérstakt hnakkaból og færi voru á drekanum svo auðveldara væri að ná honum. En á hinu færinu frá drekanum kom fyrst ból. Notaðir voru svartu tjörubelgir. Úr þessu bóli var síðan 15 faðma tóg 1 næsta ból og var það lengdin á milli bátanna. Lagði hann yfirleitt 6 til 8 ból og var hægt að losa hvert ból um sig frá línunni. Neðan í hverju bóli var 6 til 7 faðma slóði. Þar fyrir ofan kom krókurinn sem vaf snöggtum stærri en lúðukrókur. Þá kom aftur sigut' 204 - ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.