Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1984, Side 41

Ægir - 01.04.1984, Side 41
SKIPSTAPAR OG SLYSFARIR Haförn SH122 ferst á Breiðafírði Mánudaginn 31. október 1983, fórst „Haförn“ SH 122, er hann var á heimleið úr skelfiskróðri. Var bát- urinn á leið grunnt vestan við B j arnareyj ar þegar brot reið yfír hann. Náði báturinn ekki að rétta sig við áður en annað brot kom, slengdi honum á hliðina og sökk hann skömmu síðar. Þremur skipverjum af sex tókst að komast í gúmmí- björgunarbát, en hinir fórust með öátnum. f“egar atburðurinn gerðist var hvöss v'estanátt með éljagangi og mikið brim. Rak björgunarbátinn með mönnunum þremur að eynni „Lón“ og tókst tveimur þeirra að komast upp á sker, en sá þriðji ^arst með björgunarbátnum upp í eyjuna sjálfa. Tveir bátar voru skammt frá þeim stað er slysið varð og komu fljótlega á vettvang, en gátu ekkert aðhafst mönn- Ur>um til bjargar, sökum brims og grynn- lnga. Að tveimur tímum liðnum, frá því síysið varð, tókst þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF „Rán“, að bjarga þeim er til lands höfðu náð. ^leð „Haferninum“ fórust: Kristrún Ósk- arsdóttir, Sundabakka 14, Stykkishólmi, fedd 20. september 1947. Gift og lætur eftir sig tvö börn. fngólfur Steinar Kristinsson, Sundabakka Stykkishólmi, fæddur 28. janúar 1963. L$tur eftir sig unnustu, dóttur Kristrúnar Óskarsdóttur. Petur Jack, Lágholti 2, Stykkishólmi, feddur 21. september 1950. Kvæntur og !ætur eftir sig þrjú börn. peir sem björguðust af „Haferninum“ v°ru Gunnar Víkingsson, skipstjóri, Ragnar Berg Gíslason, stýrimaður og pétur Sigurðsson, háseti. „Haförn" SH 122 (ex Ófeigur III. VE), var 88 brl. að stærð, byggður í A.-Þýska- landi 1959. Eigandi var „Rækjunes“ h/f, Stykkishólmi. Ingólfur Steinar Kristinsson Kristrún Óskarsdóttir PéturJack Haförn SH 122 ÆGIR-209

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.