Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Síða 38

Ægir - 01.02.1985, Síða 38
ÍSLENSKA VORGOTSSÍLDIN 1. Aflinn Afli úr íslenska vorgotssíldar- stofninum var mjög lítill fram yfir 1950. Þessi stofn hrygndi við suðurströnd íslands í mars og gekk síðan í ætisleit norður fyrir land á sumrin. Þegar síldveiði- tæknin breyttist við lok 6. ára- tugarins og farið var að nota bæði kraftblökk og astic við síldveið- arnarjókst afli úr þessum stofni til mikilla muna og náði hámarki árið 1962 en þá veiddust um 280.000 tonn af íslenskri vorgots- síld. Næstu ár þar á eftir minnk- aði aflinn hröðum skrefum eins og sýnt er á 14. mynd. 2. Stærö stofnsins Eins og sýnt er á 14. mynd stækkaði þessi síldarstofn mjög* ört á tímabilinu 1952-1958. Upp úr 1960 hrundihann hins vegar á örfáum árum. Stofninn stækkaði ört upp úr 1952 vegna þess að veiðar voru þá mjög hóflega stundaðar svo og vegna þess að í stofninn bættust þá margir góðir árgangar. Á þessu varð mikil breyting um og upp úr 1960, þá jukust veiðarnar að miklum mun og samtímis klöktust út margir lélegir árgangar í röð. Þetta tvennt olli hruni stofnsins. Erfitter að greina milli þess hvort hin breytta nýliðun var því að kenna að árferði á íslandsmiðum ger- breyttist um og upp úr 1965 eða hvort hér var um að kenna hreinni ofveiði. Eftir að stærð hrygningarstofnsins fór niður fyrir 200.000 tonn virtist hann ekki geta af sér góða árganga. Þetta skeði um það leyti sem árferði versnaði á íslandsmiðum og það er meðal annars þess vegna sem erfitt er að greina hér orsök og afleiðingu. Sennilegt er að líta verði á íslensku vorgotssíldina sem hluta norsk-íslensku síldar- innar eða þeirrar síldar sem á erlendum málum er venjulega kölluð Atlanto-Scandian síld. íslenska vorgotssíldin lifir við ystu mörk útbreiðslusvæðis norsk- íslensku síldarinnar. Venjulega er íslenski vorgotssíldarstofninn mjög lítill hluti allsherjarstofnsins en getur þó náð talsverðri stærð þegar árferði er mjög gott á íslandsmiðum. Ólíklegt er að þessi síldarstofn nái sér eftir hrunið mikla fyrr en norsk- íslenska síldin fer að ganga aftur á íslandsmið og eitthvað af henni verður hér eftir til vetrardvalar og hrygnir. 14. mynd. íslenska vorgotssíldin: A: Aflinnfrá 1950-1971. B: Tdrygningarstofn (heil lína) og fiskveiðidánarstuðull (brotin lína). 86-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.