Ægir - 01.02.1985, Side 54
NÝ FISKISKIP
Á s.l. ári bættust við flotann þrjú ný fiskiskip,
smíðuð í Póllandi. Fyrstu tvö skipin, Gideon VE og
Flalkion VE, voru smíðuð fyrir Vestmannaeyinga en
hið þriðja, Jökull SFI, fyrir Ólafsvíkinga. Skipin eru
systurskip, smíðuð eftirsömu teikningu, en ákveðin
frávik eru í búnaði Jökuls frá tveimur fyrri.
Skipin eru smíðuð hjá skipasmíðastöðinni Stocz-
nia Polnocna i.m. Bohaterow Westerplatte í
Gdansk. Skipin eru sérstaklega smíðuð til togveiða
með skuttogarafyrirkomulagi en eru jafnframt búin
til annarra veiða. Þar sem Gideon og Flalkion eru
búin sama véla- og tækjabúnaði, auk þess að vera í
eigu sama fyrirtækis, verður sameiginleg umfjöllun
um þessi tvöskip íþessu tölublaði. Lýsingsem hérfer
á eftir á við hvort skipið sem er. Gideon og FLalkion
eru í eigu Samtogs s.f. í Vestmannaeyjum. Fram-
kvæmdastjóri útgerðar er Gísli Jónasson.
Almenn lýsing
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Lloyd's Register of Shipping í flokki V
100 Al, Stern Trawler, lce Class 3, >5 LMC. Skipiðer
tveggja þilfara fiskiskip með perustefni, gafllaga
skut, skutrennu upp á efra þilfar og stýrishús á reisn
framanti I á efra þi Ifari og er bú ið ti I tog- og nótveiða-
Mesta lengd ............................ 32.73 m
Lengd milli lóðlína .................... 29.00 m
Breidd .................................. 8.00 m
Dýpt að efra þilfari .................... 6.32 m
Dýpt að neðra þilfari ................... 4.00 m
Eiginþyngd ............................... 391 t
Særými (djúprista 3.95m) ................. 578 t
Burðargeta (djúprista 3.95m) ............. 187 t
Lestarrými ............................... 189 m3
Brennsluolíugeymar ...................... 46.5 m3
Daggeymir ................................ 3.1 m3
Ferskvatnsgeymar......................... 22.3 m3
Sjókjölfestugeymir ....................... 5.8 m3
Ganghraði (reynslusigling) .............. 10.9 hn
Rúmlestatala ............................. 222 brl.
Gideon VE 104
Gideon VE 104 kom til heimahafnar sinnar 22.
marz á s.l. ári og er smíðanúmer B277/1 hjá stöð-
inni. Skipið ber skipaskrárnúmerið 1651. Skipstjóri
á Gideon VE er Helgi Ágústsson og 1. vélstjóri
Bergvin Fannar Jónsson.
Halkion VE 105
Halkion VE 105 kom til heimahafnar sinnar 5-
maí á s.l. ári og er smíðanúmer B277/2 hjá stöðinn1;
Skipið ber skipaskrárnúmerið 1652. Skipstjóri n
Halkion VEer Atli Sigurðssonog 1. vélstjóri Sigurþór
Óskarsson.
Gideon í reynslusiglingu.
Halkion VE við bryggju í Vestmannaeyjum.
102-ÆGIR