Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1985, Side 30

Ægir - 01.03.1985, Side 30
Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri: Framleiðsla og sala lagmetis S.L. 1984 Útflutningur á vegum Sölu- stofnunar lagmetis á árinu 1984 jókst frá árinu áður. Út voru flutt tæplega 3000 nettó tonn, sem var um 9% aukningfráárinu 1983 og er verðmætishækkunin 26% frá fyrra ári í íslenskum krónum. Alls voru fluttar út 18 tegundir lagmetis, sem voru framleiddar í 8 verksmiðjum. Nokkrar nýjar tegundir komu til útflutnings á árinu og eru það smokkfiskur, reyktur silungur, pöstur o.fl. Heildarútflutningur ársins 1984 er sá mesti, sem verið hefur frá upphafi S.L. Árið 1977 flutti S.L. út 1300 nettó tonn og hefur útflutningurinn því rúmlega tvö- faldast síðan, en verulegur stíg- andi ísölunni hófstþóekkifyrren á árunum 1981 og 1982, þegar skriður komst á sölu á niðursoð- inni rækju. í áætlun fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir að selja a.m.k. 4100 nettó tonn og virðist það mat raunhæft eftir aðstæðum nú. Talsvert hefur verið unnið að þróun nýrra vörutegunda hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og lagmetisiðjunum, einkum í þeim verksmiðjum, sem hafa matvælafræðinga í þjónustu sinni. Áhugi er hjá framleið- endum á því að ráða matvæla- fræðinga til starfa, enda koma helst nýþróaðar vörur frá þeim, sem fært geta sér í nyt þekkingu þeirra, inni í verksmiðjunum sjálfum. ___________________ Á árinu 1983 varð mikil aukn- ing í sölu á niðursoðinni rækju einkum til Þýskalands, og hefur sá markaður gefið góða raun, enda er rækja nú efst á blaði 7«vy A z* /. útflutts lagmetis frá íslandi, en röðun helstu lagmetistegund- anna er nú sem hér segir, saman- borið við árið 1983: 1984 1983 % % Rækja................... 46 43 Gaffalbitar............. 25 26 Reykt síldarflök (kippers) 11 15 Kavíar................... 9 7 Þorskalifur ............. 5 4 Smokkfiskur.............. 2 0 Aðrar tegundir .......... 2 5 100 100 Lagmetisiðjurnar leggja nu mikla áherslu á að auka vélakost sinn til meiri sjálfvirkni og hefur talsvert áunnist á því sviði og eru sumar verksmiðjurnar framarlega í vinnuhagræðingu og hafa fuN' komnum vélakosti á að skipa- Virðist almennt mikill hugur 1 mönnum að þróa vinnubrögð og vélakost, enda skilyrði fyrirfrarn- gangi atvinnugreinarinnar. Útflutningur lagmetisins skipt' istsvoáhinýmsu markaðssvæði: 'ic '7? 7?79% Vi w W W Súlurit um þróun heildarútflutnings frá 1976 - 7 984 í tonnum. A* 78-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.