Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1985, Page 16

Ægir - 01.09.1985, Page 16
Skipasmíðar Skipasmíðastöð Marsellíusar Niður í Neðsta er stór yfir- byggður slippur ásamt rúmgóðri smiðju sem Marsellíus Bern- harðsson lét reisa fyrir tveimur áratugum. Þar er nú til húsa Skipa- smíðastöð Marsellíusar h.f., sem stofnað var fyrir þrem árum, er eldrafyrirtæki með nafni Marsell- íusar Bernharðssonar hætti starf- semi og var skipt upp. Tilgangur skipasmíðastöðvar er að sjálfsögðu að smíða skip. Hingað til hefur stöðin ekki fengið að spreyta sig á neinni ný- smíði, heldur eingöngu unnið að breytingum og lagfæringum á eldri skipum, auk þess sem fyrir- tækið hefur sinnt almennri þjón- ustu á sviði viðgerða og viðhalds í fiskiskipum og vinnslustöðvum. Upp úr þeirri starfsemi hefur þró- ast athyglisverð framleiðsla á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveg- inn. Nýsmíbi fyrir rækjuvinnslu Upphaf þeirrar nýsmíði má rekja til þess er stöðin tók að sér að vinna að breytingum hjá rækju- vinnslu Frosta hf. í Súðavík. Rækjuvinnslan var að bæta við vélakost sinn og þurfti að sam- ræma innmötun ogflutning rækj- unnar milli vinnslustiga hinum nýju vélum. Smíðaðar voru rennur og gufugleypar, hannaður sérstakurdeilibúnaðurtil aðmata vélarnar jafnt og smíðuð var rækjudæla sem kom í stað færi- banda sem áður færðu rækjuna að og frá pillunarvélunum. Rækjudælan hefur reynst mjög vel; fer hún langtum betur með hráefnið en færibönd, auk þess sem hægt er að dæla rækjunni svotil hvert sem er innan rækju- vinnslunnar, en það er mikill kostur í sambandi við nýtingu húsnæðis. Skipasmíðastöðin hefur síðan þróað upp kerfi til innmötunar á rækju, þar sem helstu hlutar eru rækjudæla, mötunarband, grjót- skilja sem hreinsar rækjuna áður en hún fer í vélarnar, rækjudeilir og vatnsskilja. Grjótskiljan eykur gæði rækjunnar með hreinsun og kemur einnig í veg fyrir slit á pill- unarvélunum. Rækjudælan og deilibúnaðurinn veldur því að hægt 'er að mata inn á margar vélar frá einum stað, langt frá vél- unum sjálfum, ef svo ber undir. Hlýst af því hagræðing og vinnu- sparnaður í mörgum tilvikum. Aögerbarsamstæða og skrúfu- bringur Þeir hjá Skipasmíðastöðinf11 hafa farið út í fleiri nýjungar Aðgerðar- og fiskþvottasamstasö3 var sett upp í togarann Pál Pá|5' son á ísafirði. Með þv°tta_ körunum var reynt a£> tryggj3 a . fiskurinn lægi í rennandi vatm 1 nokkrar mínútur eftir slæging11, svo að honum blæddi vel °8 leifar af innyflum slæddust ekk' með fiskinum ofan í lest. Me þessu móti eiga gæði fisksins a vera betur tryggð. Þá hefur stöðin hannað skrúU' hringi í fiskiskip sem aukið hefur togkraft bátanna umtalsvert, en jafnframt sparað olíunotkun um allt að fjórðung. Og fleira rná 'a smíðað hjá skipasmiðunum á ba' firði, svo sem togblokkir gufu' gleypa og færibönd. Hönnun — þróun — framleiðsla Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið unnið að hönnun °S þróun þessarar framleiðslu. I Þv' sambandi hefur ætíð verið starfau Skipasmíðastöð Marsellíusar. Þar hafa verið smíðuð tíu stálskip, en nú er stöð"1 auð, þar sem ekki fæst fjármagn til nýsmíði. 500-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.