Ægir - 01.04.1989, Síða 20
184
ÆGIR
4/85
Samdráttur í sölum milli ára var
14,4%.
Horfur eru óvissar í Bandaríkj-
unum í ársbyrjun 1989. Sam-
keppni fer harðnandi, m.a. við
ódýrari fisk eins og Alaskaufsa,
sem ýmsir þekktir veitingastaðir
eru farnir að nota í auknum mæli.
Þá virðist almenningsálitið ekki
vera eins hagstætt gagnvart fiski
eins og áður fyrr. Stafar það m.a.
af ótta fólks við áhrif sjávarmeng-
unar á fisk oe fleiru því skvlt.
Breski markaðurinn var
íslenskum frystiiðnaði mikilvægur
sem fyrr m.a. fyrir frysta síld og
rækju, auk frystra flaka og blokka.
Þessi markaður var þó afar erfiður
á árinu 1988 m.a. vegna mikils
framboðs á ferskum fiski frá íslandi.
í Bretlandi reka S.H. og S.Í.S.
öflug sölufyrirtæki, sem einnig
selja til nokkurra annarra Vestur-
Evrópuríkja. Fyrirtæki S.H. - lce-
landic Freezing Plant Ltd. — starf-
rækir einnig fiskiðnaðarverk-
smiðju í Grimsby.
Sölur
S.H. S.Í.S.
Icelandic lceland
Freezing Plants Ltd. Seafood Ltd.
Millj. £________Millj. £
1988 40,5 41,3
1987 41,1 40,7
Árið 1988 var mikil áhersla lögð
á sölur til Japans, sem er eitt af
þrem þýðingarmestu markaðs-
löndum fyrir frystar sjávarafurðir
frá íslandi. Efnt var til vörukynn-
ingar þar o.fl. til að örva sölu og
styrkja viðskiptasamböndin.
Þá átti sér stað umtalsverð sölu-
aukning til Frakklands, en þar virð-
ast vera góðar líkur fyrir enn meiri
sölu á ferskum sjávarafurðum á
hagstæðu verði.
í Vestur-Þýskalandi er góður
markaður, en þar er við að etja
svipað vandamál og í Bretlandi,
sem er á stundum mikið framboð
af ferskum fiski m.a. frá íslandi.
Truflar það uppbyggingu markað-
arins fyrir auknar sölur á frystum
fiski og sjávarafurðum.
Við þær erfiðu aðstæður, sem
við var að glíma heima fyrir og er-
lendis árið 1988 sýndi það sig sem
oft fyrr að sölusamtökin voru sverð
og skjöldur fiskframleiðenda.
Þessi fyrirtæki vörðu stöðu þeirra á
erlendum mörkuðum og komu 1
veg fyrir algjört hrun. Islen?
stjórnvöld brugðust hins veg‘ir
hlutverki sínu og sköpuðu ekk'
eðlileg rekstrarskilyrði til að m^ta
innlendri kostnaðarþróun, sel11
var framleiðendum óviðráðanleg-
Mikil óvissa er um þróun máR
árið 1989.
Fra mleiöum
Vökvaaflsstöðvar
Veitum tæknilega aðstoð og allar upplýsingar.
Hafið samband.
Framleiðum
vökvaaflsstöðvar
i mörgum stærðum til
margvíslegra nota. Vönduð
framleiðsla. Gerum verðtilboð
án skuldbindinga.
IANDVEÍAR
Smiðjuvegi 66, pósthólf 20, 202 Kópavogi,
sími: 91 -76600