Ægir - 01.04.1989, Síða 31
4/89
ÆGIR
195
Eins og fram kemur að ofan var
þorskalýsi flutt út til 24ra landa á
árinu 1988. Þegar mest var, var
■ýsið selt til meira en 50 landa og
hafa fáar íslenskar afurðir náð svo
rr,ikilli útbreiðslu. Hin mikla eftir-
spurn eftir þorskalýsi, aðallega á
^orðurlöndunum, samfara strang-
ari kröfum um gæði, hefur leitt til
þess að íslenska lýsið er orðið of
dýrt fyrir fjölmarga smærri kaup-
endur og viðskiptalöndunum
hefur því fækkað mikið. Þessi
þróun er áhyggjuefni þegar til
'engri tíma er litið, því að þessi
^nikla þreidd markaðarins tryggði
stöðugri eftirspurn og verðlag
ásamt vörn gagnvart stað-
bundnum versnandi skilyrðum á
hluta hans.
Sú verðhækkun, sem varð á
meðalalýsi haustið 1987, ýtti
undir þá ákvörðun að selja fyrir-
fram mikinn hluta af væntanlegri
framleiðslu ársins 1988, en raunin
varð sú að minni framleiðsla en
áætluð var gerði ekki meira en að
uppfylla gerða samninga, síðast-
liðið haust leit því út fyrir að verð
mundi halda áfram að hækka, en
um síðustu áramót dró skyndilega
úr eftirspurn. Verð hefur enn ekki
lækkað, en Ijóst er að minnstu
breytingar á ytri aðstæðum, svo
sem aukin framleiðsla í Noregi,
mundu fljótt geta leitt til verðlækk-
ana.
Vítamíninnihald íslenska lýsis-
ins var enn lágt fimmta árið í röð.
Vestur- og Norðurlandslýsið náði
t.d. ekki 500 alþjóðlegum A-
vítamín einingum, en lyfjaskrár
krefjast 850 eða 1000 eininga sem
lágmarks A-vítamíninnihalds.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bernh. Petersen.
Síldarútvegsnefnd
(SÚN)
Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Pósthólf 610 •Sími 27300•Telex 2027
Telefax 25490
Helztu verkefni:
• Markaósleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar.
• Skipulagning síldarsöltunarinnar í þeim tilgangi að nýta sem
bezt hina ýmsu og ólíku markaði fyrir allar tegundir og
stærðir saltaörar síldar.
• Innkaup, sala, dreifing rekstrarvara saltsíldariðnaðarins.
• Rekstur birgðastöðva.
Stjórn stofnunarinnar er skipuð 3 fulltrúum frá félögum síldar-
saltenda, 1 fulltrúa frá Alþýöusambandi Íslands/Sjómannasam-
bandi íslands, 1 fulltrúa frá Landssambandi ísl. útvegsmanna og 3
fulltrúum kjörnum af Alþingi.