Ægir - 01.04.1989, Síða 33
4/89
ÆGIR
197
í Danmörku
Fiskflök 29,3%
Óunninn fiskur, ferskur eða frosinn 26,1%
Niðursoðinn og fullunninn fiskur 16,0%
Fiskimjöl og lýsi 10,5%
Reyktur og saltaður fiskur 9,4%
Skeldýr og krabbadýr 8,8%
Danir kaupa mikið af fiski frá ýmsum löndum til að
fullvinna og selja. Aðallega kaupa þeir frá Græn-
landi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. Megnið af
þessum fiski er landað beint í Danmörku.
Þá selja þeir töluvert til Bandaríkjanna og árið
1987 fóru þangað 23,200 tonn af þorskblokk og um
1.000 tonn af frystum kolaflökum. Viðskiptin við
Bandaríkin byggjast aðallega á stöðu dollarans og eru
því helstu viðskiptalönd Dana í sjávarútvegi, í Vestur-
Evrópu, eins og sjá má:
Útflutningur danskra sjávarafuröa í % 1987.
Vestur-Þýskaland 19%
Ítalía 14%
Frakkland 13%
Bretland 11 %
Bandaríkin 8%
Japan 6%
Svíþjóð 6%
Sviss 4%
Holland 4%
Belgía 4%
Annað 11 %
Við þetta má bæta að Danir eru að sækja í sig
veðrið hvað varðar fiskeldi. Framleiða þeir árlega um
25 þús. tonn af silungi í ferskvatni og á síðari árum
um 4 þús. tonn í hafbeit.
Neysla sjávarafurða hefur aukist til muna í heim-
inum á undanförnum árum og bendir allt til að frekari
aukning verði þar á. Danir hafa aukið framleiðslugetu
sína mikið á undanförnum árum og lagt sig fram við
að finna vörum sínum leið inn á nýja markaði. Helst
hefur þeim orðið ágengt í Suður-Evrópu eins og Ítalíu
og Sviss og svo einnig í Japan.
Það sem Danir virðast helst hafa áhyggjur af í fram-
tíðinni er skortur á hráefni, enda orðnir háðir því að
kaupa fisk í miklu mæli til fullvinnslu heima fyrir,
eins og sést á meðfylgjandi línuriti um framleiðslu,
veiðar og inn- og útflutning 1976-1987.