Ægir - 01.04.1989, Síða 36
200
ÆGIR
4/89
sérstaka heimild til þess - neta-
veiðileyfi. Utan þessa tíma voru
engin aflahámörk. Þá var öllum
smábátum bannað að róa til fiskjar
frá 1. janúar til og með 15. janúar,
10 daga um páska, 7 daga í júní,
10 daga í ágúst, 7 daga í október
og frá 15. desember til og með 31.
desember eða samtals 66 daga.
Aðrar takmarkanir voru ekki á
smábátum.
1986 stunduðu 1.197 smábátar
veiðar, hafði fjölgað um 4,5% og
nam heildarafli þeirra 36.880
tonnum. Af þeim afla var þorskur
30.757 tonn og hafði hann farið
5.257 tonnum fram úr því sem
sjávarútvegsráðuneytið hafði hei-
milað sem voru 25.500 tonn, þ.e.
21%.
Þess má geta að þetta ár voru
það ekki eingöngu smábátar sem
fóru fram úr heimiluðum aflahá-
mörkum. Gert hafði verið ráð fyrir
að heildarþorskafli yrði 300.000
tonn en varð hins vegar 365.859
tonn eða um 22% fram yfir.
1987
A því ári voru veiðiheimildir
þær sömu og verið hafði árið á
undan þar sem lögin giltu til 2ja
ára. Þá stunduðu 1.346 smábátar
veiðar, hafði fjölgað um 12.5%
eða um 149 frá árinu áður.
Heildarafli þeirra varð 43.110
tonn, af þeim afla var þorskur
36.297 tonn og hafði hann aukist
um 5.540 tonn á milli ára, þ.e.
um 18%.
1988
Þá var gerð róttæk breyting á
veiðiheimildum smábáta. Aflahá-
mörk voru sett á hvern bát sem
stundaði netaveiðar og bann-
dögum var fjölgað um 5 hjá línu-
og handfærabátum, þá var öllum
bátum 6 brl. og stærri skylt að fá
veiðileyfi. Alþingi ákvað einnig að
stemma stigu við fjölgun smábáta
og setti í því skyni lagaákvæði sem
hvað á um að engin nýr bátur 6
brl. og stærri fengi veiðileyfi nema
að því tilskyldu að sambærilegur
bátur hyrfi úr rekstri. í aðalatriðum
voru reglur fyrir smábáta tvenns
konar:
1. Netaveiðileyfi fengu aðeins
þeir bátar sem voru 6 brl. og
stærri og þeir bátar undir 6 brl.
sem stundað höfðu netaveiðar
'86 eða '87. Bátar sem kusu að
fá netaveiðileyfi, var skylt að
hlýta aflahámarki sem mælt
var í óslægðum afla.
Aflamörkin voru á 2 vegu:
a) Háð stærð bátsins, þ.a.
minni en 6 brl fengu 60 tonn,
6-7,99 brl. 75 tonn, 8-9,5
brl. 100 tonn og allra stærstu
og dýrustu bátarnir fengu 125
tonn.
b) Háð 90% af aflareynslu 2ja
bestu áranna '85, '86 og '87,
þó aldrei hærra en 200 tonn
eða 70% af afla ársins '87.
2. Leyfi til að stunda línu- og
handfæraveiðar án aflahá-
marks með svokölluðu bann-
dagafyrirkomulagi samtals 71
dagur. Þá höfðu menn heimild
til að velja sér aflahámark sem
tók við af aflareynslu sam-
kvæmt sömu reglum eins og
áður er greint frá, á línu- og
handfæraveiðum.
Þessar reglur höfðu í för með sér
mikla breytingu. Þeir bátar sem
aflað höfðu hvað mest undanfarin
ár urðu fyrir mikilli skerðingu. Má
nefna því til staðfestingar að 7 brl.
netabátur sem hafði heimild til að
veiða allt að 100 tonnum af þorski
frá 10. febr.-15. maí, aflahámark
hans var nú ákveðið 75 tonn allt
árið.
Það varpaði og skugga á þessa
reglugerð að öll aflahámörk sma-
báta voru mæld í óslægðuni afla,
sem er andstætt því sem gildir um
Mynd 2
Þorskafli smábáta borin saman við heildarþorskafla
■ þorskur
0 H.þorskafli
E
3
c
c
o
CS
■SC
<0
í_
o
n.
1984
1985
1986
1987
1988