Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1989, Page 18

Ægir - 01.08.1989, Page 18
414 ÆGIR 8/89 Heimsaflinn árín 1986 og 1987 Aflahæstu þjóöir 1987 og 1986 Það hefur verið venja að birta tölur yfir heimsaflann í Ægi jafn- óðum og þær hafa verið birtar af FAO. í 12. tbl 1988 voru birtar tölur yfir heimsafla 10 ára, frá 1977 til 1986. Nú eru tilbúnar tölur fyrir árið 1987 og birtast þær hér í töflu 1, ásamt endur- skoðuðum aflatölum ársins 1986. (Stuðst er við grein í ágústblaði Fishing News International 1989.) Fimm af tuttugu aflahæstu þjóð- unum, Kína, Bandaríkin, Mexíkó, Indónesía og ísland, hafa tvö- faldað afla sinn á síðustu fimmtán árum. Sérstaklega er eftirtektarvert hve afli Kínverja hefur farið hrað- vaxandi á síðustu fimm árum, en þeir hafa aukið aflann á þessum árum um milljón tonn að meðal- tali á ári. Chile og Perú hafa sömu- leiðis 2-3 faldað aflann á sama tíma, en hafa ekki enn náð þeim afla sem Perú hafði á sjöunda ára- tugnum þegar þeir náðu yfir 12 milljón tonna heildarafla. Sovétríkin og Japan eru enn afla- hæstu þjóðir veraldar, hvor með rúmlega 11 milljón tonna heildar- afla. Afli beggja þjóðanna minnk- aði þó lítillega frá fyrra ári. Virðist vera komið nokkurt jafnvægi á, en afli Sovétmanna og Japana saman- lagt hefur verið á bilinu 19.5 mill' jónir tonna til 23.5 milljónir tonna, um 12 ára skeið. Fleimsaflinn óx að meðaltali um з. 6% á ári á tímabilinu 1977- 1986, en aukning heimsafla ársins 1987 var einungis 0.4% fra fyrra ári. Aætlað aflamagn 1988 er и. þ.b. 94 milljónir tonna. Ekki er hægt segja fyrir um heildarafla árs- ins 1989 en fyrirsjáanlegt er að afl' í N-Atlantshafi, þ.e.a.s. næstmik- ilvægasta veiðisvæðinu, dragb1 talsvert saman á árinu. Þanmg virðist hafa slegið nokkuð á þam1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.