Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1989, Side 20

Ægir - 01.08.1989, Side 20
416 ÆGIR 8/89 Tegund TAFLA 2 Tuttugu helstu tegundirnar Magn í tonnum 1985 1986 1987 Alaska ufsi 6.132.334 6.758.900 6.703.868 japans sardína 4.722.862 5.191.036 5.321.064 S-Ameríku sardína 5.814.448 4.333.301 4.586.386 Chile makríll 2.148.841 1.960.897 2.681.782 Perú ansjósa 986.796 4.945.315 2.100.508 Atlantshafs þorskur 1.947.291 2.021.855 2.054.721 Spánskur makríll 1.739.889 2.017.058 1.601.599 Atlantshafssíld 1.519.202 1.535.190 1.560.573 loðna 2.515.527 1.406.620 1.104.980 Evrópu sardína 921.061 932.258 1.085.927 túnfiskur 884.235 1.041.830 987.804 S-Afríku ansjósa 323.23? 315.110 972.138 flóa meinhaddur 883.514 828.503 907.103 gulugga túnfiskur 713.293 790.246 822.733 kolmunni 660.619 815.025 707.955 Atlantshafs makríll 710.280 674.240 652.410 Evrópu ansjósa 598.798 666.576 642.462 Kyrrahafs ostrur 562.866 562.798 619.714 karoi 490.138 541.427 571.960 Ansjósuveiði við vestanverða S-Ameríku minnkar á árinu 1987 um meira en helming, en ansjósu- veiði í Perú náði u.þ.b 10 milljón tonnum þegar best lét árið 1970. Einnig var mikil veiði á ansjósu við Namibíu og S-Afríku, veiðin þrefaldaðist á árinu 1987 og skýr- ist aflaaukning S-Afríku að hluta af þessarri auknu veiði. Núna berast þær fréttir þarna sunnan að, að sóknin hafi farið langt fram úr öllum skynsamlegum mörkum og flotar erlendra skipa séu, ásamt innlendum veiðiflota, á góðri leið með að eyðileggja þennan fiskstofn. Töluverður floti erlendra skipa er að veiðum við Namibíu, að mestum hluta sovésk skip, en eins og flestir hafa heyrt eru Fær- eyingar einnig með skip á þessum slóðum og ýmsar fleiri þjóðir. Ef bornar eru saman sveiflur sem hafa verið á stofnstærð ansjósunar við Perú og sveiflur í stofnstærð helstu nytjafiska í hafinu kringum ísland, þá vildu víst fæstir íslend- ingar skipta, þótt heildarafli við Perú geti hugsanlega á stundum verið sexfaldur á við hámarksafla íslandsmiða. Á meinhadd í Kaliforníuflóa var minnst í grein í síðasta júníhefti Ægis, þar sem greint var frá því að hugmyndir væru uppi um friðun hans í Kaliforníuflóa svo gráhvalur hefði nægt viðurværi. Ekki er að sjá af tölum um veiði á meinhadd í töflu 2, að hvalavinir hafi haft áhrif til friðunar á árinu 1987, en einhverjar ráðstafanir kunna að hafa verið gerðar til friðunar 1988. Fjöldi fiskimanna í nokkrum OECD-löndum Að lokum er birt tafla 3 yfir fjölda fiskimanna í nokkrum OECD-ríkjum.(Úr OECD-skýrslu „Review of fisheries 1987" útgefin 1989.) Hafa skal í huga þegar tölur yfir fjölda fiskimanna eru skoðaðar, að mjög mismunandi er eftir löndum hvernig fjöldinn erfengin. T.a.m. er fjöldi íslenskra sjó- manna sjáanlega reiknaður eftir mati á fjölda manna á skipum eftir tegund skipa og við breytingu sem gerð var árið 1987 á mati á meðal- fjölda í áhöfn smábáta, hrapar fjöldi fiskimanna á íslandi þetta ár. Líklegt er að í raun hafi fjöldi þeirra vaxið sem höfðu aðalstarf sitt á sjónum hér á landi árið 1987. Sömuleiðis er misjafnt eftir löndurn hvort taldir eru með þeir sem hafa þetta starf að hlutastarfi þ.e.a.s. hvort talin er hver sót- raftur sem á sjó er dregin eða aðeins þeir sem hafa fiskveiðar að aðalstarfi. Ekki voru tiltækar tölur fjölda fiskmanna nokkurra þjó fyrir árið 1989. Enda þurfa þjóðir að leggja þvílíka 0 áherslu á þessa atvinnugrein 5e við íslendingar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.