Ægir - 01.08.1989, Síða 24
420
ÆGIR
8/89
Nýr öxulrafall sem annar allri
raforkunotkun um borð þannig að
ekki þarf að keyra hjálparvél.
Skipin voru lengd mismikið eða
frá 6.6 m upp í 11 m.
Nýtt stýrishús byggt og sett upp.
Allar hjálparvindur endurnýjað-
ar, togvinda sem er rafdrifin
endurbyggð frá grunni og sett á
hana autotrollbúnaður.
Fyrirkomulagi á togþilfari breytt
fyrir tvö troll.
Ibúðir ýmist endurnýjaðar að
hluta eða alveg.
Afgasketi11 settur upp sem sér
fyrir allri upphitun um borð.
Perustefni sem sérstaklega var
prófað í modeltanki byggt á
skipin.
Allt skipið sandblásið, kaldgal-
vanhúðað og málað.
Aðal niðurstöður eru því þær að
skipin hafa þyngst um 270 t. eða
u.þ.b. 37% frá því þau voru ný,
en olíueyðslan hefur minnkað úr
6000 1/24 t. niður í 3940 1/24 t
eða um 34%.
NÝSMÍÐI
Umfram þær miklu breytingar
sem fjallað hefur verið um hér að
framan hefur orðið nokkur endur-
nýjun á fiskiskipaflotanum síðustu
ár. Ýmsar reglugerðir stjórnvalda
um kvóta á fiskveiðum og endur-
nýjun fiskiskipa hafa ráðið miklu
um þá endurnýjun.
Minni bátar
Vegna reglugerðar sem var í
gildi um tíma gátu bátar undir 10
brt veitt án kvóta. Það kom af stað
smíði margra báta í þeim stærðar-
flokki. Margir þessara báta voru
smíðaðir úr stáli. Yfirleitt reyndust
þessir bátar of þungir og reyndist
erfitt að fá þá til að uppfylla kröfur
um stöðugleika, sjóhæfni o.fl.
Einnig hafa verið byggðir bátar
af þessari stærð úr trefjaplasti með
svokallaðri samlokuaðferð. Við
hönnun þessa báts hefur verið
stuðst við reynslu frá modeltil-
raunum fyrir stærri skip. Árangur-
inn hefur verið mjög góður. Þessir
bátar ná u.þ.b. 12 mílna gang-
hraða með 200 hö aðalvél. Þó
þessir báðar séu einungis 11 m
langir uppfylla þeir allar ströng-
ustu reglur um stöðugleika sem
gerðar eru fyrir báta 15 m og
lengri. Möguleiki er að útbúa bát-
inn fyrir ýmiskonar veiðarfæri svo
sem línu, net, troll o.fl.
Stærri bátar
Undanfarin ár hefur verið í gildi
sú reglugerð að sé byggt nýtt skip
verði að eyðileggja eða selja úr
landi eldra skip í staðinn. Einnig
eru ákveðnar reglur í gildi um hve
miklu stærra nýja skipið má vera
en það sem er afskrifað. Ég ætla að
lýsa hér 3 mismunandi stærðum af
skipum sem eru dæmigerð fyrir ný
skip á íslandi í dag.
Fyrsta skipið er með aðalmálin
26 x 7 x 3,5 m og kemur í staðinn
fyrir u.þ.b. 85 brt. skip. Tvö hafa
verið byggð. Annað skipið er með
aðalmálin 26 x 7,9 x 3,8 m og eru
þrjú af þessri gerð í smíði. Og
að lokum skip með aðalmál
31,5 x 7,9 x 3,8, sem kemur í
staðinn fyrir u.þ.b. 138 brt. skip.
Verið er að semja um eitt skip af
þessari gerð.
Undirstöðuatriði við hönnun
Við hönnun þessara skipa er
gengið út frá eftirfarandi atriðum:
A) Breytt aðalfyrirkomulag.
B) Breytt skrokkform og ný stað-
setning á ballest.
C) Stærri skrúfur með lægri snún-
ingshraða.
D) Aðalvél með lága eðliseyðslu
fyrir alla orkuframleiðslu um
borð.
E) Betri meðferð og geymsla á afla
um borð.
Skoðum þessi atriði nánar
miðað við 26 m skip sem við sáum
áðan.
Fyrirkomulag
Skipið er byggt sem tveggja þil-
fara fjöl veiðiskip, þó aðallega
hannað fyrir togveiðar. Togvindur
eru staðsettar á neðra þilfari vegna
stöðugleika og á efra þilfari eru
grandaravindur og bobbinga-
rennur fyrir tvö troll. Auk þess að
vera útbúið fyrir togveiðar er
skipið útbúið fyrir nóta- og neta-
veiðar. Með lítilli fyrirhöfn má
einnig koma fyrir búnaði fyr,r
veiðar með línu eða dragnót.
Skrokkform (Sjá mynd 3)
Aðalbreytingarnar sem hafa
orðið á bol skipanna er að næstum
öll skip hönnuð á íslandi hafa
langt og hátt perustefni, sem naer
hátt upp fyrir sjólínu. Upphaflega
var þetta perustefni prófað í „mo-
deltank" 1981. Þá starfaði ég við
hönnun á u.þ.b. 35 fiskiskipum
fyrir íslensku skipasmíðastöðvarn-
ar. Síðan hefur þetta form verið
marg prófað og þróað fyrir mis-
munandi skipastærðir með góðum
árangri. Annað atriði seni breyst
hefur er að botnris hefur verið
minnkað. Það leiðir til þess að
lestin verður betur formuð °S
tekur meiri afla. Einnig gefur þetta
form meira særými. Undir skipinu
er síðan settur stór ballestarkjölur
400-500 mm breiður og 600-800
mm djúpur. Þessi kjölur þjónar
tvöföldu hlutverki. Komið er fyr'r 1
honum nánast allri þeirri föstu
kjölfestu sem þörf er á og hann
dregur einnig verulega úr velting'-
Auk þess eru settir 400-450 m'11
andveltikilir á skipið til að draga
úr veltingi.
Stærri skrúfa, lægri RPM
Á eldri skipum af þessari stær
er ekki óalgengt að skrúfuþverma
sé á bilinu 1,5 til 1,8 m og snún
ingur 250-400 RPM. Á þessU(
skipi er 2500 mm skrúfa sem snýs
u.þ.b. 166 RPM miðað við 75
RPM á aðalvél. Við þessa stækku'1