Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1989, Side 34

Ægir - 01.08.1989, Side 34
430 ÆGIR 8/89 Frá Hafrannsóknastofnuri: Ástand fiskistofna 1989 og aflahorfur 1990 Eftirfarandi grein er ágrip úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand sjávar 1989, þróun fiskistofna og æskilegan hámarks- afla árið 1990. Á tillögum Haf- rannsóknastofnunar byggjast ákvarðanir sjávarútvegsráðuneyti- sins um aflamjörk fyrir næsta árog hafa lesendur Ægis því ærna á- stæðu til að kynna sér efni skýrsl- unnar af kostgæfni. Ingangur Arferðið í sjónum við ísland hefur einkum verið metið af gögnum sem safnað er í vorleið- angri ár hvert. í heild sýndu niður- stöður vorleiðangurs 1989 síð- búna vorkomu í sjónum við landið. Innstreymi hlýsjávar á norðurmið náði austur á móts við Siglunes. Þrátt fyrir mikið fann- fergi á landinu gætti ferskvatns- áhrifa síðar en venjulega vegna hægrar bráðnunar. Átumagn var víðast hvar undir meðallagi síð- ustu ára sem væntanlega má rekja til síðbúinnar vorkomu. Ætla má að flæði hlýsjávar austur eftir norðurmiðum haldi áfram a.m.k. fram eftir sumri. Þessar niður- stöður sýna almennt betra ástand en vorið 1988 en það jafnast þó ekki á við góðærin 1984-1987. Þorskur Þorskaflinn á tímabilinu janúar— maí 1989 var 187 þús. tonn miðað við 181 þús. tonn sömu mánuði 1988. Gæftir voru stirðar framan af en þó aflaðist vel er gaf á sjó. Gert er ráð fyrir að árið 1989 verði þorskaflinn um 340 þús. tonn og munu árgangarnir frá 1983 og 1984 verða þrír fjórðu hlutar aflans í fjölda. Meðalþyngd þorsks árið 1989 er svipuð og á síðastliðnu ári en kynþroskahlut- fall eftir aldri hefur lækkað miðað við árið 1988. Nýliðun í þorskstofninn er a þann veg að 1985 árgangur er undir meðallagi og árgangarnir t'ra 1986, 1987 og 1988 éru mjög lakir. Ekki varð vart við neinai göngur þorsks frá Grænlands- miðum og ekki gert ráð fyrir neinum göngum þaðan fyrr en a vertíðinni 1991. Samkvæmt nýrri úttekt er staer þorskstofnsins svipuð og kom frai11 í síðustu skýrslu Hafrannsókna

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.