Ægir - 01.08.1989, Qupperneq 56
452
ÆGIR
8/89
REYTINGUR
Vestur-Þýskaland -
Markaður í vexti
Útlit er fyrir minnkandi framboð
heimamanna á fiski á fisk-
mörkuðum í V-þýskalandi þegar
líða tekur á haustið. Áttatíu prósent
af neyslu Þjóðverja af fiski, kemur
erlendis frá og þar af u.þ.b. 50%
frá löndum utan Evrópubandalags-
ins. Helstu innflutningslöndin og
skipting fiskmarkaðarins milli þeirra
árið 1988 var sem hér segir:
Lönd Markaðshlutdeild
Danmörk 25%
Noregur 12%
Holland 10%
ísland 7%
Frakkland 5%
Pólland 4%
Thailand 4%
Kanada 3%
Færeyjar 3%
Bretland 2%
Ítalía 2%
Spánn 2%
Filippseyjar 2%
írland 2%
Kína 1%
Argentína 1%
Önnur EB-ríki 1%
Önnur lönd 14%
Svo sem sést af þessari upptaln-
ingu er ísland t'jórða mesta innflutn-
ingslandið með 7% hlutdeild af
innflutningi sjávarafurða. Aðeins
nágrannalönd Þýskalands: Dan-
mörk, Holland og Noregur, flytja
inn meira. Heildarinnflutningur V-
Þjóðverja á sjávarafurðum árið
1988 var að verðmæti 2.150 mill-
jónir marka, þannig að eftir nokkru
er að slægjast.
Samkvæmt aflakvótum ársins
1989 innan landhelgi Evrópu-
bandalagsins, hefur leyfilegur afli
verið dregin mikið saman frá fyrra
ári. Sem dæmi má nefna að í ár
er leyfilegt að veiða innan fisk-
veiðilögsögu Evrópubandalagsins
375.520 tonn af þorski og 112.130
tonn af ýsu. Árið 1988 var hins-
vegar leyfilegur afli þessara teg-
unda: 426.270 tonn af þorski og
214.430 tonn af ýsu.
Hvað V-Þýskaland snertir er sam-
dráttur afla mikill og í flestum helstu
tegundum sem þeir neyta. Hér á
eftir fer tafla yfir breytingar á leyfi-
legum afla þýskra skipa á nokkrum
helstu fisktegundum:
Tegund 1988(tn) / 989(tn) Mism.
Þorskur 48.835 38.530 -10.305
Ufsi 22.250 21.640 -610
Karfi 64.990 62.535 -2.445
Makríll 24.300 21.170 -3.130
Lýsa 3.130 2.970 -160
Ýsa 8.290 2.320 -5.970
Skarkoli 10.370 10.940 4-570
Síld 71.240 75.225 4-3.985
Síld er sá fiskur sem V-þjóð-
verjar hafa veitt mest af og er síld-
arkvóti þeirra aukinn lítillega frá
fyrra ári. Hafa ber þó í huga að
þeir misstu hlutdeild í heildar-
kvóta síldar á árinu 1988 og er því
einungis verið að bæta upp það
tap.
Með vaxandi fiskneyslu og
minna eigin framboði V-Þjóð-
verja, mun þessi markaður verða
íslendingum mikilvægari. Einnig
sú staðreynd að mun minna af
fiski mun berast til Þýskalands frá
helsta viðskiptalandinu Danmörk,
en Danir hafa fengið óþyrmilega
að kenna á minnkandi kvótum
Efnahagsþandalagsins. Sem dæmi
um minnkandi kvóta Dana má
nefna að þeir fá að veiða 102.310
tonn af þorski á árinu 1989 á móti
213.650 tonnum árið áður. Sama
gildir um ýsu, ýsukvóti Dan-
merkur 1989 er 10.765 tonn, en
var árið 1988 20.140 tonn.
Vaxandi áhugi er á meðal fisk-
sölufyrirtækja að reyna að auka
kynningu á sjávarafurðum í Suður-
Þýskalandi. Þar hefur fiskneysla
einungis verið sem svarar 3-5 kg a
mann á ári og með auglýsingaá-
taki ætti að vera hægt að auka
hana að miklum mun. Þessi mark-
aður er sérstaklega eftirsóknar-
verður vegna þess að í Suður-
Þýskalandi er kaupmáttur einstak-
linga mestur, sennilega nálægtþvl
sem þest gerist í heiminum í dag-
Meðalneysla þýskra á fiski var
árið 1988 um 12.6 kg. Neyslan
skiptist eftir vinnslu, sem hér segir:
1988 1987_
Niðursoðnar og niður-
lagðar afurðir (Síld,
makríll, túnfiskur,
sardínur 29% 33%
Frystur fiskur 22% 20%
Ferskfiskur 11% 12%
Reykturfiskur 6% 5%
Krabbadýr og skelfiskur 19% 18%
Saltsíld 4% 4%
Annað 9% 8%
Vegna áherslu V-Þjóðverja á
umhverfisvernd er líklegt að
íslendingar eigi mi kla möguleika a
þessum markaði. Megináherslu
ætti að leggja í auglýsingum, á at-
riði eins og haf án mengunar/
fámenni í byggðum norður við
íshaf og á ís og kulda. Grænlend-
ingar hafa beitt þessum atriðum
listilega í auglýsingum á rækju,
bæði á markaði í Evrópu og 1
Japan. Aðilar í sjávarútvegi
ekki að gera sömu vitleysuna og
íslenskir ferðamálafrömuðir sem
auglýsa sól og sumar. Það sem
fólksmergð stórborganna slæg'st
eftir er eitthvað sem er ólík1
umhverfi þeirra og nálægt ímynd'
unum þeirra um ósnortið umhverfi
og ekkert er hreinlegra og glæSI'
legra (á mynd) en t.d. borgarísjaki
í bláum sjó. ( Byggt á grein nr
Fiskaren.)