Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 28
136 ÆGIR 3/92 Alþjóða fiskafurðasýningin í Boston 17.-19. mars 1992 Friðrik Friðriksson: Alþjóðlega fiskafurðasýningin í Boston, Bandaríkjunum Dagana 17.-19. mars si. var haldin 10. alþjóðlega sýningin á fiskafurðum og tækjum tengdum fiskvinnslu. Ægir brá sér vestur um haf til þess að skoða þessa miklu sýningu. Yfir 1.000 aðilar frá fleiri en 25 löndum tóku þátt í sýningu þessari. íslenskir sýningaraðilar voru: Traust hf., Marel hf., Icearc- tic, Kvikk sf., Sæplast hf., Kassa- gerð Reykjavíkur hf. og Asiaco. Þessir aðilar voru á sameiginlegu sýningarsvæði sem ÚtfIutningsráð skipulagði. Auk þessara aðila var Samskip með sína sýningarað- stöðu. Að vanda voru Coldwater og lceland seafood hver um sig með sýningaraðstöðu. Marel hf. sýndi sjóvog, einnig til rannsóknastarfa sem vigtar Vio úr grammi á sjó. Marel sýndi einnig tölvusjónarflokkara sem þekkir hin ýmsu flakastykki út frá lögun og getur flokkað þau eftir þyngd. Flæðivog sem nota má til að vigta afla inn í skip (allt að 25- 30 tonn pr. klst.). Auk þess sýndi Marel rækjuskanna sem byggir á tölvusjón og metur vigt á rækju og þar með nýtingu í rækjuvinnsl- unni. Marel kynnti einnig flæði- línukerfi frá fyrirtækinu Þorgeiri og Ellert hf., með Marel vigtareftirlits- kerfi. Traust hf. veitti upplýsingar um framleiðslu sína í formi bæklinga. Kvikk sf. sýndi hausklofningsvél (Kvikk 207). Þessi vél seldist á sýn- ingunni. Samkvæmt upplýsingum forráðamanna Kvikk sf. hafa kaup- endur vélarinnar nú þegar selt afurðir úr vélinni fyrir hærri upp- hæð en nemur andvirði vélarinn- ar. í fyrsta sinn eru tálknin fryst sem hingað til hefur verið litið á sem úrgang. Kvikk 220 aðgerðar- vél var einnig sýnd. Vélin vinnur á við 4 menn. Hún blóðgar fisk 45- 90 sm. Hún skemmir ekki innmat og er algjör nýjung. Vélin er lítil og kemst um borð í hvaða fiskiskip sem er sökum þess hve nett hún er. Icearctic sýndi grásleppukaví- ar, loðnukavíar, niðursoðna rækju í glösum og rækju í saltlegi. Sæ- plast hf. sýndi fiskiker 1000 I, 460 I og 38 I. Kassagerð Reykjavíkur hf. sýndi pakkningar fyrir frosinn fisk með áherslu á 16'/2 pund (Microlava). Auk þess allar stærðir og gerðir og getu til hönnunar á útliti og formi á pakkningum. Asiaco kynnti flokk- unarvél frá Stava, fiskvinnslu- búnað frá Klaka, sundmaga- og lundskurðarvélar frá Á.M. Sig- urðssyni (MESA vélar). Auk þess var Asiaco með kynningu á eigin fiskútflutningi. Sýningin var haldin í sýningarhöll (Hynes Convention Center). Alla sýningardagana voru haldin námskeið auk þess sem umræður sérfræðinga voru um hins ýmsu málefni markaðarins. Sem dæmi um námskeið (semin- ör) var haldið námskeið um fisk- iðnað þar sem sérfræðingar spáðu fyrir um áhrif heimsviðskipa á fisk- viðskipti. Hvaða markaðir eru sterkir, hvaða afurðir eru eftir- spurðar. Þróunina á Japansmark- aði, hver eftirspurnin eftir rækju og laxi verður þar. Annað námskeið var um verð og framboð á skelfiski. Betri skiln- ingur á markaðsaðstæðum, hve- nær best sé að kaupa, hve mikill skortur sé á framboði. Annað námskeið fjallaði um verð og framboð á botnfiski. Grundvöllur fiskviðskipta er verð og framboð á fiski. Hópur sérfræðinga fjallaði um verð og framboð á þorski, laxi, flatfiski, túnfiski, sverðfiski og búrfiski. Auk þess Nílarkarfa (Nile perch). Almennt um sýninguna: Yfir 18.000 gestir komu á sýninguna. Nýjungar í úrvinnslu aflans, bragðprufur, verð- og gæðasam- anburður á ýmsum tegundum, nýjar og verðmætari afurðir, sýnis- horn fiskafurða frá yfir 27 löndum voru meðal þess helsta sem var a sýningunni. Framtíð sjávarafurða Á tímum samdráttar í efnahags- lífinu víða um heim hefur eftir- spurn breyst í átt að ódýrari afurð- um. Af þessu leiðir að margit framleiðendur hafa breytt vinnslu- línunni til að koma til móts við neytendur sem hafa hugsað um hagkvæmari matarinnkaup. Fisktegundir eins og karfi (Atl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.