Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 56
164
ÆGIR
16 fisktegundum, á landsvísu ann-
ars vegar og fyrir íslenskar sjávar-
afurðir hf. hins vegar. Aftast í
bæklingnum er auk þess að finna
samantekt á útflutningi ÍS eftir teg-
undum og mörkuðum. Upplýs-
ingar um veiðar og vinnslu á
landsvísu eru byggðar á upplýs-
ingum frá Fiskifélagi íslands. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
íslenskum sjávarafurðum hf.
Gródurhúsaáhrif
Gróðurhúsaáhrif munu skv.
upplýsingum úr „Havfiskeren"
hafa í för með sér að við 4 stiga
hækkun hitastigs í sjónum muni
þorskur, koli og síld fara í vaxandi
mæli af hlýrri hafsvæðum yfir á
kaldari svæði í norðri. Vísinda-
maður við dönsku hafrannsókna-
stofnunina Thomas Kiörboe segir
að breytingar verði sennilegar á
samsetningu fisktegunda á dönsk-
um hafsvæðum í kjölfar gróður-
húsaáhrifa. Núverandi fiskstofnar,
eins og þorskur, koli, síld o.fl.
muni hverfa af dönskum hafsvæð-
um en í staðinn muni hesta-
makrfll, ansjósa, sardínur o.fl.
koma í vaxandi mæli á dönsk haf-
svæði. í framhaldi af þessu segir
„Havfiskeren" að aukning þorsk-
stofna í Barentshafi staðfesti
gróðurhúsaáhrif í norðurhöfum.
Þannig eru 40 sinnum fleiri 1 árs
þorskar m.v. fyrri rannsóknir.
Upplýsingarnar koma frá forstjóra
3/92
norsku hafrannsóknastofnunar-
innar Odd Nakken. Tveggja ára
þorskur mælist tíu sinnum meiri
skv. rannsóknum frá febrúar
1992, m.v. fyrri mælingar. Mesta
aukningin í yngri þorskárgöngum
er að finna í austurhluta Barents-
hafs. Odd Nakken bendir á að það
sé fyrst réttlætanlegt að veiða úr
stofninum þegar þorskurinn er 5
ára.
Noregur
Um þessar mundir er verið að
smíða 150 tonna bát sem á að
flytja lifandi þorsk. Áætlað er að
smíðinni Ijúki um áramótin 1992-
1993. Fyrst um sinn er ætlunin að
veiða þorsk, ufsa, síld og loðnu
sem verður dælt um borð. Áætlað
er að hámarks útilega verði 1 vika.
Um borð verður fiskurinn flokk-
aður eftir tegundum og geymdur í
þremur tönkum. Veiðarnar munu
fara fram með snurvoð við Norður-
Noreg.
Nýja-Sjáland
Hinn mikli vöxtur í útflutningi
sjávarafurða frá Nýja-Sjálandi til
Evrópubandalagslanda er tak-
mörkunum háður vegna tolla-
hindrana í Evrópu. Sjávarvöru-
kaupendur í Evrópu eru í vaxandi
mæli á þeirri skoðun að sjávaraf-
urðir frá Nýja-Sjálandi eru há-
gæðavörur. Síðustu þrjú ár hefur
útflutningur sjávarvöru aukist yfir
350%.
árslok 1991 varð Evrópu-
bandalagssvæðið fjórði stærsti
markaður fyrir sjávarvörur frá
Nýja-Sjálandi. Síðustu 20 árin
hefur orðið stöðug aukning í
útflutningi með sjávarvörur til og
frá Evrópu.
Aðallega hefur verið fluttur út
áll og heilfrystur fiskur. Þetta
breyttist árið 1989 með auknum
áhuga á frystum flökum af tegund-
inni „hoki". Bretland varð fyrsti
þýðingarmikli markaður í Evrópu
þar sem viðskiptavinir reyndu að
nota hoki í stað þorsks. Með
minnkandi framboði á fiski í Evr-
ópu hefur ný-sjálenski hokinn í
vaxandi mæli komið inn á mark-
aðinn vegna áreiðanleika og verð-
lagningar. Aðalsamkeppnisfiskur-
inn í magni er Norður-Kyrrahafs
ufsinn. Ný-sjálenski hokinn
verður að bera 15% toll á landað
verð áður en hann fer inn á Evr-
ópumarkaði. Tollur á Alaska-ufsa
er hinsvegar 10%. Tollar í Evrópu-
bandalaginu geta hinsvegar orðið
allt að 25% á fullunnum afurðum-
Ekki eru áform um að skipta á
veiðiheimildum við Nýja-Sjáland
og tollalækkanir fyrir ný-sjá-
lenskar sjávarvörur. Fjarlægð og
kostnaður vega þar þungt. Fyrstu
ellefu mánuði ársins 1991 óx
útflutningur Ný-Sjálendinga um
19.3% og nam 238.100 tonnum-
Að verðmæti varð aukningin um
23% og nam um 51 milljarði
króna.
Fiskstofnar
Ástand fiskstofna í Norðursjó,
Skagerak og Kattegat er nú með
betra móti skv. upplýsingum
„Havfiskeren". Góðir árgangareru
á leiðinni hvað varðar þýðingar-
mikla fiskstofna. Rannsóknarskip
frá Danmörku, Noregi, Svfþjóð,
Hollandi, Frakklandi og Skotlandi
hafa tekið þátt í rannsóknunurn-
Niðurstöður fiskifræðinga benda
til sterkari árganga hjá flestum
fiskstofnum. Þó er enn óvissa um
stærð þorskstofnsins svo og ma-
krílstofnsins. Ýsuárgangurinn ersá
stærsti síðan 1984 og niðurstöður
mælinga sýna að smáýsan er
u.þ.b. 50% algengari en árið
1991. Þær upplýsingar sem nLJ
liggja fyrir verða athugaðar nánar
af vinnuhópum undir Alþjóðahaf'
rannsóknaráðinu (ICES). Ákvarð-
anir um heildaraflakvóta verða
teknar í framhaldi af þessum
athugunum.