Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 16
124 ÆGIR 3/92 }ón Ólafsson: Fiskmjöls- og lýsisframleidslan 1991 Veiðar Arsins 1991 verður minnst sem eins lélegasta framleiðsluárs í sögu fiskmjölsiðnaðar á íslandi síðan iðnaðurinn sleit barnsskónum hér á landi. Þarf að leita aftur til loka sjöunda áratugarins er síldveiðar hrundu hér við land og áranna 1982—1983 þegar loðnuveiðar voru bannaðar til að finna samlík- ingu. Árið hófst á að bann var sett við loðnuveiðum. Kom það í fram- haldi af lélegum niðurstöðum Haf- rannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins haustið áður. Það haust hafði einnig skilað lélegum loðnuafla, einungis rétt rúmum 80 þús. tonnum. Strax eftir áramót héldu skip Hafrannsóknastofnunar ásamt 6 veiðiskipum til loðnuleit- ar. Leituðu veiðiskipin á öllu því svæði sem reikna mátti með loðnugöngum og tilkynntu niður- stöður sínar rannsóknaskipunum sem þá gátu einbeitt sér að mæl- ingum á stærð hrygningarstofns- ins. Þetta fyrirkomulag tókst vel, en skipstjóra loðnubátanna greindi á við fiskifræðinga Haf- rannsóknastofnunar um magn loðnu sem í sjónum var. Sjávarút- vegsráðuneytið fór að ráðum Haf- rannsóknastofnunar og aflétti ekki veiðibanni fyrr en um miðjan febrúar er vísindamenn höfðu fundið nægjanlegt magn til að heimila veiðar á 175 þús. tonnum. Áður hafði þeim skipum sem aðstoðuðu rannsóknaskipin verið heimiluð veiði á rúmum 20 þús. tonnum af loðnu. Vetrarver- tíðin skilaði um 200 þús. tonna afla og fór hann allur til vinnslu innanlands. Reytur af síldarvertíð skiluðu um 5 þús. tonnum í bræðslu á fyrstu vikum ársins. Fiskifræðingar töldu ófært að gefa út loðnukvóta fyrir yfirstand- andi vertíð, vegna reynslu sinnar af tveimur fyrri vertíðum, fyrr en að afloknum haustleiðangri. í hann héldu tvö rannsóknaskip ásamt 4 veiðiskipum í byrjun október. Niðurstöður leiðangurs- ins lágu fyrir í lok október en þá var heimiluð veiði á 240 þús. tonnum. Að afloknum öðrum leið- angri rannsóknaskipa sem lauk í byrjun desember var loðnukvót- inn aukinn í 450 þús. tonn. Hlutur Islendinga samkvæmt samningi við Norðmenn og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins við ísland var 78% eða 351 þús. tonn. Veiðar gengu ekki vel á haustver- tíðinni og var einungis búið að landa rúmum 56 þús. tonnum er loðnuveiðum lauk 19. desember. Af síld barst svipað magn í bræðslu á haustvertíð og árið áður, eða um 47 þús. tonn. Mjölframleiðsla Gífurlegur samdráttur varð í framleiðslu iðnaðarins á árinu. Er framleiðsluminnkunin einungis í afurðum loðnunnar því mjög svip- að magn af öðrum mjöltegundum var framleitt á árinu 1991 og árið áður. Framleiðsla loðnumjöls er hins vegar innan við 40% af fram- leiðslu árins 1990 en það ár var undir meðaltali hvað framleiðslu mjöls varðar síðustu ár. Framleiðslan skiptist þannig síð- ustu tvö árin: 1990 1991 tonn tonn Fiskmjöl 23.688 25.100 Karfa- og spærlingsmjöl 1.195 1.650 Loðnumjöl 115.583 44.500 Síldarmjöl 9.500 10.500 Samtals 149.966 81.750, Búklýsisframleiðsla Samdráttur varð ekki einungis i loðnumjölsframleiðslu á árinu neldur var loðnulýsisframleiðslan mun minni, eða einungis rúmur priðjungur af framleiðslu árins 1991. Það ár var búklýsisfram- leiðsla í slöku meðallagi fram- leiðslu síðustu ára. Framleiðslan skiptist þannig undanfarin tvö ár: 1990 1991 tonn tonn_ Þorskalýsi 2.491 2.350 Karfalýsi 1.386 1.000 Loðnulýsi 64.031 23.500 Sfldarlýsi 7.493 7.500 Samtals 75.401 34.350^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.