Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1992, Side 16

Ægir - 01.03.1992, Side 16
124 ÆGIR 3/92 }ón Ólafsson: Fiskmjöls- og lýsisframleidslan 1991 Veiðar Arsins 1991 verður minnst sem eins lélegasta framleiðsluárs í sögu fiskmjölsiðnaðar á íslandi síðan iðnaðurinn sleit barnsskónum hér á landi. Þarf að leita aftur til loka sjöunda áratugarins er síldveiðar hrundu hér við land og áranna 1982—1983 þegar loðnuveiðar voru bannaðar til að finna samlík- ingu. Árið hófst á að bann var sett við loðnuveiðum. Kom það í fram- haldi af lélegum niðurstöðum Haf- rannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins haustið áður. Það haust hafði einnig skilað lélegum loðnuafla, einungis rétt rúmum 80 þús. tonnum. Strax eftir áramót héldu skip Hafrannsóknastofnunar ásamt 6 veiðiskipum til loðnuleit- ar. Leituðu veiðiskipin á öllu því svæði sem reikna mátti með loðnugöngum og tilkynntu niður- stöður sínar rannsóknaskipunum sem þá gátu einbeitt sér að mæl- ingum á stærð hrygningarstofns- ins. Þetta fyrirkomulag tókst vel, en skipstjóra loðnubátanna greindi á við fiskifræðinga Haf- rannsóknastofnunar um magn loðnu sem í sjónum var. Sjávarút- vegsráðuneytið fór að ráðum Haf- rannsóknastofnunar og aflétti ekki veiðibanni fyrr en um miðjan febrúar er vísindamenn höfðu fundið nægjanlegt magn til að heimila veiðar á 175 þús. tonnum. Áður hafði þeim skipum sem aðstoðuðu rannsóknaskipin verið heimiluð veiði á rúmum 20 þús. tonnum af loðnu. Vetrarver- tíðin skilaði um 200 þús. tonna afla og fór hann allur til vinnslu innanlands. Reytur af síldarvertíð skiluðu um 5 þús. tonnum í bræðslu á fyrstu vikum ársins. Fiskifræðingar töldu ófært að gefa út loðnukvóta fyrir yfirstand- andi vertíð, vegna reynslu sinnar af tveimur fyrri vertíðum, fyrr en að afloknum haustleiðangri. í hann héldu tvö rannsóknaskip ásamt 4 veiðiskipum í byrjun október. Niðurstöður leiðangurs- ins lágu fyrir í lok október en þá var heimiluð veiði á 240 þús. tonnum. Að afloknum öðrum leið- angri rannsóknaskipa sem lauk í byrjun desember var loðnukvót- inn aukinn í 450 þús. tonn. Hlutur Islendinga samkvæmt samningi við Norðmenn og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins við ísland var 78% eða 351 þús. tonn. Veiðar gengu ekki vel á haustver- tíðinni og var einungis búið að landa rúmum 56 þús. tonnum er loðnuveiðum lauk 19. desember. Af síld barst svipað magn í bræðslu á haustvertíð og árið áður, eða um 47 þús. tonn. Mjölframleiðsla Gífurlegur samdráttur varð í framleiðslu iðnaðarins á árinu. Er framleiðsluminnkunin einungis í afurðum loðnunnar því mjög svip- að magn af öðrum mjöltegundum var framleitt á árinu 1991 og árið áður. Framleiðsla loðnumjöls er hins vegar innan við 40% af fram- leiðslu árins 1990 en það ár var undir meðaltali hvað framleiðslu mjöls varðar síðustu ár. Framleiðslan skiptist þannig síð- ustu tvö árin: 1990 1991 tonn tonn Fiskmjöl 23.688 25.100 Karfa- og spærlingsmjöl 1.195 1.650 Loðnumjöl 115.583 44.500 Síldarmjöl 9.500 10.500 Samtals 149.966 81.750, Búklýsisframleiðsla Samdráttur varð ekki einungis i loðnumjölsframleiðslu á árinu neldur var loðnulýsisframleiðslan mun minni, eða einungis rúmur priðjungur af framleiðslu árins 1991. Það ár var búklýsisfram- leiðsla í slöku meðallagi fram- leiðslu síðustu ára. Framleiðslan skiptist þannig undanfarin tvö ár: 1990 1991 tonn tonn_ Þorskalýsi 2.491 2.350 Karfalýsi 1.386 1.000 Loðnulýsi 64.031 23.500 Sfldarlýsi 7.493 7.500 Samtals 75.401 34.350^

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.