Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 18
126
ÆGIR
3/92
Pétur Bjarnason:
Veiðar og vinnsla
hörpudisks og rækju
Árið 1991 var rækjuiðnaði afar
erfitt. Afurðir héldu áfram að
lækka í verði og verksmiðjurnar,
sem flestar voru illa búnar undir
verðfallið, lentu margar hverjar í
efnahagslegum þrengingum. Tvær
verksmiðjur urðu gjaldþrota og
ein fékk greiðslustöðvun. Rækju-
veiði var með mesta móti og þrátt
fyrir verðfall var hlutdeild rækju-
afurða í verðmæti sjávarafurða
nálægt 9%.
Hörpudiskvinnsla var í góðu
jafnvægi á árinu. Verð afurða var
stöðugt og afkoma viðunandi.
Nokkurrar sölutregðu gætti undir
lok ársins og blikur eru á lofti um
verðlækkanir. Mest af hörpudiski
er flutt út til Frakklands og ekki eru
aðrir markaðir í augsýn sem geta
greitt samkeppnishæft verð.
Rækjuveiðar
Samkvæmt tölum Fiskifélags
íslands var rækjuafli á íslands-
miðum 33.228 tonn árið 1991.
Þar af fengust rúm 5.300 tonn af
innfjarðarrækju. Þessi afli er
u.þ.b. 6.800 tonnum eða 23%
meiri en aflinn 1990. Samkvæmt
mælingum Hafrannsóknastofn-
unar eru rækjustofnar við ísland í
góðu jafnvægi.í upphafi kvótaárs-
ins, sem nú nær frá 1. september
1991 til 31. ágúst 1992, var
ákveðið að leyfa veiðar á 6.000
tonnum af innfjarðarrækju og
28.000 tonnum af úthafsrækju.
Þessar veiðiheimildir voru endur-
skoðaðar í lok ársins og þá
ákveðið að auka veiðiheimildir á
úthafsrækju um 8.000 tonn. Afla-
heimildir á yfirstandandi kvóta-
tímabili eru því 41.000 tonn og
hafa ekki áður verið meiri.
Auk þess afla sem veiddist á
íslandsmiðum voru keypt rúmlega
6 þúsund tonn af iðnaðarrækju til
vinnslu innanlands.
Vinnsla og verðmæti
rækjuafurða
Alls voru flutt út 10.923 tonn af
skelflettri rækju á móti 8.042
tonnum árið áður. Þessu til við-
bótar voru flutt út 5.864 tonn af
rækju í skel á móti 3.063 tonnum
árið 1990. Heildarmagn frystra
rækjuafurða 1991 var því 16.787
tonn. Þetta er aukning um rúm-
lega 50%.
Verðmæti frystra rækjuafurða á
árinu 1991 var 6.257 milljarðar
króna á móti 4.777 milljörðum
króna 1990. Þetta er um 30%
aukning frá árinu áður. Þessu til
viðbótar var flutt út niðursoðin
rækja fyrir 566 milljónir króna og
rækjumjöl fyrir tæpar 2 milljónir
króna. Útfluttar rækjuafurðir voru
því alls að verðmæti 6.825 millj-
arðar króna sem er nálægt 9% af
heildarútflutningi sjávarafurða.
Verðþróun og horfur
í rækjuvinnslu
Verð frosinnar rækju hefur
haldið áfram að falla á okkar
helstu mörkuðum. Frá upphafi til
loka ársins féll verð á frosinni skel-
flettri rækju um ca. 12% og kom
sú verðlækkun í kjölfar ca. 30%
verðlækkunar frá því verðið var
hæst. Því miður er ekki útlit fyrir
að verðið taki miklum breytingum
upp á við á næstu misserum-
Aukið framboð af hlýsjávarrækju,
einkum eldisrækju, truflar mark-
aðinn í vaxandi mæli og mun án
efa valda því að verð helst tiltölu-
lega lágt miðað við þegar það var
hæst.