Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 32
140
ÆGIR
3/92
NÝ
FISKISKIP
Bylgja VE 75
Nýtt fiskiskip bættis við flota Eyjamanna 14. mars
s.l.r en þann dag afhenti Slippstöðin hf. á Akureyri
m/s Bylgju VE 75, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr.
70. Skipið er smíðað sem skuttogari og er með búnað
til vinnslu og frystingar á flökum.
Skipið er hannað af Slippstöðinni hf. og hófst
smíðin fyrir nokkrum árum án kaupanda. Á s.l.
hausti, er smíði skipsins var lokið að mestu að undan-
skilinni tækjaniðursetningu og ýmsum frágangi,
samdi núverandi eigandi um kaup á skipinu. Bylgja
VE 75 er annað skipið sem Slippstöðin afhendir á
skömmum tíma til Vestmannaeyja, hið fyrra var Þór-
unn Sveinsdóttir, afhent í júlí á s. I. ári.
Hin nýja Bylgja VE 75 kemur í stað Bylgju VE 75
(sk.skr. nr. 1443), 149 rúmlesta stálfiskiskips, sem
smíðuð var í Stálvík hf. árið 1976 og skemmdist í
bruna á s. I. hausti.
Bylgja VE 75 er í eigu Matthíasar Óskarssonar í
Vestmannaeyjum, sem jafnframt er skipstjóri. Yfirvél-
stjóri á skipinu er Einar Axel Gústafsson.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipið er
skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli, peru-
stefni, skutrennu upp á efra þilfar, þilfarshús miðskips
í síðum með brú (úr áli) yfir og skýli framantil á efra
þilfari.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hágeyma fyrir
brennsluolíu ásamt keðjukassa; fiskilest með botn-
geymum fyrir brennsluolíu (framantil) og ferskvatn
(aftantil); vélarúm með vélgæsluklefa fremst b.b,-
megin og botngeymum í síðum fyrir brennsluolíu
o.fl.; og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu ásamt
smágeymum fyrir smurolíu o.fl.
Fremst á neðra þilfari er geymsla, en þar fyrir aftan
íbúðarými, sem nær yfir breidd skips, en framlengt
Mesta lengd .......................... 36.63 m
Lengd milli lóðlína (HVL) ............ 33.70 m
Lengd milli lóðlína (perukverk) .... 32.20 m
Breidd (mótuð) ........................ 8.60 m
Dýpt að efra þilfari .................. 6.50 m
Dýpt að neðra þilfari ................. 4.10 m
Eigin þyngd ............................ 511 t
Særými (djúprista 4.10 m) .............. 730 t
Burðargeta (djúprista 4.10 m) .......... 219 t
Lestarrými ............................. 260 m3
Brennsluolíugeymar (m. daggeymi) 86.5 m3
Ferskvatnsgeymar ...................... 24.0 m3
Sjókjölfestugeymir .................... 11.6 m3
Brúttótonnatala ........................ 451 BT
Rúmlestatala ........................... 277 brl
Ganghraði (reynslusigling) ............ 11.8 hn
Skipaskrárnúmer ....................... 2025
meðfram b.b.-síðu. Aftan við móttöku er sýrisvélar-
rými, verkstæði b.b.-megin við móttöku og stýrisvél-
arrými og vélarreisn þar fyrir framan, en s.b.-megin
er rými samtengt vinnslurými.
Á efra þilfari eru þilfarshús miðskips með gangi
fyrir bobbingarennur á milli. í s.b.-þilfarshúsi er
dælurými, og opin veiðarfæraaðstaða þar fyrir
framan. í b.b.-þilfarshúsi eru íbúðir. Aftantil á efra
þilfari eru skorsteinshús (stigahús). Vörpurenna
kemur í framhaldi af skutrennu og greinist í fjórar
bobbingarennur, sem liggja í gangi og fram fyrir yfir-
byggingu fram að skýli, framantil á efra þilfari,
þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar
og tilbúnar til veiða. Yfir afturbrún skutrennu eru
toggálgar, en yfir frambrún skutrennu er pokamastur,
sem gengur niður í skorsteins- og stigahús.
Yfir þilfarshúsum og gangi er bátaþilfar (brúarþil-
far), sem er framlengt í síðum aftur að pokamastri.
Fremst á bátaþiIfari er brú skipsins. Á brúarþaki er
ratsjár- og Ijósamastur, en á skýli, framantil á efra
þilfari, er mastur fyrir siglingaljós.