Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 35
3/92
ÆGIR
143
Þjöppu, 192 KW við 1500 sn/mín. Vélin knýr
160 KW (200 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz riðstraums-
rafal frá Leroy Somer af gerð LSA 46 L7.
I skipinu er olíukyntur miðstöðvarketill frá Pyro af
gerð 2-1112, afköst 34 KW.
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord af
§erö I-3M160/2GM405, snúningsvægi 3060 kpm
aamark, og tengist flipastýri frá Heinz Hinze af gerð
S 1600 F202/1.2.
1 skipinu eru tvær Alfa Laval skilvindur af gerð
MMpX 303 SGP-11-50, önnur fyrir smurolíu og hin
yrir brennsluolíukerfið. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá
spholin af gerð H3-S, afköst 17.1 m3/klst við 30 bar
Þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla er einn
1Veggja hraða rafdrifinn blásari frá Novenco, afköst
12000 m3/klst.
Rafkerfi skipsins er 380 V, 50 Hz riðstraumur fyrir
mótora og stærri notendur, og 220 V, 50 Hz fyrir lýs-
'ngu og til almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V
kerfið eru tveir 30 KVA spennar, 380/220 V. Rafalar
eru búnir skammtíma samfösunarbúnaði. í skipinu er
arjdtenging, 125 A með 40 m kapli.
1 skipinu er austurskilja frá World Water System,
8ero Helisep 500, afköst 0.5 m3/klst. Fyrir geyma er
lankmælikerfi frá Peilo Teknikk af gerð 822-202/802-
í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá I
Aquasep af gerð 0305103-E, afköst 3 tonn á sólar-
hring. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi.
íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, með
varma frá kælivatni aðalvélar um varmaskipti og frá
katli. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásurum
frá Novenco, blástur inn (1000m3/klst.) með hitael-
ementi, og fyrir eldhús og snyrtiherbergi eru tveir 500
m3/klst. sogblásarar. Vinnsluþilfar er loftræst með
sogblásara frá Novenco, afköst 600 m3/klst, og búið
hitablásurum. Fyrir hreinlætiskerfi eru tvö ferskvatns-
þrýstikerfi frá Mono með 60 I kútum.
Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er háþrýstikerfi,
sem komið er fyrir í dælurými á togþilfari. Vökva-
þrýstidælur (aðaldælur) eru tværfrá Voith afgerð IPH
6/6-125/125, afköst 350 l/mín hvor við 210 bar þrýst-
ing og 1450 sn/mín, knúnar af 165 KW rafmótorum.
Fyrir átaksjöfnunarbúnað togvindna og í hífingu er
ein rafdrifin Voith IPH 5/5-50/50 vökvaþrýstidæla, af-
köst 140 l/mín við 210 bar þrýsting og 1450 sn/mín,
knúin af 55 KW rafmótor. Fyrir losunarkrana er
22 KW rafdrifin vökvadæla. Sjálfstætt rafdrifið vökva-
þrýstikerfi frá Hágglunds af gerð PV 20 er fyrir vökva-
knúnar lúgur, færibönd o.fl., 65 l/mín, 200 bar, með
15 KW rafmótor. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum
vökvadælum.
í skipinu er kælikerfi (frystikerfi) frá Kværner Eureka
Bylgja VE 75
Óskum útgerd og áhöfn innilega til
hamingju með nýja skipið.
Byigja VE er búin hjálparvél af
gerðinni Volvo penta TD 121 CHC
FAXAFENI8 ■ SÍMI91-685870
Volvo Penta bátavélar hafa áunnið sér orðstír fyrir áreiðanleika og frábæra
endingu i gegnum aratuga notkun hér á landi