Ægir - 01.03.1992, Blaðsíða 17
3/92
ÆGIR
125
Útflutningur
Stöðugur samdráttur hefur verið
1 útflutningi mjöls og lýsis síðustu
ar eins og sést á mynd 1.
Útflutningur ársins 1991 á fisk-
mjöli er rétt rúmur helmingur af
utflutningi ársins á undan. Eins og
kam kemur í töflunni um mjölút-
f utning er Bretland með algera
serstöðu hvað varðar innkaup á
miöli frá íslandi. Vex hlutdeild
Þess ur rúmum 50% árið 1990 í
f*P 70% 1991. Breski markaður-
'nn er mikill og stöðugur og auk
Þess nálægur, þannig að flutnings-
°stnaður er minni en á önnur
markaðslönd fjær. Það er aftur á
mÞti varhugaverð þróun er eitt
markaðsland nær slíkri hlutdeild
a útflutningi okkar sem raunin er
með °retland. Slíkt kallar á aukna
markaðssetningu í öðrum löndum
°8 nauðsynlegar framleiðslubreyt-
'n^ar Ijj að fylgja henni eftir.
árinu voru milli 15 og 20 þús.
^nn af fiskmjöli notuð innanlands
8 er það einhver minnkum frá
'Vrri árum.
Mjölútflutningur 1991
(1990 er í sviga)
Bretland
f'nnland
Danmörk
Sv'þjóð
Noregur
ÞVskaland
ísrael
H°lland
Þrakkland
H°ng Kong
Sviss
Hngverjaland
45.796 (66.415)
4.142 (15.318)
4.011 (14.872)
3.631 (11.058)
3.425 (2.254)
2.935 (6.331)
1.761 (-)
1.466 (1.168)
1.265 (6.608)
72 (->
- (1.399)
- (813)
- (36)
- (15)
68.504 (126.287)
Þó
útflut
mikiH samdráttur væri í
ningi mjöls á árinu varð hann
enn meiri í búklýsisútflutningi.
Nam útflutningurinn einungis um
40% af útflutningi ársins á undan.
Noregur og Holland, okkar mikil-
vægustu búklýsismarkaðir, halda
hlutdeild sinni. Danmörk kemur
inn með 1200 tonn, en samdráttur
er á öðrum mörkuðum.
Búklýsisútflutningur 1991
(1990 í sviga)
Noregur 14.071 (29.286)
Holland 7.265 (18.503)
Bretland 1.997 (8.126)
Danmörk 1.209 (-)
Frakkland 1.017 (5.688)
Þýskaland 468 (501)
Finnland - (1.056)
Samtals 26.027 (63.160)
Verðþróun
Þar sem óvissa var mikil um
gang loðnuveiða í upphafi árs og
veiðibann í gildi var eðlilega lítið
um sölur á mjöli og lýsi. Verð
hækkaði lítillega frá því sem það
var í lok ársins 1990. Fyrir tonnið
af venjulegu loðnumjöli fékkst á
fyrstu mánuðum ársins 1991 um
£315 og $310 fyrir tonnið af
loðnulýsi. Verðið lækkaði er leið á
árið, mjölið í £300 pr. tonn og
lýsið var rétt yfir $300 hvert tonn.
í ágústmánuði fengust um £305
fyrir tonnið af venjulegu loðnu-
mjöli. Þetta verð fór hækkandi er
leið á vertíðina, að hluta vegna
skorts á loðnuafurðum, en fram-
leiðsla var lítil vegna lélegs gangs
veiða sem áður hefur verið vikið
að. í lok ársins voru boðin £390
fyrir loðnumjölstonn. Sama verð-
þróun var í lýsinu. í ágúst fengust
um $320 fyrir tonnið af loðnulýsi.
Það náði hámarki í nóvember en
þá var hægt að selja tonnið á
$380. Verðið lækkaði aftur í des-
ember og fór þá niður í um $360
hvert tonn.
Nidurlag
Eins og hér hefur komið fram
varð gífurlegur samdráttur í fram-
leiðslu og útflutningi mjöl- og lýs-
isiðnaðarins á loðnuafurðum á
árinu. Hlutdeild iðnaðarins í
heildarútflutningi sjávarafurða á
árinu 1991 féll um helming frá
fyrra ári, fór í um 3,6% og má
þessi iðnaður muna sinn fífil fegri
hvað það varðar. Ætla verður að
botninum hafi verið náð í þróun
sem hófst með hruni haustveiða
árið 1989. Mikil bjartsýni var
orðin ríkjandi í greininni áður en
þessi kollsteypa dundi yfir. For-
ráðamenn loðnuverksmiðja víða
um land voru farnir að huga að
mjög nauðsynlegum endurbótum
verksmiðjanna, enda hafði verið
ríkjandi stöðugleiki í loðnuveiðum
frá loðnuveiðibanninu 1982 —
1983. Þetta samdráttartímabil,
sem nú er vonandi að baki, mun
væntanlega hafa einhver áhrif til
að hægja á framþróun greinarinn-
ar. Ekki einungis að fjárhagur
þeirra fyrirtækja sem vinna loðnu
er í molum, heldur hafa menn
verið minntir óþyrmilega á að
loðnan er fiskur sem erfitt er að
treysta þegar framkvæmda- og
fjárfestingaráætlanir eru gerðar.
Veiðar á vetrarvertíð yfirstand-
andi loðnuvertíðar hafa gengið vel
þrátt fyrir mikla ótíð. Veiðikvóti
íslendinga er kominn í 751 þús.
tonn. Fiskifræðingar gefa góðar
vonir um næstu loðnuvertíð
1992-1993 og hrygning loðnu
sem stendur undir þarnæstu vertíð
kom vel út að þeirra mati.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags íslenskra fiskmjölsframleið-
enda.