Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1992, Page 9

Ægir - 01.04.1992, Page 9
4/92 ÆGIR 169 lrá árinu 1953 eða í 37 ár var ®'kert selt til þessa landssvæðis. ovétríkin sem slík hafa að vísu verið leyst upp en eftir sem áður er ^austen8l ríkjasamband tekið Vl ' Samveldi sjálfstæðra ríkja, Sern sett var formlega á laggirnar ■ desember 1991. Mikið rót er á u u stjórnarfari innan samveldis- ,a.ndanna °8 rfk viðleitni í þá átt helstu ríkjum þess að losa Sern mest um fyrri tengsl og mið- Vnngu í efnahags- og atvinnu- 1a um. Verðbólga, vöru- og gialdeyrisskortur hrjáir þessar Pl°ðir. Möguleikar til viðskipta ru því mjög takmarkaðir með havarafurðir á þeim grundvelli em fullnægði kröfum íslenskra UmVtjenda. Af hálfu S.H. fóru mt fram viðræður við aóila þar s,ur frá, en grundvöllur til við- á 'Pta var ekki til staðar þegar á 3ttl að herða. frAaa J°*<um skal rifjað upp til o ei*<s að fyrstu viðskipti S.H. ^étríkjanna áttu sér stað árið 13 70 ^ ^ ÞV' ári flutti S-H‘ út 0 smálestir þangað sem var 54.4% allrar framleiðslu frysti- húsa S.H. á því ári. Árið 1947 seldi S.H. 7.308 smálestir til Sov- étríkjanna. Það var 30.4% af heildarframleiðslu þess árs. Síðan verður hlé á þessum viðskiptum til ársins 1953 er þau hefjast á ný. Var það þegar íslendingar stóðu í sínu fyrsta stríði við Breta um út- færslu íslenskrar fiskveiðilögsögu. Þá settu þeir löndunarbann á ís- lenskan fisk í Bretlandi. íslenskur hraðfrystiiðnaður kom til bjargar sem oft áður er íslendingar háðu baráttu sína fyrir útfærslu íslenskr- ar fiskveiðilögsögu í allt að 200 sjómílur. Þá réðu sölur á frystum sjávarafurðum til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna úrslitum. Árið 1991 eykst enn útflutning- ur til Frakklands sem er nú þriðji stærsti markaðurinn hvað verð- mæti áhrærir, en fjórði að magni. Bretland skipar fyrsta sætið og Bandaríkin annað. Hvað magn á- hrærir er Japan þriðja stærsta út- flutningslandið með 36.994 smá- lestir. Þar af voru 24.435 smálest- ir eða 66.0% heilfrystur fiskur. Markaðsuppbygging og sölustarfsemi Af hálfu þeirra sem flytja út frystar sjávarafurðir frá íslandi er rekin mjög öflug sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Á þetta sér- staklega við S.H. og Í.S., sem flytja út árlega um 70%. Þessir aðilar reka eigin fyrirtæki og fisk- iðnaðarverksmiðjur í Bandaríkj- unum og Bretlandi og einnig sölufyrirtæki í Þýskalandi, Frakk- landi og Japan. Þá hefur S.H. á- kveðið að staðsetja sölufulltrúa á Spáni. Umsvifin í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakk- landi voru eins og segir í 9. töflu. Auking var í sölu í Frakklandi og Þýskalandi, en samdráttur hjá fyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þó er rétt að vekja athygli á því að hjá I.F.P.C. (S.H.) Bretlandi, var um umtalsverða söluaukningu að ræða. Þótt markaðsstaðan hvað verð áhrærir væri sterk í dollurum mælt, dugði það ekki í sam- keppninni við hið háa verð og sterka gjaldmiðla í Evrópu. Breyt- ing varð þó á þessu er líða tók á árið. Evrópa hefur verið mjög sterkt markaóssvæði á síðustu árum, en erfitt er að sjá fyrir um þróunina þar á næstunni. Ýmis- legt bendir til þess að Bretland styrkist í sölu frystra sjávarafurða og Þýskaland lofar góðu, ef unnt er að framleiða réttar afurðir fyrir þann markað. Markaðir í Asíu, Japan og Taiwan hafa verið góðir og gera menn sér vonir um að markaður fyrir loðnuafurðir verði góður á næstu vertíð. í forustu fyrir fyrirtækjum S.H. og I.S. erlendis er mikið af ungum og velmenntuðum mönnum sem hafa mikinn metnað fyrir hönd ís- lenskra fiskframleiðenda að ná miklum og góðum árangri í sölu sjávarafurða. Til þess að árangur náist sem skyldi verður að tryggja vöruvöndun, þjónustu og áreið- anleik í viðskiptum. 9. tafla Sala fyrirtækja S.H. og Í.S. 1990 og 1990 1991 Coldwaterseaf. Corp. ^jcSeaf.Corp Sarntals ----- $ mil 194.8 138.1 332.9 1991 $ millj. 169.7 132.9 302.6 £ mil 38.1 35.4 73.5 £ millj. 42.6 30.3 72.9 DM mil DM mil 91.0 30.5 121.5 91.2 38.3 129.5 FRF mil 168.1 304.5 472.6 FRF millj. 210.7 349.9 560.6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.