Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1992, Side 24

Ægir - 01.04.1992, Side 24
184 ÆGIR 4/92 2.8-2.9°C (2. mynd a-d). Öll ígulkerin sem tekin voru innan tilraunareitsins voru mæld með tilliti til hæðar og þvermáls. Þetta er nauðsynlegt til að gera sér grein fyrir aldursdreifingu á svæðinu. Einnig er nauðsynlegt að vita stærðarhlutföllin á veiði- svæðinu með tilliti til vinnslu og markaðssetningar. Á rannsóknar- tímabilinu var mesta meðaltal þvermáls mælt í maí 1990 eða 62 mm og einnig mest meðaltal hæðar eða 39 mm. Hið minnsta mældist aftur á móti í apríl 1991 eða 50 mm að þvermáli og 29 mm að hæð. Ársmeðaltal stærðar ígulkeranna mældist 55 mm að þvermáli og 31 mm að hæð (1. tafla). Igulkerin voru vigtuð eins fljótt og hægt var og heildarþungi þeirra borinn saman milli mán- aða. Úr hverju ígulkerasýni var tekið ákveðið úrtak, oftast 40 íg- ulker, þar sem kynkirtlar voru lit- greindir, vigtaðir og greindir til kynja. Aðalþyngdaraukningin er samfara aukningu á þunga kyn- kirtlana. Mynd 3 a sýnir heildar- þunga ígulkera í Hvammsvík á ýmsum tímum rannsóknartíma- bilsins. Hér er um meðaltöl hvers úrtaks að ræða mælt í grömmum. Heildarþunginn mældist mestur í janúar 1990 eða 88 g, en minnst- ur í september sama ár eða að- eins 53 g. Heildarþunginn sveifl- ast nokkuð mikið og sér í lagi á tímabilinu janúar til september 1990. Þetta er að sjálfsögðu tengt þeirri staðreynd að þau eru léttust strax eftir hrygningu. Meðalþyngd ígulkera á rannsóknartímabilinu var 71.6 g (1. tafla). Kynþroska er hægt að mæla þegar hin eiginlega egg- og svil- myndun hefst að einhverju marki- Þegar svo hrygningin nálgast verða kynkirtlarnir lausir í sér og nánast fljótandi. Strax eftir hrygn- inguna verður mikið þyngdartap hjá ígulkerunum og næstu mán- uði á eftir er t'remur erfitt að greina þau til kynja nema athuga kynkirtlana í smásjá eða Þa þekkja áferð þeirra mjög vel- Einnig má greina hrygnur á því að þær hafa stærri gotop efst á ígul- kerinu. Til að átta sig betur a þroska kynkirtlanna þá er hlutfall kynkirtlaþunga af heildarþunga fundið. 3. mynd b sýnir hlutfalI kynkirtlaþunga af heildarþunga ígulkera frá Hvammsvík á tímabil- inu ágúst 1989 til apríl 1991- Gildin eru meðaltöl hvers sýnis- Frá því í ágúst 1989, þegar mæl- ingar hófust, og fram í janúar 1991 fór hlutfall kynkirtla aðeins tvisvar undir 14%, eða í júní og júlí 1990 að það mældist 13.3 og 13.4%. Hlutfallið er fremur jafnt frá ágúst 1989 til febrúar 1990 að það hækkar úr 15-18% upp ( 20%. Það nær síðan hámarki ' aprílmánuði og út maí, en fellur síðan skyndilega í júní/júlí. Það eykst síðan jafnt og þétt og nær aftur hámarki í september 1990 eða 26.6%. Á tímabilinu október 1990 til mars 1991 eru gildin nokkuð hærri en þau voru á sama tíma árið áður, en falla svo skyndilega í apríl allt niður 1 10.2%. Þegar litið er á þunga kynkirtlanna yfir árið þá kemur eðlilega í Ijós ákveðin fylgni vl0 kynþroskann. Þungi kynkirtla er mestur í apríl-maí 1990 e^a 17.1-19.6 g að meðaltali og 1 mars 1991 eða 17.1 g að meðal- tali. Hann er at'tur á móti minnsÞ ur í júní/júlí 1990 eða 9.7 og g að meðaltali og í apríl 1991 eða 3. mynd a Heildarþungi ígulkera í Hvammsvík eftir árstíma 3. mynd b Hlutfall kynkirtlaþunga af heildarþunga ígulkera íHvammsvík '89 '90 '91

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.