Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1992, Page 27

Ægir - 01.04.1992, Page 27
4/92 ÆGIR 187 Hvítabjarnarey á ýmsum tímum. Meðalþunginn sveiflast fremur lít- ið yfir árið, en er áberandi hæstur í febrúar (118.1 g að meðaltali) en fellur lítillega í apríl/maí og aftur í júlí/ágúst. Hann hækkar aftur í september og nær hámarki í desember. Það sama er tilfellið með heildarþunga ígulkera sem tekin voru við Ölver (5. mynd b) en þar er fallið í þunga þeirra meira áberandi í apríl til júlí held- ur en við Hvítabjarnarey. Heildar- þunginn eykst svo aftur í ágúst til október en fellur í nóvember. Hann mæiist minnstur í febrúar 1991 eða 72 g að meðaltali. Þegar mælingarnar eru bornar saman milli þessara tveggja svæða kemur í Ijós að heildar- þungi ígulkera við Hvítabjarn- areyju er yfirleitt meiri en við Öl- ver (6. mynd). Þetta á einnig við um stærð ígulkeranna. Tilsvarandi niðurstöður frá Hvammsvík sýna að ígulkerin þaðan eru nokkuð smærri og léttari en þau frá Breiðafirði. Meðalþyngd á öllu rannsóknartímabilinu mældist við Hvítabjarnarey 102.8 g heildar- þyngd, 17.2 g kynkirtlaþyngd. Hlutfall kynkirtla var því 16.8%. Við Ölver voru hliðstæðar mæl- ingar 85.2 g heildarþungi, 14.2 g kynkirtlaþungi og hlutfall kyn- kirtla 16.4% (3. og 4. tafla). Til að gera sér betur grein fyrir þroskaíerli kynkirtlanna þá er hlutfall kynkirtlaþunga af heildar- þunga ígulkeranna fundið eins og gert var í Hvammsvík. 7. mynd a sýnir hlutfallið við Hvítabjarnarey yfir tímabilið febrúar 1990 til febrúar 1991. Þetta hlutfall er yfir 11 % nema í ágúst 1990 að þaö fellur niður í 10.5%, en er hæst í apri'l eða 22.9%. Það fellur síðan snögglega í maí og í júní er þaö komið niður í 12.8% (3. tafla). Þetta sýnir að hrygningin hefur átt sér stað í maí eða byrjun júní við Hvítabjarnareyjar. 7. mynd b sýn- ir hlutfall kynkirtlaþunga at' heild-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.