Ægir - 01.05.1993, Page 24
Virði útflutningsins og hlutfallsleg
skipting útflutningsins eftir
verkunaraðferóum
Á línuritum til hliðar er sýnt verðmæti út-
fluttra sjávarafurða í SDR á tímabilinu
1981-1992. Fyrsta línuritið sýnir virði útfluttra
sjávarafurða mælt í SDR og framlag einstakra
verkunaraðferða. Árið 1981 var verðmæti út-
flutningsins rúmlega 608 milljónir SDR. Á tíma-
bilinu 1982-1984 fór gengi dollars hækkandi
gagnvart öðrum gjaldmiðlum og þar sem dollar-
inn vegur þungt í SDR hækkaði gengi þess
einnig miðað við flesta aðra virðismælikvarða. Af
þessu leiðir að fall útflutningsverðmæta sýnist
meira á línuritinu, en það í raun var. Við fall
dollarans á síðara kjörtímabili Reagan-stjórnar-
innar 1985-1988 gildir hið öndverða að aukn-
ing útflutningsverðmætis er ofmetin sem falli
SDR nemur. I SDR náði verðmæti sjávarafurða-
útflutningsins hámarki 1987, en þá voru fluttar
út sjávarafurðir að verðmæti 838 milljónir SDR.
Aftur óx útflutningurinn mælt í SDR á tímabil-
inu 1988-1991 og náði nýju hámarki 1991,
tæplega 930 milljónum SDR. Árið 1992 var
virði útfluttra sjávarafurða 880 milljónir SDR
eða tæplega 5.4% samdráttur frá fyrra ári.
Frysting og skreið
Hlutdeild einstakra verkunaraðferða í verð-
mæti útfluttra sjávarafurða hefur sveiflast nokk-
uð gegnum árin. Árið 1981, fýrsta árið sem sýnt
er á meðfylgjandi mynd yfir hlutdeildina, er sér-
stakt að því leyti að gífurlegt magn af þorski var
verkað í skreið sem seld var til Nígeríu. Þorskafli
íslendinga náði áður óþekktu hámarki þetta ár,
rúmum 460 þúsund tonnum, og gott verð fékkst
fyrir skreiðina. Hlutdeild skreiðar í útflutnings-
verðmæti ársins nam 15.7% og yfir 133 þúsund
tonn af botnfiski voru verkuð í skreið, þar af
rúm 100 þúsund tonn af þorski. Hlutdeild ann-
arra verkunaraðferða var því minni sem því svar-
ar. T.a.m. hefur hlutdeild frystingar í verðmæti
útfluttra sjávarafurða ekki verið minni í marga
Virði útflutnings eftir
afurðaflokkum (millj. SDR)
1000 -lí
1981 1983 1985 1987 1989 1991
■ Fryst. afuröir □ Salt. afurðir B ísaðar afurðir ! i Hertar afurðir
□ Mjöloglýsi MLagmeti fl Aðrar afurðir
Heimild: Hagstofa íslands
Hlutfallsleg skipting útflutnings
eftir afurðaflokkum
■ Fryst.afurðir □ Salt. afurðir H ísaðarafurðir □ Flertar afurðir
□ Mjöl og lýsi ■ Lagmeti □ Aðrar afurðir
Heimild: Hagstofa íslands
Magn og virði útflutnings
1400
1981 1983 1985 1987 1989 1991
■ Magn (Þús. tonna) □ Virði (millj.SDR) I Virði (millj. doll.)
Heimild: Hagstofa islands
238 ÆGIR 5. TBL.1993