Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 14
FRÁ ÚTGEFANDA REYTINGUR GÓÐAR VIÐTÖKUR Síðasta tölublað Ægis var hið fyrsta sem Skerpla sér um útgáfu á fyrir Fiskifélag íslands. Talsverðar breyting- ar voru gerðar á blaðinu, bæði efni og útliti. Það var því með nokkurri eftir- væntingu sem við biðum eftir við- brögðum frá lesendum blaðsins. Skemmst er frá því að segja að nýr Ægir hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Margir hafa haft samband við okkur, og Fiski- félagið, og lýst ánægju sinni með blaðið og bent á það sem betur má fara. Hvoru tveggja er okkur mikilvægt og hvatning til að gera betur. Sérstaka athygli vakti viðtal Vilhelms G. Kristinssonar við Jósafat Hinriksson iðn- rekanda. Vonandi tekst okkur að fá fleiri við- mælendur sem hafa Sigurlín Guðjónsdóttir. jafnmiklu að miðla og Jósafat og eru ábendingar þar um vel þegnar. að því staðið til þess að ekki hljótist af því of mikill kostnaður fyrir viðkom- andi. Ef fleiri hefðu áhuga á sömu þjónustu þætti okkur vænt um aö heyra frá þeim sem fyrst. Nýr auglýsingastjóri Okkur hjá Skerplu hefur nú bæst góður liðsauki. Sigurlín Guðjónsdóttir hefur tekið að sér að sjá um að halda góðu sambandi við fyrirtæki tengd sjávar- útvegi og afla blaðinu auglýsinga. Á þessu sviði haldast hags- munir Ægis í hendur við hagsmuni fyrir- tækjanna. Sigurlín hef- ur þegar haft samband við nokkur fyrirtæki og fengið vinsamlegar móttökur. Þeim sem vilja afla sér upp' lýsinga um auglýsingar í Ægi er bent á að hringja til Skerplu 1 síma 91-681225 og tala við Sigurlín. Útvegstölur Talnaefnið var fært í sérstakan kálf. Það hefur mælst vel fyrir og hafa sum- ir kaupendur blabsins óskað eftir því að fá fleiri eintök af Útvegstölunum með hverjum Ægi. Það er nú í athug- un hvort hægt veröur að verða viö þessum óskum og hvernig best verði Norðmenn auka útflutning Verðmæti norsks fiskútflutnings jókst á fyrri helmingi þessa árs um 560 milljónir norskra króna miðað við sömu mánuði í fyrra. Aukningin frá síöasta ári nemur átta af hundr- Hafið samband Munið svo að Ægir er gefinn út fyr- ir lesendur blaðsins. Hafið því sam- band og komið hugmyndum ykkar a framfæri, sendið okkur bréf eða athugasemdir. Það gæti orðið til þess ab gera blaðið enn betra. Þórarinn Friðjónsson. aði. 90% aukningarinnar eru vegna meiri útflutnings á þorskafurðum. Önnur ástæða verðmætaaukningar- innar er hærra verð á laxi. Verðið er nú um 15% hærra en í fyrra. (Fiskaren) 336 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.