Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 36

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 36
Frá árinu 1973 hefur tæknideildin tekiö saman lýsingu á öllum nýjum og nýkeyptum fiskiskipum stærri en 12 brl, samtals á um 300 skipum. Lýsingar þessar, sem birtar hafa veriö í Ægi, hafa víötækt tæknilegt gildi, auk sögu- legs, og hafa komiö aö miklum notum víöa. ingar sem geröar hafa veriö á skipum. Deildin fær til sín ýmis frumgögn, svo sem smíöasamninga, smíöalýsingar og fleira, og veitir tæknilega umsögn um verkið. í staðinn hefur Fiskveiðasjóður fjármagnað rekstur deildarinnar að hluta. Nú stendur fyrir dyrum endur- skoöun á þessum samningi. Lýsing á nýjum fiskiskipum Frá árinu 1973 hefur tæknideildin tekið saman lýsingu á öllum nýjum og nýkeyptum fiskiskipum stærri en 12 brl, samtals á um 300 skipum. Lýs- ingar þessar, sem birtar hafa verið í Ægi, hafa víðtækt tæknilegt gildi, auk sögulegs, og hafa komið að miklum notum víða. Þær eru unnar af starfs- mönnum deildarinnar og jafnviða- miklar og nákvæmar lýsingar á fiski- skipum er vart að finna í neinum er- lendum fagtímaritum. ítarleg skipaskrá tœknideildar Ennfremur hefur tæknideild komið sér upp eigin skipaskrá. „Þessi skrá er talsvert frábrugðin skipaskrá Siglinga- málastofnunar", segir Emil Ragnars- son. „í okkar skrá er að finna margvís- legar tæknilegar upplýsingar sem gerir okkur kleift að skoða þróun flotans frá fjölmörgum sjónarhornum. Við get- um séð þróun vélarafls hjá flotanum svo dæmi sé tekið og allar meiriháttar breytingar á skipum eru skráðar hjá okkur, hvort sem um er að ræða véla- skipti, lengingu eða aðrar breytingar. Einnig hefur deildin safnað upplýs- ingum um olíunotkun fiskiskipaflot- ans og tengt hana viö ýmsa aðra þætti. Enginn annar aðili hefur slíkar upplýsingar á takteinum. Á þennan hátt hefur tæknideildin safnað saman gagnlegum upplýsingum sem hvergi eru til annars staðar og á þeim vett- vangi tel ég æskilegt að hún starfi áfram, auk þess að veita ýmiss konar tæknilega þjónustu, hér eftir sem hingað til." Frumkvœði að olíumœlingum Um miðjan áttunda áratugh111 hafði tæknideild Fiskifélagsins frurn- kvæði að olíumælingum um borð ' fiskiskipum, sem leiddu til þess að skipstjórnar- og útgerðarmenn fóru > ríkari mæli en áöur að huga að ohu- eyðslu skipa sinna. „Menn vissu kannski hve margar krónur fóru í að kaupa olíu, en þeir vissu sjaldnast um hve marga lítra var að ræða og í hvað þeir fóru," segir Emil Ragnarsson- „Frumkvæði okkar hratt af stað rnikiH' vakningu og nú þykja olíumælar sjálf- sagður búnaður í fiskiskipum þar senr þeir veita upplýsingar um hvernig hagkvæmast er að beita skipinu." Norrœnt samstarfsverkefni Olíumælingarnar voru upphafið að víðtækari mælingaþjónustu senr tæknideildin veitir. Árin 1981 til 1984 tók deildin þátt í norrænu samstarfs- verkefni um olíusparnað fiskiskip3- Langþráð fjármagn kom til rannsókna og tæknideild gat aukið við tækjabún- að sinn og stundaö mælingar um borð í fiskiskipum í góðri samvinnu viö ut- gerðar- og skipstjórnarmenn. Einkun' var mæld ganghæfni skipa við mis' munandi aðstæður og beitingu. Tölvuvœöing mœlinganna Þær mælingar sem þróaðar voru > samnorræna verkefninu eru enn stor hluti af starfsemi tæknideildar, ásamt skrúfuspyrnu- og rafmagnsmælingunÞ en að auki hafa bæst viö aðrar mæl' ingar, svo sem titringsmælingar. Árið 1989 voru mælingarnar tölvuvæddar og er hugbúnaður sem og vélbúnaður eigin smíð tæknideildarmanna. Tölvu- væðingin gerir alla úrvinnslu na- kvæmari og fljótvirkari. Nú stendur 358 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.