Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Síða 26

Ægir - 01.08.1993, Síða 26
Hér haföi í rauninni ekki verið deilt um krónur og aura heldur hvernig stýra ætti at- vinnulífi þjóðarinnar. Atti að tryggja afkoniu og hagnað þeirra sem ráku útgerðina og áttu frystihúsin eöa átti að bæta afkomu sjó- manna? mibstöb færeysku fiskvinnsluhúsanna og langstærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar. í stjórn hennar sátu eig- endur fiskvinnsluhúsanna og stóru skipanna sem veiddu á fjarlægum miðum. Dagróðramenn áttu enga full- trúa í Fiskasölunni. Dagróbramenn kröfðust þess að laun þeirra og rekstrarútgjöld hefbu forgang. Ef markaðsverð nægði ekki til að greiða útgjöld og kostnað frystihús- anna átti Hráefnissjóður að koma til skjalanna og bæta því við sem á vant- aði. Frystihúsin vildu fara þveröfuga leið: fyrst átti hið opinbera að tryggja rekstrar- og framleiðslugrundvöll fisk- vinnslunnar. Ef ekki var nóg eftir handa dagróðramönnum þegar fisk- vinnslan hafði fengið sitt átti Hráefnis- sjóður að borga það sem á vantaði. Ástæðan fyrir því að dagróðramenn vildu að Fiskasalan fengi styrkina var sú að þá myndi verðfall á erlendum fiskmörkuðum ekki hafa nein áhrif á afkomu þeirra. Fiskasalan og útgerðin yrðu að taka á sig áföllin. Þeirra eigin laun yrðu fastákveðin og háð samn- ingum eins og laun verkafólks í landi. Auk þess töldu þeir að ef styrkur væri greiddur á útflutningsstigi vörunnar fengi hið opinbera betri innsýn í út- flutnings- og sölumál. Styrkurinn átti þannig að vera svipa á útflytjandann og tryggja að hann stæði sig í sam- keppni á erlendum mörkuðum. Stjórnmálamenn voru hlynntir til- lögum dagróðramanna en stjórn Fiskasölunnar og forstjóri hennar, Birgir Danielsen, brugðust ókvæða við. Þeir sögðu að allt starfsfólk Fiska- sölunnar legði niður vinnu og færi heim ef farið væri að styrkja útflutn- ing. Engin máttur á himni né jörðu gæti þvingað þá til slíkrar fásinnu. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Fiskasölumanna var margþætt. í fyrsta lagi töldu þeir það vera andstætt al- þjóðlegum samkeppnisreglum að hið opinbera - í þessu tilviki landsstjórn Færeyja - notabi almannafé til að styrkja útflutning. í öðru lagi töldu þeir ekki rétt að stjórnvöld eba ein- hver nefnd á þeirra vegum ákvæði hvaða vöru Fiskasalan ætti ab fram- leiða. Markaðurinn átti ab ákveða það. í þriðja lagi töldu þeir þetta stríða gegn þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér: að treysta fyrirtækið 1 sessi efnahagslega. Ef landsstjórnin veitti styrki til útflutnings var hún sjálfkrafa komin með krumlurnar 1 sjóði Fiskasölunnar og þab þótti for- svarsmönnum hennar afleit tilhugs- un. Þeir höfðu fjármagnsskyldu gagn- vart abildarfyrirtækjunum, færeysku frystihúsunum, og töldu enga ástæðu til ab ætla að ef landsstjórnin fengi lán frá Fiskasölunni myndi hún taka það mjög hátíðlega. Betra væri að hún skuldaði sjómönnum því þeir myndu sjá til þess að hún borgaði aftur. Niöurstaöa fœst Þrefað var um þessi mál fram og aftur í nokkra mánuði. Loks var hætt við að styrkja sjálfan útflutninginn og þess í stab ákveðið að styrkirnir rynnu til frystihúsanna. Frystihúsin áttu síð- an að reikna meb þessum styrkjuni 1 verðinu sem sjómenn fengju fyrir flsk- inn. Hið opinbera tók að sér að tryggja ab fiskvinnsluhúsin ættu alltaf fyrir rekstrar- og framleiðslukostnaði og auk þess átti að tryggja þeim arð af heimsmarkaðsverði. Þetta þýddi að landssjóður Færeyinga átti að vera einskonar fríholt milli fiskvinnslunn- ar og heimsmarkaðarins. Laun dag- róðramanna áttu að mæta afgangi. Hér hafði í rauninni ekki verið dein um krónur og aura heldur hvernig stýra ætti atvinnulífi þjóbarinnar. Átti að tryggja afkomu og hagnað þeirra sem ráku útgerbina og áttu frystihúsin 348 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.