Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 22
Til að skilja þaö sem síðan gerðist í Færeyjum er nauðsynlegt að hafa í huga ab færeyskir sjó- menn skiptust í tvo hópa sem ekki höfðu sömu hagsmuna að gæta. í lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru Færeyingar að öllum líkindum með stöndugustu þjóðum í Evrópu. Getum er leitt að því ab peningaeign landsmanna í stríðslok hafi numið sem svarar 200 milljörðum íslenskra króna á núvirði. Ástæðan fyrir þessu ríkidæmi var sú að öll styrjaldarárin höfðu Færeyingar siglt með ísaðan fisk á Bretlandsmarkað. Þessar sigling- ar voru ábatavænlegar en hættulegar, þribjungi flotans var sökkt og fjöldi sjómanna fórst. Atvinnulífinu komiö til hjálpar Nauðsynlegt var talið að hið opin' bera kæmi atvinnulífinu til hjálpar- Danir brugðust vel vib og létu Færey- ingum í té hluta af Marshall-hjálp- inni, alls um 100 millj. kr. Fimmtungi þess fjár var varib til að stofna Fjár- magnsfélag Færeyja sem veitti lán til útgerðar og skipasmíða. Afgangurinn var notaður til að afskrifa skuldir > sjávarútvegi. Síðast en ekki síst sam- þykkti lögþingib ný lög um endurnýj- un flotans. Ljósmyndir: RAX Stœrsti togarafloti ó Norðurlöndum Strax í styrjaldarlok byrjuðu Færey- ingar að endurnýja skipaflotann af mikilli elju. Fjöldi togara var keyptur, aðallega frá íslandi og Bretlandi. En engin ný skip voru á markaöinum og flestir togaranna voru ryðkláfar sem hvorki íslendingar né Bretar gátu not- að. Árib 1948 áttu Færeyingar stærsta togaraflota á Norðurlöndum, alls um 50 skip. Viðhaldskostnaður var gífur- legur og skipin voru allt of dýr í rekstri. Við þetta bættist að í lok ára- tugarins lækkaði fiskverð og árið 1949 var gengi breska sterlingspundsins fellt. Fjöldagjaldþrot 1950-1951 Allt þetta hafbi í för með sér að á tæpu ári (1950-1951) varð næstum hvert einasta útgeröarfyrirtæki á eyj- unum gjaldþrota. Sjóvinnubankinn, banki útgerðar og atvinnulífs, varð gjaldþrota tvisvar sinnum á hálfu ári. Allt féð, sem færeyska þjóðin hafði aflað sér með svita, blóði og tárum á styrjaldarárunum, var glatað. Nær all- ar framkvæmdir á sjó og landi stöðv- uðust. Færeyingar streymdu til íslands í atvinnuleit. Endurreisn Þessar ráðstafanir voru taldar nauð- synlegar því nær ekkert nothæft skip var eftir á eyjunum og flestir færeyskir sjómenn voru erlendis. Styrkir og er- lend lán höfðu jákvæð áhrif, ný skip voru keypt eða þau smíðuð í Færeyj- um. Færeyingar eignuðust aftur stóra togara og stállínuskip. Sjómennirnir byrjuðu að tínast heim. Endureisnin hafði heppnast vonum framar og fisk' verð var aftur hagstætt á erlendum mörkuðum. Sjómenn skiptust í tvo hópa Til að skilja það sem síban gerðist i Færeyjum er nauðsynlegt að hafa 1 huga að færeyskir sjómenn skiptust i tvo hópa sem ekki höfðu sömu hags- muna að gæta. í öðrum hópnum voru sjómenn á togurum og stórum skip' um sem sigldu á fjarlæg mið, til ÍS' lands, Grænlands og Nýfundnalands- í hinum hópnum voru dagróðra- mennirnir svonefndu. Dagróbramenn réru til fiskjar á trillum, handfærabát- um og litlum línubátum. Þeir fóru út snemma á morgnana og komu með aflann aftur heim að kvöldi. Útfœrsla í 12 mílur Áður en Færeyingar færðu út land- helgina í 12 mílur árib 1963 þurftu 344 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.