Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 40

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 40
Samstarf Islendinga og Þjóöverja Nýlega hófust tilraunir sem miöa að því að knýja fiskiskipa- flota landsmanna með vetnisgasi, framleiddu hér á landi. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskóla ís- lands og tveggja þýskra rannsókna- stofnana, en auk þess taka starfs- menn Vélskóla íslands og Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi þátt í tilraununum sem fara fram í hús- næði verksmiðjunnar. Forystu um þessar tilraunir af hálfu íslendinga hafa prófessorarnir Bragi Árnason og Valdimar K. Jónsson. Bragi Árnason segir að hlutverk Islendinga í þessu samvinnuverk- efni sé að knýja 250 hestafla vél með vetnisgasi og komast að raun um hvað gera þurfi til að slíkt sé unnt og hvernig best verði að því staðið. Hlutverk Þjóðverjanna er hins vegar að þróa geymslutækni sem hentar. Rábgert er að þessi hluti tilraunanna standi yfir í um það bil eitt og hálft ár. Áhugi á verkefninu íslensk fyrirtæki hafa sýnt til- raunaverkefninu talsverðan áhuga. Bragi Árnason segir að Hekla hf. hafi útvegað vélina, sem notuð er í tilraununum, á hálfvirði og hafi fyrirtækið séð um ab endurbæta hana og aðlaga að verkefninu á eigin kostnað. Þá hafi Eimskip séð um að flytja vélina til landsins endurgjaldslaust og loks hafi fjár- málaráðuneytib fellt nibur virðis- aukaskatt af vélinni. Þarna sé því um að ræða eins konar styrktarað- ila tilraunanna. Vetni er hreint eldsneyti Tilraunir með framleiðslu á vetni til notkunar í stað eldsneytis úr jarðefnum fara nú fram víða um heim. Ástæðurnar eru einkum tvær: Annars vegar þverrandi olíu- og jarðgaslindir jarðar og hins veg- ar auknar kröfur um að dregið verði úr mengun sem koltvíoxíð, köfnunarefnisoxíb og fleiri efni valda, en þessi efni streyma út í andrúmsloftið vib brennslu elds- neytis úr jarðefnum. Við brennslu vetnis myndast hins vegar nær einvörðungu hreint vatn íslenskar rannsóknir vekja athygli Bragi Árnason prófessor bendir á að þar sem íslendingar eigi rnikl- ar ónýttar orkulindir beri þeim að fylgjast vel með notkun vetnis. Bragi hefur staðiö fyrir margvísleg- um rannsóknum í þessum efnum um árabil og niðurstöður hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Þetta starf ber meðal annars ávöxt í samstarfsverkefninu í Gufunesi sem tvær Max-Planck vísindastofnanir í Þýskalandi taka þátt í ásamt Háskóla íslands. Ný tegund stóriöju Bragi telur ekki einvörðungu möguleika fyrir íslendinga til að nýta hérlendis innlenda orku í stað innflutts eldsneytis heldur geti hér verið á ferðinni nýr mögu- leiki á íslenskri stóriðju sem hefði margvíslega kosti framyfir þá stór- iðju sem til þessa hefur einkum verið rekin. „Stofnkostnaður vetnisverk- smiðju er lítill í samanburbi við ál- ver", segir Bragi Árnason. „Auk þess er rekstur vetnisverksmiðju þess eðlis að hana má reka á ódýrri umframorku, svo sem nætur- eða sumarrafmagni, þegar til dæmis ál- veri verður að tryggja forgangsafl. Vetnisverksmiðjur má stöðva og setja í gang að nýju með stuttuffl fyrirvara án þess að nokkrar skemmdir verði. Vel má ímynd3 sér að hér geti í framtíðinni risið upp orkufrekur iðnaður sem fraffl' leiddi eldsneyti til útflutnings. Að undanförnu hefur mikil umrfflða verið um útflutning á raforku uffl sæstreng. Eldsneytisibnaðurinn myndi skapa mun fleiri atvinnu- tækifæri í landinu, auk þess seffl verðmæti útflutningsafurðarinnar væri mun meira." Mikill innflutningur ó eldsneyti íslendingar fullnægja orkuþörf sinni að 58 hundraðshlutum me^ innlendri vatnsorku og jarðvarffl3- 42 hundraðshlutum er fullnægt með innflutningi á eldsneyti. Olffl' innflutningur nemur um 600.000 tonnum á ári, þar af fara uffl 230.000 tonn til fiskiskipaflotans og um 300.000 tonn til ýmiss kon- ar samgöngutækja. Bragi og Valdi' mar setja fram þá hugmynd aö vetni, framleitt á íslandi, g*tí1 fyrstu komið í stab olíu fyrir fisk1' skipaflotann og síðar fyrir saffl- göngutækin. Löng reynsla af vetnisframleiðslu ó íslandi Víðast hvar þar sem vetni ef framleitt nú er það gert með því aö láta jarbgas hvarfast við vatnsgufu- Ókosturinn vib þá aðferð er sá að við framleiðsluna myndast koltvi' oxíð, en koltvíoxíð eykur gróður- húsaáhrif, auk þess sem takmark- aður forbi er af jarðgasi á jörðinffl- Af þessum sökum líta menn hýrU auga til framleiðslu vetnis með raf' greiningu. Sú framleiðsla fer 362 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.