Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 37

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 37
fyrir dyrum nýtt stig í mælingunum Sem fólgið er í því að fara með mæl- lngar- og tölvubúnaðinn í veiðiferðir °g skrásetja þær frá upphafi til enda. "Þetta teljum við mjög mikilvægt," Segh Emil Ragnarsson. „Einkum með iiiliti til þeirrar öru þróunar sem verið *lefur að undanförnu. Meðal annars eru togararnir farnir að fiska á mun ^ýpri slóð en áður með stærri veiðar- faeri." Tvílembingar mœldir I sumar fóru tæknideildarmenn í •t'iðangra til Akureyrar í þeim tilgangi gera mælingar í skipum sem voru fara á veiðar með tveggja báta vórpu, svonefndan tvílembing. Þá var togkraftur skipanna mældur miðað v,ð ákveðna stillingu á snúnings- hraða, skurð skrúfu og togspyrnu hjá hyoru skipi um sig. Síðan útbjuggu t$knideildarmenn töflu fyrir hvorn skipstjóra þar sem þessi atriði voru Samræmd og auðveldar skipstjórun- Urn að vera samstíga við veiðarnar. Veröskrá yfir mœlingar Urn síðustu áramót var samin sér- stök verðskrá yfir mælingar sem t$knideild Fiskifélagsins tekur að sér. ^ur var í gildi sérstakt tækjagjald, a°k þess sem verkkaupi greiddi yfir- Vlnnu. Fiskifélagið stóð hins vegar straum af dagvinnulaunum starfs- ^^nna við mælingarnar. Víðtœkt notagildi mœlinga En er tæknideildin ekki í sam- ePpni á þessu sviði við sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtæki? "Nei, sjálfstætt starfandi ráðgjafar eru á öðrum sviðum en við og enginn annar býður þessa þjónustu. Ennfrem- Ur má líta svo á að mælingar okkar afi míög víðtækt gildi fyrir útgerð í andinu í heild. Hver mæling snýst um ákveðið vandamál og lausn þess getur komið mörgum til góða. Ég get nefnt mælingar sem við gerðum á skipi þar sem verið var að reyna nýja gerð af skrúfu sem aldrei hafði verið notuð hérlendis áður, en menn bundu vonir við hana. Við gerðum viðamiklar mælingar á nýju skrúf- unni, auk þeirrar gömlu hefðbundnu, við breytileg notkunarsvið. Niðurstað- an varð sú að ekki væri heppilegt að skipta yfir á þessa nýju skrúfu. Þetta er talandi dæmi um víðtækt notagildi svona mælinga. Enginn annar veitti þessa þjónustu og ég tel afar mikil- vægt að til sé aðili sem gerir mælingar af þessu tagi af mikilli nákvæmni svo menn þurfi ekki að treysta alfarið á tölur frá fyrirtækinu sem hluturinn er keyptur af." Togspyrnumœling í Hafharey SU-110 árið 1993 í höfhitmi á Stöðvarfirði. Annar togvírinn er tekinn í land í blökk sem fest er í bryggjupolla og aftur til baka og festur í átaksmœli sem aftur er tengdur í hinn togvírinn. Þannig er togað fyrir fóstu (poUatog) til að mæla toggetu skipsins. Könnun á bœtiefnum Nýjasta verkefni tæknideildar er könnun á ýmsum bætiefnum í smur- olíur sem í boöi eru á markaðinum, svo og á búnaði til eldsneytissparnað- ar. Um er að ræða samstarfsverkefni LÍÚ, Vélskólans og Fiskifélagsins. Til- raunir verða gerðar um borð í nokkrum fiskiskipum og niðurstöð- ÆGIR ÁGÚST 1993 3 59 Tæknideild.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.